Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 4

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 4
Þórir Laxdal Sigurðsson 24.07. 1927 - 18.09. 2003 Minning Þórir Sigurðsson, fyrrverandi námsstjóri í mynd- og hand- mennt, lést hinn 18. september síðastliðinn. Hann var les- endum Hngar og handar að góðu kunnur, enda sat hann í rit- nefnd tímaritsins frá árinu 1986 til ársins 2002. Okkur sem áttum samleið og samstarf með Þóri í ritnefndinni er ljúft og skylt að minnast hans. Þórir, sem var teiknikennari að mennt, var vel heima í öllu sem laut að myndlist og handverki. Hann var í forystusveit kennara í þessum greinum um árabil og hlutverk hans sem námsstjóra var að leiðbeina kennurum og hvetja til dáða í starfi að málefnum tengdum mynd- og handlistum. Heim- ilisiðnaðarfélagið naut starfskrafta hans og áhuga og víst er að fáir hafa verið jafn óþreytandi og Þórir að benda á gildi þess fyrir einstaklinginn að hlú vel að kennslu og ræktun hæfileika á sviði handverks. Þórir var félagslyndur og vinnusamur og eftir að starfsferli hans lauk stundaði hann félagsstörf af kappi. Hann vann að málefnum kennara á eftirlaunum og ferðaðist talsvert, bæði á eigin vegum og sem fulltrúi opinberra aðila og félaga sem hann var í forsvari fyrir. Það gat því stundum verið betra að ákveða fundartíma ritnefndar með góðum fyrirvara, því að Þórir var ekki alltaf til taks, þótt hann væri ekki í föstu starfi. Eins var líka nauðsynlegt að ætla góðan tíma til fundahalda, því Þórir kom venjulega uppfullur af fróðleik og nýjungum úr ferðum sínum, og var óspar á að deila vitneskju sinni með okkur nefndarsystkinum sínum. Hann var margfróður og kunni lagið á að miðla af reynslu sinni og þekkingu á þann hátt að það var eins og að hlusta á ævinfyri. I skrifum Þóris í Hug og hönd í áranna rás má greina manninn á stílnum. Umfjöllun hans var jákvæð og uppbyggi- leg og aldrei lagði hann styggðaryrði til nokkurs manns, hvorki í ræðu né riti. Hann gat komið skoðunum sínum og leiðbeiningum til annarra á framfæri án þess að ergja eða valda sárindum. Þannig var allt samstarf við hann, gagnlegt °g uppbyggilegt. Hann aðstoðaði við fjölmarga þætti í vinnslu blaðsins og fylgdi því eftir frá upphafi til enda þegar á þurfti að halda. Fyrir hönd Heimilisiðnaðarfélags Islands þökkum við samstarf og samfylgd við Þóri Laxdal Sigurðsson og allan hans hlýhug í garð félagsins. Gréta E. Pálsdóttir Kristín Schmidhauser Jónsdóttir 4 HUGUR OG HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.