Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 2

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 2
3 £ 0) m m m £ #0 tmm m E a> X ‘flj V. UL Hvað ætli mörg íslensk áhugamannafélög séu orðin meira en 90 ára og enn starfandi af fullum krafti? Líklega ekki mörg en kannski nokkur og þar í flokki er Heimilisiðnaðar- félag íslands. Þegar félagið hélt upp á 90 ára afmæli sitt í Árbæjarsafni þann 15. júní sl. komu þar um nokkur hundruð manns. Fluttar voru ræður, haldnir fyrir- lestrar um handverk og kynntir þjóðbúningar. í gömlu húsunum í Árbæ sýndi handverksfólk vinnu- brögð og um grundir spókaði fólk sig í litskrúðugum þjóðbúningum. Þarna voru nokkrar konur að vígja nýja faldbúninga sem þær hafa verið að sauma síðustu ár undir leiðsögn þeirra Oddnýjar Kristjáns- dóttur og Guðrúnar Hildar Rosenkjær, kennara Heimilisiðnaðarskólans. Svo vel heppnaðist dagurinn að til tals hefur komið að félagið verði aftur með kynningardag á Árbæjarsafni í vor, þann 6. júní. Áhersla hefur verið lögð á að kynna Heimilisiðnaðar- félagið nú sem fyrr. í tengslum við afmælið kom út lítill bæklingur um félagið og var honum dreift víða. Umfjöllun var um félagið í vinsælum sjónvarpsþátt- um, á haustdögum í Mósaík á ríkissjónvarpinu og rétt fyrir jólin í Fólki hjá Sirrý á Skjá einum. í mars 2004 kom svo út litprentaður bæklingur: íslenskir þjóðbún- ingar kvenna og telpna. Alltaf er nokkuð um að óskað sé eftir kynningum á félaginu og því sem það stendur fyrir. Þannig hefur heimilisiðnaður og félagið fengið góða kynningu á Bókasafni Kópavogs og á þjóðlagahátíð á Siglufirði og einnig hefur félagið haft opið hús og kynnt starfsemi sína undanfarnar menningarnætur í Reykjavík, svo fátt eitt sé talið. Gleðilegt er að áhugi á því sem Heimilisiðnaðar- félagið stendur fyrir sýnist vera að glæðast í þjóð- félaginu, ásókn er á námskeið Heimilisiðnaðarskól- ans og fólk kemur mikið í litlu búðina sem félagið rekur og leitar eftir mynstrum og efni í alls kyns handverk. Margt er háð tískusveiflum og finnur Heimilisiðnaðarfélagið sannarlega fyrir því. Stundum ná einhver námskeið skólans miklum vinsældum og þá er gaman eins og alltaf þegar vel gengur. Erfiðara er að halda út þegar á móti blæs. Þá er mikilvægt að seiglast og það hafa félagar í Heimilisiðnaðarfélaginu löngum gert. Þeir trúa á það hlutverk félagsins að hlúa að gömlu íslensku handverki og koma því til nýrra kynslóða og leggja ýmislegt á sig til að vinna að því markmiði. Þetta er ærið verk og reyndar ekki hægt að gera ráð fyrir að áhugamannafé- lag geti sinnt því sem skyldi. Það samfélag sem Heimilisiðnaðarfélagið spratt upp úr á sínum tíma var harla ólíkt því hraða og flókna sam- félagi sem við nú búum í þar sem flestir eru þrælar tímans eða kannski frekar tímaleysis og mæla klukkustundirnar í krónum. Við þær aðstæður er erfitt að starfrækja áhugamanna- félag þar sem starfsemin er í raun svo mikil að þar þyrfti að vera starfsfólk í fullri vinnu og með sann- gjörn laun. Til starfsemi sinnar hefur félagið orðið að sækja um styrki til ýmissa aðila sem oft hafa skammtað naumt eða ekki neitt. Því var það sérstak- lega ánægjulegt á síðasta ári að finna fyrir áhuga á Heimilisiðnaðarfélaginu meðal ráðamanna, ekki síst hjá menntamálaráðherra Tómasi Inga Olrich. Þegar mjög svarf að skólanum fyrir tveimur árum styrkti ráðuneyti hans skólann svo að skólanefnd náði að fleyta honum áfram. Nú í ár gerðist það svo að Heimilisiðnaðarskólinan fékk úthlutun af fjárlögum. Það er mikið fagnaðarefni og viðurkenning á starfi Heimilisiðnaðarfélagsins. Menntamálaráðherra sýndi þróunarstarfi um gerð gömlu faldbúninganna mikinn áhuga og styrkti sérstaklega starfið sem hófst í vetur við að kanna gerð búninga karla á íslandi fyrr á öld- um og útbúa nákvæmar eftirlíkingar af þeim. Þjóð- hátíðarsjóður hefur líka veitt svolítinn styrk upp í kostnað á kynningarefni um þjóðbúninga og til að skrásetja mynstur og aðferðir við gerð búninga en þar er geysilega mikið verk eftir óunnið. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um starfsemi félagsins síðasta árið en verkefnin sem enn bíða frjórra huga og iðinna handa félagsmanna í Heimilisiðnaðarfélagi íslands eru ekki síður mörg, fjölbreytt og skemmtileg en umfram allt mikilvæg. Sigrún Helgadóttir Frá afmœlishátíðinni í Arbœjarsafhi í júní síðastliðnum. 2 HUGUR0G HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.