Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 12

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 12
H Ö F Ð A L E T U R Höfðaletur er íslensk leturgerð sem hefur þróast hér á landi um aldir. Uppruni þess er rakinn til gotnesks miðaldaleturs. Það var oftast skorið í tré og skreytir margs konar muni frá liðnum tíma. Nú reynist það flestum torlesið og sést sjaldan. Höfðaletrið er breytilegt að gerð og er ekki staðlað, heldur ber það einkenni byggðarlaga, landshluta og sjálfra út- skurðarmeistaranna, s.s. Hjálmars í Bólu. Hér er birt stafróf í höfðaletri fróð- leiksfúsum til skoðunar. Þetta afbrigði letursins hefur Matthías Andrésson þróað á útskurðarferli sínum og skreytir með því muni sína. I grundvallaratriðum byggist það á sunnlenskri hefð en útfærsla og skreyti eru hans. I janúar árið 2002 var Matthías sæmdur riddarakross- inum fyrir framlag sitt til íslensks hand- verks. Matthías Andrésson ólst upp í Lár. Skorið út efiirfyrirmynd á danska þjóSminjasafiiinu áriS 1986. UnniS úr beyki. StœrS: hœS 32, breidd 38x29 cm. Ljósmynd: Binni. 12 HUGUR 0G HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.