Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 41

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 41
Vesti Hönnun Ásdís Birgisdóttir LÝSING: vesti úr léttlopa, stærðir S - M - L. STÆRÐIR: S M L yfirvídd 100 cm 108 cm 115 cm sídd 68 cm 70 cm 73 cm (frá hálsmáli aftan) EFNI: léttlopi frá ístex 50 g hespur S M L grænt/9441 250 g 300 g 350 g hvítt/0051 100 g 150 g 150 g svart/0059 50 g 50 g 50 g Langur og stuttur hringprjónn nr. 4, 5 meðalstórar tölur. PRJÓNFESTA: 18 L sl og 24 umf gera 10 x 10 cm reit, í sléttu prjóni. Sannreynið prjónfestuna. SKAMMSTAFANIR: sm: sentimetrar prj: prjóna umf: umferð L: lykkja (ur) sl: slétt (prjón/lykkja) br: brugðið (prjón/lykkja) pp: perluprjón Lesið uppskriftina vandlega áður en hafist er handa: Fitjið upp með grænu 289-301-313 L. Tengið í hring og prj 1 L br (miðlykkja framan) og svo pp 288-300-312 L. Prj 12-12-14 umf pp. 13.-15. umf: prj. 1 L br, 22-22-25 L sl, 36-40-40 L pp, 68-68-71 L sl, 36-40-40 L pp, 68-68-71 L sl, 36-40-40 L pp, 22-22-25 Lsl. Urtaka: Takið úr í 3. hverri umf í perlu- prjónsbekkjunum, svona: 16. umf: prj. 1 L br, 21-21-24 Lsl,*prj 2 L sl saman frá hægri, 34-38-38 L pp, prj 2 L sl saman frá vinstri*, 66-66-69 L sl, *endurtakið*, 66-66-69 L sl, *endur- takið*, 21-21-24 Lsl. 19. umf: takið eins úr og í ló.umf en nú fækkar um 2 L í hverjum pp geira. Takið svona úr í 3. hverri umf þar til sl Lnásaman, prj 1 umfsl, 181-193-205 L. STROFF: Prj MYNSTUR I, stroff 10- 10-12 umf. Prj svo einlitt grænt 1 umf. Prj MYNSTUR 11, 25-25-31 umf. HANDVEGUR: 1. umf.: Prj 1 L br (fyrir miðju framan), 43-46-48 L, fellið af 5-5-7 L, prj 84-90-94 L, fellið af 5-5- 7 L, prj 43-46-48 L. I næstu umf skal fitja upp 1 L og prj br, þar sem var fellt niður um 5 L (handvegur). Urtaka: Takið úr 1 L í hverri umf sitt hvorum megin við handvegsopið, bæði framan og aftan, næstu 11 umf. Nú eru 136-148-160 L og 3 L br eða 139-151- 163 L á prjóninum. FLÁLSMÁL FRAMAN: Byrjið að taka úr fyrir hálsmáli í 45.45.-51. umf frá stroffi. Takið úr 1 L í 2.hverri umf sitt hvorum megin miðlykkju framan, 12- 13-14 sinnum, prj 30-30-36 umf að öxl (ATH. SJÁ ÚRTÖKU Á BAKSTYKKI) 20 L-22-24 hvorum megin að framan. HÁLSMÁL AFTAN: Fellið af 20 L fyrir hálsmáli aftan í 67. umf frá stroffi. Prj nú fram og aftur (framstykki og bakstykki). Fellið af 1 L sitt hvorum megin í hálsmáii aftan í næstu umf. Nú eiga að vera 20-22-23 L á hvorri öxl. FRÁGANGUR: Saumið með þéttu spori í saumavél sitt hvorum megin við br L í handvegi og miðju framan. Klippið á milli. LISTAR: Handvegur: Prj upp 89-89-101 L með grænu á stuttum hringprjón og, prj pp 5 umf, fellið af í 6. umf Listi: Prj upp með grænu á langan hringprjón fyrir lista að framan, 92-96- 101 L frá neðstu brún hægra megin að úrtöku í hálsmáli, 26-26-32 L að öxl, 30- 32-34 L í hálsmáli aftan, 26-26-32 L frá öxl í úrtökunni vinstra megin og 92-96- 101 L að neðstu brún. Prj fram og aftur. Hnappagöt skal gera í 4. umf í lista hægra megin svona: prj 46-52-54 L frá brún, fellið af 2 L, *prj 6-6-7 L, fellið af 2 L*, *endurtakið* 3 sinnum, 5 hnappa- göt. I næstu umf skal fitja upp 2 L í stað þeirra sem voru felldar niður. Prj pp samtals 8 umf, fellið af í 9. umf Varpið niður brúnir og festið tölur. Þvoið varlega og leggið til þerris. HUGUR OG HÖND 2004 41

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.