Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 34

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 34
Hugleiðingar um alþýðulist- innblástur og reynsla Viðtal við Níels Hafstein, forstöðumann Safnasafnsins - Alþýðulistarsafns Islands, en þau Magnhildur Sigurðardóttir stofn- uðu það 17. febrúar 1995. Safnasafnið stendur við hringveginn, 12 km norðan Akureyrar, við afleggjarann niður á Svalbarðseyri. Hvað er alþýðulist? Orðið alþýðulist er augljóslega búið til í varnarskyni, til að vernda eitthvað sem var talið betra en annað. Tökum dæmi úr bókmenntum. Þar voru menn annars vegar nefndir skáld, og hins vegar hag- yrðingar, en síðan kallaðir alþýðuskáld í bókmenntasögu Sigurðar Nordals og víðar. Glöggt dæmi um þennan ójöfnuð er staða samtímamannanna Bjarna Thorarensen og Hjálmars Jónssonar frá Bólu, annar var amtmaður en hinn kot- karl og þó eru viðfangsefni þeirra svipaðs eðlis og snerta kjarna sálarinnar. Það sem skilur á milli er einfalt: Bjarni sá hlutina úr fjarlægð valdakerfisins en Hjálmar úr nálægð vistarbandsins. Þar var tekist á um hagsmuni? Já, aðgreiningin er tæki til að viðhalda ástandi eða ákveðinni fjarlægð milli manna. Áður fyrr gat slík aðgreining ver- ið reist á sæmdargildum, lærdómi og áliti, stöðu innan samfélags, fjármálum og ættartengslum, rökstudd í ljóma fortíðarinnar, höfðingjaveldinu og Is- lendingasögunum. Þá voru náttúrulega miklu skarpari skil á milli stétta, einkum húsbænda og hjúa. Er hið sama upp á teningnum núna? Röksemdirnar eru aðrar og settar fram af veikari mætti, vegna þess að grund- völlurinn er brostinn. Menn hafa ekki jafnglögg viðmið og áður og leita því efdr vísbendingum á röngum stöðum. Sumir segja að alþýðulist standi undan- tekningarlaust utan við stefnur og stíla, að alþýðulistarfólk sé skrýtið og sér- kennilegt og falli ekki inn í rammann, að verk þess séu ófrumleg og illa gerð. En þessir menn átta sig ekki á því að straumar eru undirliggjandi og sækja sér lífsmagn í ólíklegustu pláss. Á fyrstu áratugum liðinnar aldar hrifust margir listamenn í Evrópu svo af táknmyndum Afríkubúa, list þeirra og handverki, að þeir tóku traustataki allt sem þeir gátu, stældu það og skrumskældu, en áttuðu sig fæstir á því sem lá að baki, alda- gömlum gildum samfélags, innviðum þess og þróun, trúarhefðum, siðum, inn- sæi og tilfinningum. En til að svara fyrstu spurningunni, hvað sé alþýðulist, þá get ég sagt þér, að hún er sköpuð af nauðsyn, lýsir ákveðnum stað eða hug- hrifum og er viðbragð við reynslu. Myndlist almennt skipti ég í 16 flokka, Hringferil myndlistar, og er alþýðulistin í þeim sem ég nefni: Speki, Sýnir, Við- bragð, Frásögn, Ihald, Sakleysi, Skreyti, Þjóðrækni, Listlíki og Föndur og hefur hver gerð ákveðið inntak og yfirbragð sem kallast á við alþjóðlegar skilgreining- ar, svo stutt sem þær ná. Geturðu sagt nánar frá þessum hring- ferli? Já, ég skal fara fljótt yfir sögu, og í sömu röð og áðan: SPEKI kalla ég gervi- vísindi með sýndarrökum, hjáfræði og sérvisku; SYNIR koma fram vegna neyslu vímuefna eða bágrar geðheilsu; VTÐBRAGÐ er andsvar við áreiti, ein- elti og höfnun, ofbeldi, einangrun og fangelsun, fíkn, uppsögn, meiðslum og veikindum, missi og sorg; FRASOGN er innihald mynda sem varðveita andblæ hins liðna, verklag, örnefni, sagnir, ævintýri, leiki og ferðalög; IHALD kall- ast þær myndir sem styðjast við úrelt skipulag og tákngildi í kyrrstæðum sam- félögum, lokuðum klúbbum og hefðar- kerfi; SAKLEYSI er aðalsmerki bernskr- ar myndgerðar sem er sjálfsprottin og hispurslaus, ætíð án beinnar frásagnar; SKREYTI er hylling til gleðinnar, með fjörmiklum formum og tákngervingum, sveigð, hraðvirk og sláandi; ÞJÓÐ- RÆKNI er rómantísk sýn á land og fólk með nálgun sem getur leitt til væminnar verndartilfinningar; LISTLIKI er gliðn- un formsins, aragrúi smáatriða og of- hlæði, jafnvel úrkynjun þegar handverk- ið ber innihaidið ofurliði; og FÖNDUR 34 HUGUR OG HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.