Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 19

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 19
Eggert Helgason kennari í Helguhvammi í Húnavatnssýslu leikur á langspil sem hann smíðaSi sjálfur. Ljósm. Jóhannes Klein 1898. Islandslýsingum. I dagbók úr Islandsferð sumarið 1810, sem rituð var af Henry Holland (1788-1873), segir svo um heimsókn til Magnúsar Stephensen konferenzráðs (1762-1833) og fjölskyldu hans að Innra-Hólmi: vakti það furðu okkar að heyra hljóðfæraslátt, engan veginn lélegan, sem barst til okkar frá herbergi uppi á lofti. Þetta var í fyrsta sinn, sem við heyrðum nokkuð slíkt á Islandi, þegar sleppt er hinu hræðilega fiðlugargi á dansleikjunum í Reykjavík. Við spurn- ingum okkar um, hvers konar hljóðfæra- sláttur þetta væri, var okkur svarað, að elzti sonur og dóttir etazráðsins lékju saman á hljóðfæri. Okkur var síðan sýnt hljóðfærið, og höfðum við aldrei séð nokkuð því líkt. Það heitir langspil á íslenzku, og er með 4 strengjum, sem þandir eru á langan, mjóan tréstokk. Á það er leikið með tæki, sem mest líkist fiðluboga. Hljómurinn er nógu þægileg- ur, þegar hlýtt er á hann úr hæfilegri fjarlægð. Systkinin léku aðallega dönsk og norsk lög og fáein íslenzk þjóðlög.“ (Holland 1992, s. 122-123). Um miðbik 19. aldar voru langspil til í mjög mörgum sóknum landsins og víða um landið var eitthvað um að á þau væri leikið, eins og fram kemur í sýslu- og sóknalýsingum sem safnað var á vegum Hins íslenska bókmenntafélags um og eftir 1840. Leiðarvísir til að spila á langspil - 1855 Árið 1855 kom út á Akureyri dálítið bókarkver sem var athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Ritið er allt í senn fyrsta íslenska kennslubókin í hljóðfæra- leik, fyrsta íslenska ritið um grundvallar- atriði í tónfræði síðari alda og fyrsta ritið um langspilið, smíði þess og leikmáta. Kverið er jafnframt sálmasöngsbók, sú fyrsta á eftir Grallaranum en í því eru rúmlega 120 sálmalög prentuð með bók- stafanótum. Höfundurinn var Ari Sæ- mundsen (1797-1876) umboðsmaður klausturjarða á Norðurlandi sem bjó á Munkaþverá í Eyjafirði. Hann hafði á yngri árum dvalið í Viðey undir handarjaðri Magnúsar Stephensen, komist þar í kynni við tónlist og hljóðfæraleik og lært þar prentverk (Hallgrímur Helgason 1992). Á titilsíðu stendur: „LEIÐARVÍSIR til að spila á langspil og til að læra SÁLMALÖG eptir nótum og NÓTUR með BÓKSTÖFUM til allra sálmalaga, sem eru í messusöngs- bók vorri, og þaraðauki til nokkurra fleiri SÁLMALAGA, handa unglingum og viðvaningum. Samið hefir Ari Sæ- mundsen umboðsmaður. Akureyri. Prentaður í prentsmiðju Norður- og Austur-umdæmisins, af H. Helgasyni. 1855.“ Með þessu sérstæða riti Ara Sæmundsen verða kaflaskil í sögu langspilsins, eink- um vegna þess að í leiðarvísinum voru birtar nokkuð ítarlegar leiðbeiningar um smíði hljóðfærisins. Jafnframt var þar teikning af gripbrettinu undir laglínu- strengnum með þverböndum (nótna- þrepum) sem áttu að afmarka tónstiga líkt og t.d. á gítar (hér er átt við smá- stígan „krómatískan“ tónstiga). Gallinn var hins vegar sá að fjarlægðirnar milli þverbandanna voru úr lagi færðar við prentun leiðarvísisins, svo mjög að hljóðfæri smíðuð nákvæmlega eftir teikningunni gátu ekki hljómað eins og til var ætlast. Rit á 20. öld um iangspilið og sögu þess Séra Bjarni Þorsteinsson þjóðlagasafnari (1861-1938) skrifaði um íslensku fiðl- una og langspilið í inngangi að safnriti sínu Islenzk þjóðlög. Greinargerð hans um langspil hefst með þessum orðum: Þá skal stuttlega minnzt á hitt innlenda hljóðfærið, langspilið. Tíðkaðist það mjög fyrrum að spila á það hljóðfæri, og smíðuðu íslendingar það sjálfir; en ekki er kunnugt, hver hefur fyrstur fundið það upp, nje hvenær fyrst var farið að nota það. Tíðust hafa langspilin eflaust verið hjer á landi á fyrri hluta 19. aldar og um og eptir miðja öldina; en þó er einnig getið um langspil á 18. öld (Bjarni Þorsteinsson 1906-1909, s. 73). Ritgerð Friðriks Guðna Þórleifssonar tónmenntakennara (1944-1992) frá 1971 um íslenska langspilið er fyrsta ítarlega samantektin um sögu hljóðfæris- ins út frá tiltækum heimildum þar sem gerð er grein fyrir uppruna og skyldleika langspilsins við hljóðfæri fyrr á tímum og gerð þess lýst í samanburði við al- þýðuhljóðfæri í ýmsum Evrópulöndum. Einu samantektina þar sem fjallað er um íslensku alþýðuhljóðfærin, langspilið og fiðluna í þjóðfræðilegu samhengi, út frá þjóðtrú, þjóðsögum og kvæðum, er að finna í námsritgerð Helgu Gunnars- dóttur tónmenntakennara (1943-1991) frá árinu 1982.1 henni er gerð grein fyrir hlutverki hljóðfæranna í íslensku sam- félagi. Endurvakning langspilsins í handverki og hljóðfæraleik Áhugi á íslenska langspilinu, bæði smíði þess og notkun sem hljóðfæris, hefur farið vaxandi á undanförnum árum og áratugum, einkum eftir miðja 20. öld- ina. Hagleiksmenn hafa fyrr og síðar fengist við að smíða langspil (Ólafur Davíðsson 1887-1903, 2.b., Woods 1994, Þórður Tómasson 1995) fyrir HUGUR OG HÖND 2004 1 9

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.