Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 7

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 7
Félagar sýndu ýmiss konar handíðir, hér er kniplað. arfélaginu ekki verið nema á milli 30 og 40. Hún segir ástæðuna þá að um há- sumarið sé fólk almennt farið út úr bæn- um en segist vona að á félaginu sannist að „mjór sé mikils vísir“ og að félagið eigi fyrir höndum langa ævi og mikið starf til blessunar landi og lýð. Nú rúmlega 90 árum síðar er næsta víst að flestir geta verið sammála um að svo hafi verið. Félagar í Heimilisiðnaðarfélagi Islands eru nú hátt á fimmta hundrað og starfsemi þess er með miklum blóma. Heimilisiðnaðarskólinn heldur fjölbreytt námskeið í ýmiss konar þjóðlegu hand- verki, þjónustudeild í húsi félagsins að Laufásvegi 2 selur sérvöru fyrir þjóðbún- ingasaum og ýmiss konar annað handverk og tímaritið Hugur og hönd kemur út ár- lega. Auk þessa hafa félagsmenn myndað alls kyns hópa um sérstök áhugamál sín, svo sem knipl, útsaum, tóvinnu, spuna, gerð faldbúningsins og fleira. Lengst af hafa stjórnvöld leitast við að styðja íslenskt handverk og heimilis- iðnað. I upphafi tóku opinberir embætt- ismenn beinlínis þátt í stofnun félagsins og síðar var sérstakur ráðunautur starf- andi sem haíði það hlutverk að efla ís- lenskt handverk og viðhalda því. Lengi gegndu skólar mikilvægu hlutverki í að viðhalda ýmsum þáttum þjóðlegs hand- verks, t.d. fjölmargir húsmæðraskólar landsins og Myndlista- og handíðaskól- inn. Nú hefur þetta breyst. Enginn aðili í íslensku stjórnkerfi hefur það sérstaka hlutverk að kanna gamlar aðferðir og þjálfa nýjar kynslóðir í þjóðlegum vinnubrögðum og handverki. Erlendis eru rannsóknir á og þjálfun í þjóðlegu handverki sjálfsagður þáttur í starfsemi t.d. listaháskóla og sumra safna en þannig er það ekki hér, a.m.k. ekki enn. Á meðan er starfsemi Heimilisiðnaðar- félags Islands ákaflega mikilvæg til að við glutrum ekki niður því sem við þó enn kunnum og komum einhverju af því áfram til næstu kynslóða. Á afmælishátíðinni á Árbæjarsafni gaf einmitt að líta góðan árangur af starfi Heimilisiðnaðarfélagsins á síðustu árum. Nokkrar konur vígðu þarna nýja, glæsi- lega faldbúninga sem þær höfðu verið að sauma. Sú vinna er afrakstur þróunar- vinnu sem hefur staðið frá árinu 1999. Verkið var styrkt af forsætisráðuneytinu sem vildi stuðla að því að sem flestar konur bæru þjóðbúning árið 2000. Árangur hefði þó aldrei náðst nema með miklum áhuga og ómældri sjálfboða- vinnu félaga sem árum saman hafa hist hálfsmánaðarlega og grúskað í gömlum búningum, myndum, sniðum, mynstr- um og aðferðum, spurt, pælt og velt vöngum. Síðan hefur verið baldýrað, kniplað, perlusaumað, blómstursaumað, prjónað og saumað undir styrkri hand- leiðslu kennara Heimilisiðnaðarskólans. Afraksturinn er sá að nú eru rúmlega 30 konur annaðhvort búnar eða komnar vel á veg með að koma sér upp faldbúning- um, ekki bara til þess að eiga inni í skáp heldur til að klæðast þeim þegar þess er kostur. Sú þróun getur haldið áfram því að nú er til þekking og reynsla í gerð slíkra búninga og fólk getur fengið kennslu og aðstoð í að útbúa þá. Ef frá Yngsta kynslóðin leikur sér. eru taldir nokkrir faldbúningar sem fé- lagskonur í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur saumuðu sér fyrir nokkrum áratugum þá hafa kannski ekki verið saumaðir sam- bærilegir búningar í næstum 200 ár. Freistandi er að halda því fram að þarna hafi Heimilisiðnaðarfélag Islands átt mjög stóran þátt í því að íslenski fald- búningurinn, skrautlegasd og uppruna- legasti búningur íslenskra kvenna, gleymist ekki heldur muni lifa með þjóð- inni um ókomna tíð. Sigrún Helgadóttir Heimildir: Inga Lára Lárusdóttir (1913). Heimilisiðnaðar- félag Islands. Kvennablaðið, bls. 51-52. Magnús Guðmundsson (1988). Ull verður gull. Ullariðnaður fslendinga á síðari hluta 19. aldar og á 20. öld. Hið íslenzka bókmennta- félag. Reykjavík. Faldbúningar sem gerðir voru íþróunarvinnu starfshópsins Faldafeykis og á námskeiði i Heimilisiðnaðarskólanum. HUGUR 0G HÖND 2004 7

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.