Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 22

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 22
Tvíbandahekl og peysurnar frá Korsnás Barnapeysa frá Korsnás. voru mjög skrautlegar. Við útbreiðslu Korsnás-aðferðarinnar hafa svo farand- kennarar komið við sögu, en kennara- launin voru svo lág að enginn gat fram- fleytt sér á þeim. Því var algengt að kennarar ynnu að einhverri handavinnu á bæjunum til að drýgja tekjur sínar. Blómaskeið þessara peysa var seinni hluti 19. aldar, en heklið barst ekkt til Norðurlandanna fyrr en í upphafi þeirrar aldar. Heklið er því mun nýlegra fyrir- brigði en prjónaskapurinn, en hann barst til okkar á 17. öld. Þó að peysurnar séu kenndar við Korsnás hafa þær með tímanum orðið táknrænar fyrir allan hinn sænskumælandi Austurbotn, einhvers konar ímynd hins sænskumælandi Finna. Svo merkilegar eru þessar peysur að tvær doktorsritgerðir hafa verið skrifaðar um þær og hefur handverksfólk okkar tíma reynt að endurvekja kunnáttuna. Nú hefur félagið Osterbottens handverk gefið út bók um þetta efni, en félagið hélt upp á 90 ára afmæli sitt í fyrra. I Fyrir tíu árum (1994) var haldin al- þjóðleg kvennaráðstefna í Turku í Finn- landi þar sem íslenskar konur fjöl- menntu. Þó að aðaláhugi flestra þáttrak- enda hafi beinst að kvenréttindamálum var þar einnig þar margt áhugavert fyrir handverkskonur. I hliðarbyggingu, húsi gamla handavinnukennaraskólans, voru til sýnis peysur frá Korsnás, en þeirra lík- ar hafa ekki fundist annars staðar í heim- inum svo að vitað sé. Það voru sænsku- mælandi konur frá Austurbotni, strand- héröðum Finnlands, sem þar voru að kynna menningararfleið sína. Það sem er mest einkennandi fyrir peysurnar frá Korsnás er að hluti peys- unnar er heklaður, þ.e. prjón og hekl eru notuð í einni og sömu peysunni. Öll peysan er munstruð með því að nota band í mismunandi litum, bæði það sem er prjónað og það sem er heklað. Megin- hluti bols og erma er prjónaður en axlar- stykkið, efri hluti ermanna og líningarn- ar, þ.e. fremsti hluti ermanna og stykkið sem liggur um mittið, eru hekluð. Tákn sænskumælandi Austurbotns Peysurnar draga nafn sitt af sveitar- félaginu Korsnás þar sem talið er að „vagga“ þeirra hafi verið. Enginn veit þó með vissu hver uppruni þeirra er í raun og veru, en þær þekkjast aðeins í Korsnás og í sveitarfélögum þar í kring. Þó er talið að sænsk vefnaðarmunstur hafi haft áhrif á litanotkunina og munsturgerðina enda voru tengslin á milli strandhéraða Svíþjóðar og Finnlands náin fyrr á öld- um. Hugsanlega hafa einnig gamlar her- mannahúfur verið fyrirmynd, en þær tengslum við afmælið var prjónaáhuga- fólki frá öllum Norðurlöndunum boðið á þing og þar kynntu höfundarnir, Marketta Luukonen og Anna-Maija Báckman, aðferðina. Bók þeirra er mjög aðgengileg og er textinn á þremur tungu- málum, sænsku, fmnsku og ensku. Þær Marketta og Anna-Maija hafa sýnt áhuga á að koma til Islands og halda hér nám- skeið og vonast til að fá styrk úr Menn- ingarsjóði til þess. Unnið sameiginlega að munsturgerð Korsnáspeysurnar eru gerðar úr tvinn- uðu ullarbandi og er grunnliturinn í prjónaða hlutanum nátrúruhvítur. Bol- urinn og ermarnar eru með sléttu prjóni og munsturprjónaðar þannig að tvær umferðir eru hvítar en doppur í lit eru prjónaðar í þriðju hverri umferð. Rautt og blátt (stundum svart) er notað til skiptis, svo að rauðar og bláar umferðir skiptast á. Bæði í neðri enda og brjóst- enda bolsins svo og ermanna er svo oftast prjónað íburðarmeira skraut, annað- hvort blóm, tré eða eitthvert annað geómetrískt munstur. Bolurinn er prjón- aður í einu lagi eins og hólkur og síðan klippt fyrir ermagötum. Ermarnar eru prjónaðar á sama hátt. Peysan er venju- lega hneppt á vinstri öxl. I axlarstykkinu og líningunum þar sem tvíbandahekl er notað er aðallitur- inn rauður. Mynstrið er ýmist gert með svörtu, gulu, grænu eða bláu bandi eða þá að allir litirnir eru notaðir til skiptis. Mikil vinna var lögð í hverja peysu og er talið að prjónameistari hafi verið minnst þrjár vikur að ljúka henni. Fátæklingar 22 HUGUROG HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.