Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - jun 2019, Qupperneq 46

Læknablaðið - jun 2019, Qupperneq 46
302 LÆKNAblaðið 2019/105 ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ekki er aðeins hægt að mæla magn fíkni­ efna í frárennsli heldur má einnig skoða ýmsa vísa um heilbrigði samfélagsins. Þetta segir Arndís Sue­Ching Löve, lyfja­ fræðingur og doktorsnemi við læknadeild. Hún hefur síðustu fimm ár mælt fíkniefni í skólpi hér á landi fyrir doktorsverkefni sitt sem hún vinnur á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja­ og eiturefnafræði. Hún stefnir á að ljúka því fyrir árslok. „Hægt er að skoða umbrotsefni alkóhóls, nikótíns, koffíns og ýmis lífmerki (biom- arker) sem benda til dæmis til streitu eða sjúkdóma “ segir hún. Arndís hefur síðastliðin fjögur ár tekið þátt í evrópsku samstarfsverkefni þar sem algeng fíkniefni eru mæld í frárennsli 85 Evrópuborga. Niðurstöðurnar hafa verið birtar af Evrópsku rannsóknamiðstöðinni, EMCDDA, fyrir eiturlyf og eiturlyfjafíkn. Niðurstöðurnar sýna að fjórfalt meira kókaín mældist í skólpi höfuðborgarsvæð­ isins í mars í fyrra en tveimur árum áður. Ísland vermir efsta sæti borga Norður­ landanna þegar kemur að kókaíni en það tólfta sé litið til þeirra Evrópuborga þar sem fíkniefni voru mæld í skólpi á viku­ tímabili í fyrra. Efst er Bristol á Englandi, þá Amsterdam í Hollandi og Zürich í Sviss í því þriðja þegar kemur að kókaíni. „Þetta er í samræmi við aukningu kókaíns í ökumönnum hér á landi,“ segir Arndís. Reykjavík er samkvæmt mælingunum í öðru sæti yfir mest amfetamínmagn á eftir Saarbrücken í Þýskalandi, þar sem notk­ unin mælist þó nærri tvöfalt meiri. Hún mældist í 14. sæti yfir metamfetamín, þar sem Erfurt í Þýskalandi trónar á toppnum, og 9. sæti yfir MDMA, en Amsterdam í því efsta. Arndís fylgist sérstaklega vel með þróun metamfetamíns hér á landi. Aukn­ ing hefur mælst í Noregi og Finnlandi. „Við fylgjum oft hinum Norðurlöndun­ um í þróun og viljum því sjá hvort metam­ fetamín­magn í frárennsli sé að aukast hér á landi,“ segir hún. Svo sé það MDMA, einnig kallað e­töflur eða Mollý. „Heildar­ magn MDMA hefur haldist stöðugt milli ára, en við sjáum að aukning er mikil um helgar.“ Arndís segir að hún hafi í upphafi ekki verið viss hvort tækist að mæla fíkniefni í íslensku skólpi. „Frárennslisvatn er ekki eins í öllum borgum. Kerfin eru mismun­ andi, fólksfjöldi, loftslag. Í mikilli rigningu þynnist vatnið og við vissum að hér á landi notar fólk mikið vatn eða um tvisvar til þrisvar sinnum meira en í nágranna­ löndunum,“ segir hún. „Það þýðir að styrkur efnanna mælist minni í vatninu og við þurfum næmari mælitæki. Það tókst,“ segir Arndís. Arndís segir áhugavert að bera niður­ stöður þessarar rannsóknar saman við aðrar aðferðir sem mæla fíkniefnaneyslu. „Aðalkostur þessarar aðferðar sem not­ uð er í rannsókninni er að hægt er að sjá nákvæmar niðurstöður eftir mjög stuttan tíma. Við sjáum greinilega dagamun á magni fíkniefnanna.“ Hægt sé að fylgjast sérstaklega með magni fíkniefna í kring­ um viðburði. „Við höfum mælt frárennsli frá Airwaves og Menningarnótt og séð þá meira magn fíkniefna,“ segir hún en niðurstöðurnar í þessari rannsókn miðist við venjulega daga. Arndís segir ekki hægt að áætla fjölda skammta, en þekkt sé að styrkur efna sem fólk tekur sé að aukast. „En við normaliserum niðurstöðurnar á þúsund íbúa.“ Miðað hafi verið við íbúafjölda á hverju svæði við útreikninga. „Í Ósló hafa menn nýtt símagögn til að sjá hve margir eru á bakvið sýnin.“ Hér sé það ekki gert þar sem bæði skorti fé Fíkniefni flæða um skólpið Fjórfalt meira kókaín mældist á vikutíma í skólpi höfuðborgarsvæðisins árið 2018 en 2016. Hægt væri að mæla ýmsa hegðum borgarbúa í skólpinu, segir doktorsnemi við læknadeild Fíkniefni í skólpi hér á landi 2015 2016 2017 2018 Kókaín 57,8 101 437 479 Amfetamín 70,4 113 170 210 Metamfetamín 15,7 9,3 x 31,1 MDMA x 37,6 35,5 40,2 Mælieining: mg/1000 íbúar/dag. Heimild: EMCDDA

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.