Læknablaðið - jun. 2019, Síða 42
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
„Þetta er sögustund,“ sagði Ragnar á Þjóð
minjasafninu þegar hann lýsti hörmung
um á Þjóðhátíð árið 1943. Hann sagði frá
því hvernig þriggja manna áhöfn á bátnum
Stakksárfossi VE 245, Ólafur Davíðsson,
Guðni Hjörtur Guðnason og Halldór E.
Halldórsson, hafi fundið ryðgaða þara
vaxna járntunnu í sjó um eina og hálfa til
tvær sjómílur vestur af Þrídröngum. Þeir
hafi dregið hana um borð, opnað og fund
ið spíralyktina. Tunnuna hafi þeir tekið
heim en viljað fá innihaldið staðfest hjá lyf
sala bæjarins með leynd. Tveimur dögum
seinna sagðist lyfsalinn ekki geta sagt til
um innihaldið og óljóst með hvernig þeir
meðtóku skilaboðin en að nokkrum dögum
liðnum voru níu látnir.
Ragnar kynnti rannsókn sína á að
alfundi Félags áhugamanna um sögu
læknisfræðinnar fyrr í vor. Hann sagði frá
því hvernig hann, aðeins átta ára gamall,
komst fyrst á snoðir um atburðinn sem
var á forsíðu Morgunblaðsins á sínum tíma.
Hann hafi heyrt á tal föður síns og Stebba
pól, Stefáns Árnasonar yfirlögregluþjóns,
árið 1960 þegar þeir fengu sér kaffi á skrif
stofunni „heima á Látrum“ og það þótt
þeir töluðu í hálfum hljóðum.
„Þessi viðbrögð voru þó ekkert eins
dæmi. Tréspíramálið á Þjóðhátíðinni 1943
hafði mikil langvinn áhrif á bæjarbúa, svo
mikil að enn var hvíslað um málið mörg
um árum síðar. Mörgum áratugum síðar,
fjörutíu, fimmtíu, sextíu árum árum síðar,
var fyrst hægt að tala um tréspíramálið
án þess að fara í felur með það en þá voru
ekki margir eftir til svara,“ lýsti Ragnar
sem talaði meðal annars við á annan tug
Vestmanneyinga sem mundu atburðinn.
„Í viðtölum mínum við þetta gamla
fólk sagði það að mikil sorg hafi verið í
loftinu, en þetta hafi farið mjög hljótt. Það
lá í loftinu skömm og sorg sem kom út í
þagnargildi. Það var ekki hægt að koma
svona hörmungum í orð og þá er betra að
þegja,“ hafði Ragnar eftir því.
Hann sagði frá því hvernig þeir félagar
hefðu tekið sénsinn á að neyta innihalds
tunnunnar og skipt því á milli sín svo
hver fékk um 50 lítra. Halldór fái sína
lítra en fari í annan skipstúr og komi ekki
meira við sögu. Enn meðvitaðir um hætt
una og eftir svör lyfsalans hafi Hjörtur
leitað til vinar síns, Þorláks Sverrissonar
kaupmanns, sem þekkti héraðslækninn og
beðið hann um að fara með sýni til hans.
Þorlákur hafi dreypt á og sagt innihaldið
venjulegan spíra, hann ætti tréspíra sem
væri öðruvísi. Þetta væri ekta „spiritus.“
Seinna hittust þeir aftur og hafði Þorlákur
þá drukkið um pela úr flöskunni og þeir
talið innihaldið í lagi. Hjörtur hafi því
tekið tréspírann með á Þjóðhátíð. „Lík
Þorláks fannst eftir Þjóðhátíð mánudaginn
Níu létust af tréspíra
á Þjóðhátíð árið 1943
Níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Eyjum fyrir tæpum áttatíu árum. Nokkrir tugir veiktust og um
tuttugu voru lagðir inn á spítalann í Vestmannaeyjum. Eyjamenn lýstu óhugnanlegum kvalaópum frá spítalanum.
Þetta var á árum seinni heimsstyrjaldarinnar og hefur mikil þöggun ríkt meðal fólks um málið. Ragnar Jónsson
bæklunarlæknir hefur brotið málið til mergjar.
Ragnar Jónsson bæklunarlæknir hefur lagt mikið á sig til að vernda sögu tréspíradrykkju og erfiðar afleiðingar hennar
á Þjóðhátíð í Eyjum árið 1943. Mynd/gag
298 LÆKNAblaðið 2019/105