Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 50

Læknablaðið - jún. 2019, Blaðsíða 50
306 LÆKNAblaðið 2019/105 L I P R I R P E N N A R Ferdinand Jónsson geðlæknir í London ferdinandjonsson@aol.com Ég vinn sem læknir geðveikra í Tower Hamlets, einu fátækasta hverfi Austur­ Lundúna. Þannig hafa hlutirnir einhvern veginn æxlast. Ef til vill hljómar þetta eins og djúp­ stæður, vandræðalegur Messíasarkomplex. Sem ætlar engan enda að taka ... Ekki er þó allt sem sýnist. Geðlæknisfræðin situr ögn utan við aðrar sérgreinar læknisfræðinnar. Og víst er að fordómarnir gegn okkar skjól­ stæðingum eru gamlir en kraftmiklir. Prófessor Tómas Helgason heitinn sagði að þannig yrði það ef til vill áfram. Dauða­ óttinn blikni nefnilega í samanburði við þann frumótta okkar að missa vitið. „There comes the pest control,” voru orð sem mætur sérfræðingur í skurðlækn­ ingum lét falla um starfsbróður minn. Sá síðarnefndi kom til að meta geðveikan mann á skurðdeild Konunglega Lundúna­ sjúkrahússins í Whitechapel. En ekki er allt sem sýnist. Þessar hug­ myndir og skopskyn okkar ágæta starfs­ bróður setja nefnilega engan annan niður en hann sjálfan. En þrátt fyrir að kunnátta í varnarháttum sjálfsins hjálpi við að verja okkar fag og okkar sjúklinga eru þessar hugmyndir einnig dapurlegar. Hvernig á að fá gott fólk til að nema okkar fræði? Hvernig á að taka á þessum frumstæðu hugmyndum sumra okkar ógeðlæknismenntuðu stéttsystkina? Hvar sem farið er um víðar lendur lækn­ isfræðinnar eru erfiðustu sjúklingarnir ævinlega þeir sem einnig þjást af geð­ sjúkdómum. Það góða fólk sér fordómana sem sitt mesta böl. Bendir á annað heil­ brigðisstarfsfólk sem aðaleigendur þessara hugmynda. Þetta gefur samt byr í seglin. Og marg­ ur fær fjasað milli mjalta. En eins og annað fullorðið fólk verð ég, og fólk í mínu fagi, að axla ábyrgð á lausn þessa vanda. Að hluta felst hún í því að sinna vel því unga fólki sem kemur til okkar sem nemar. Að skara fram úr. Berjast þó að stríðið muni aldrei enda. Þeir ágætu nemar sem rata inn á stofu­ gang íslenska læknisins í Tower Hamlets fá sína fyrstu lexíu beint í andlitið. Að taka ábyrgð á eigin neikvæðu hugmyndum gagnvart sjúklingunum. Eins og fram­ úrskarandi nema er háttur taka þau pistli dagsins yfirleitt af auðmýkt. Læra síðan að hlusta, gera geðskoðun, greina sjúk­ dómana og hugsa um meðferðarúrræðin á heildrænan hátt. Reyna að horfa á bak við veikindin. Mæta af virðingu þeim einstak­ lingum sem hafa marga fjöruna sopið. Sjá manneskjuna í sínum mikilfengleika. Bera því vitni hvernig fólk nær heilbrigði og lífsgæðum eftir svaðilfarir í dölunum dimmu. En margur viðkvæmur öðlingurinn rat­ ar einnig til okkar sem nemi. Verkefnið er að styðja þá mikið og vel svo að þær sorgir sem geðdeildin hýsir fæli ekki frá þá sem kunna að tengjst öðrum af tillitssemi og virðingu. Þá sem sjúklingarnir okkar vilja. Til sögunnar koma varnir. En þær verða að vera nokkurskonar hansagardín­ ur. Renna upp og niður. Og vert er að hafa í huga að í grunninn er gott geðapparat samansafn af vatnsberum. Rétt eins og styttan hans Ásmundar Sveinssonar. Starfslýsingin er að kunna að bera fötur fullar af von, níu til fimm. Hér gagnast gardínur. Að reyna að vinna traust og ná meðferðarsambandi. Sýna einlægni en einnig fagmennsku. Setja sjúklingana og fólkið þeirra í önd­ vegi í okkar vinnu. Hjálpa þeim að læra að takast á við veikindin og taka ábyrgð. Við verðum að halda áfram alla daga starfsæv­ innar með hrein skil á milli okkar lífs og þeirra. Ekki ræna sorgum sem aðrir eiga. En það þarf einnig að taka gardínurnar niður þegar tengslum og fagmennsku er náð. Og fylla þannig föturnar aftur hjá því góða fólki sem hefur öðlast þá færni að ná nokkurskonar yfirhönd í sinni glímu. Njóta þeirra forréttinda að fá gæsahúð á fullum launum. Í Tower Hamlets blandast saman fólk frá öllum kimum jarðar. Vandamál okkar mannanna eru þó hin sömu. Og maður upplifir það undur að sjá að ofar trúnni, menningunni og siðunum er himinninn á tíðum heiður. Þetta mannlega sem tengir okkur öll. Og hjartað finnur samhljóm í því að fá að gera eitthvað sem skiptir máli. Í glímunni stóru við raunveruleikann. Að fá að fagna þegar vel gengur. Dást að hetj­ um. Að hafa á tilfinningunni að jafnvel sé allt sem sýnist í örstutta stund. Með góðum kveðjum heim. Læknir í Londres Læknablaðið hefur beðið nokkra lipra penna í læknastétt að senda blaðinu hugleiðingar sínar í dagsins önn. BETMIGA™ (mirabegron) er eina lyfið til inntöku við ofvirkri þvagblöðru sem ekki er andmúskarínlyf 1,2 HVORA LEIÐINA VELUR ÞÚ TIL MEÐFERÐAR VIÐ OFVIRKRI ÞVAGBLÖÐRU?1 BET_2019_0001_IS 05.2019 Heimildir: 1. Wagg A, Nitti VW, Kelleher C. Oral pharmacotherapy for overactive bladder in older patients: mirabegron as a potential alternative to antimuscarinics. Curr Med Res Opin 2016:32(4):621-638 2. Samantekt á eiginleikum Betmiga 04.2019 BETMIGA™ 25 mg og 50 mg forðatöflur. Heiti virkra efna: mirabegron. Ábendingar: Meðferð við einkennum, þ.e. bráðaþörf, aukinni tíðni þvagláta og/eða bráðaþvagleka sem geta komið fyrir hjá fullorðnum sjúklingum með heilkenni ofvirkrar þvagblöðru. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Verulegur háþrýstingur sem ekki hefur náðst stjórn á og er skilgreindur sem slagbilsþrýstingur ≥ 180 mm Hg og/eða þanbilsþrýstingur ≥ 110 mm Hg. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Astellas Pharma Europe B.V. Fyrir nánari upplýsingar um lyfið skal hafa samband við umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., sími: 535-7000. Texti SmPC var síðast samþykktur 04.2019.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.