Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 24

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 24
Heimilisiðnaðarsafnið Nýtt safn á gömlum grunni Heimilisiðnaðarsafhið. Gamla og nýja byggingin tengjast i eina heild. Ljósmynd: Elvar Ingi Jóhan nesson. Innan Sambands austurhúnvetnskra kvenna starfaði um árabil nefnd um safnamál sem hafði það að mark- miði að koma upp safni sem tengdist heimilisiðnaði. (sját.d. Elín S. Sig- urðardóttir 2000; 2002). Þessi nefnd starfaði ötullega að söfnun muna og má segja að þar hafi grunnur verið lagður að núverandi safni sem var formlega opnað á 100 ára afmæli Blönduóssbæjar árið 1976. Greinarhöfundur og Guðrún Jónsdóttir arkitekt við vígslu nýbyggingarinnar. Ljósm.: Jón Sigurðsson. Þessar nefndarkonur og margar fleiri eiga heiður skilinn. Sumar hverjar eru horfnar okkur, en nokkrar frumherjanna aðstoða ennþá í safninu við safnfræðslu skólabarna. Mikilvægur þáttur í myndun safnsins er Halldórustofa sem er sjálfstæð sýning- ardeild, helguð starfi og minningu Hall- dóru Bjarnadóttur (1873-1981). Hún var þekktust fyrir brautryðjendastörf er varða mennt og menningu kvenna og eflingu heimilisiðnaðar á síðustu öld. Hún var heimilisráðunautur Búnaðar- félags íslands, gaf út ársritið Hlín um 44 ára skeið og stofnaði og rakTóvinnuskól- ann á Svalbarði í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún arfleiddi safnið að eigum sínum, sem var komið fyrir í innra herbergi safnhússins og nefnt Halldórustofa. Árið 1993 var Heimilisiðnaðarsafnið gert að sjálfseignarstofnun og gerð stofn- skrá og sett reglugerð fyrir það. Það nýt- ur nú rekstrarstyrkja frá Héraðsnefnd Austur- Húnavatnssýslu og Safnasjóði. Nýtt hús Eftir að sjálfseignarstofnun um safnið var mynduð, fékkst afsal fyrir gamla safn- húsinu ásamt 1400 m2 lóð. Þá var farið að huga alvarlega að stækkun á húsnæði safnsins. Kannaðir voru ýmsir möguleik- ar og leitaði stjórnin álits fagaðila á sviði textíla og sérfræðinga í safnastarfsemi. Að vel athuguðu máli var ákveðið að byggja nýtt hús sem tengdist gamla safn- húsinu, fremur en að breyta öðru hús- næði og aðlaga að faglegum kröfum. Leitað var til teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur um að leysa það ögrandi verkefni að hanna hús þar sem vel færi um þessa merku menningararfleifð og auðvelt væri að koma upp breytilegum sýningum á safnmunum. Hún átti einnig að finna leiðir til að tengja nýja húsið við hið gamla án þess að raska því of mikið. Framkvæmdir hófust í október árið 2001 og var nýja húsið vígt fullbúið að utan sem innan þann 29. maí 2003. Sýningar Stjórn safnsins mótaði stefnu um að þema þeirra sýninga sem upp yrðu settar skyldi vera þráður: Þráðurinn sem grunnur handíða og tenging sögunnar, þ.e. fortíðar við samtímann. Lögð skyldi áhersla á að sýningarnar kölluðu fram tíð- aranda, hughrif og stemmningu, fremur en að sýna marga líka muni í senn. Þær sýningar sem nú eru uppi eru 24 HOGUROG HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.