Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 25

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 25
Kvöldkápa. EfniS var ofið á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur. Kápan er hönnuð og saumuð af Sigríði Bjarnadóttur, kjólameistara í Reykjavík. Ljósmynd: Gunnar Þór Jóhannesson. ullarsýning, þar sem vinnsluferli ullar er sýnt, allt frá reyfi til unninna flíka. í skýringartextum geta safngestir lesið sér til um hvernig ullin var meðhöndluð á fyrri tíð. Utsaumssýningunni sem ber nafnið „Herbergið hennar“ er fyrst og fremst ætlað að skapa upplifun og andblæ liðins tíma í lífi konunnar. Þar gefur að líta sýnishorn af einkar fallegum undirfatn- aði frá fyrri tíð, sængurfatnaði með margskonar útsaumsgerðum, dúkum og fleiru sem bera vott um hve mikla alúð konan lagði í gerð viðkomandi muna. I safninu er sýning á nokkrum íslensk- um þjóðbúningum og má þar nefna skautbúninga, upphluti og peysuföt. Flestir þessara búninga voru saumaðir á árunum 1850 til 1920. Mismunandi munstur eru skatteruð á samfellu skautbúninganna, s.s. eikar- blaðamunstur og sóleyjarmunstur og á einum búningnum er svokallaður Alex- andersbekkur mótaður með flauelsborða. Halldórustofa er óbreytt frá stofnun safnsins. Þar er það innbú sem Halldóra Bjarnadóttir gaf safninu á sínum tíma. Má þar nefna skrifborðið og rúmið hennar, hægindastólinn sem Halldóra nefndi í daglegu tali „hásæti“, ritvélina, myndir af fjölskyldu og vinum og margt fleira. Það er algengt að safngestir verði mjög snortnir af þeirri upplifun sem þetta herbergi veitir. I fremra herbergi hefur nú verið komið fyrir munum þeim sem Bænda- samtök Islands afhentu safninu til varð- veislu og voru í eigu Halldóru. Þar með hafa munir hennar fengið aukið sýning- arrými og eru alveg aðskildir frá öðrum munum safnsins á jarðhæð gamla safn- hússins. A næstu árum er ætlunin að endur- skipuleggja enn betur gamla safnhúsið með tilliti til munasafns Halldóru, en þar á meðal eru bréf og einkagögn sem þörf er á að gera verðug skil. Aslaug Sverrisdóttir, sagnfræðingur og vefnaðar- kennari, hefur þegar nýtt sér þessi bréf og einkagögn ásamt bréfa- og einka- gögnum Halldóru á ýmsum öðrum söfn- um og stofnunum til meistaraprófs (2001). Halldóra var mjög afkastamikil í bréfa- skriftum og skrifaðist á við nokkur hundruð manns. Framtíðarinnar bíður það verðuga verkefni að rannsaka til hlít- ar bréf og einkagögn sem tengjast lífi og starfi Halldóru Bjarnadóttur. Ymis áhöld sem notuð voru við heim- ilisiðnað eru til sýnis í kjallara gamla safnhússins þar á meðal spunavél, vef- stóll og rokkar. Þá er vert að nefna þá stefnu safnsins að bjóða textíllistafólki aðstöðu til að halda einkasýningu á hverju ári. I íyrrasumar sýndi Hildur Hákonar- dóttir veflistaverk í safninu og Guðrún Gunnarsdóttir, myndlistamaður og textílhönnuður, hefur þegið boð safnsins að setja upp sýningu á verkum sínum í Heimilisiðnaðarsafninu vorið 2004. Kjóll Huldu Á. Stefánsdóttur er meira en aldar gamall. Þráðurinn í hann er heima- spunninn. Ljósm.: Gunnar Þór Jóhannesson. HUGUR 0G HÖND 2004 2 5

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.