Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 42

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 42
Fjölbreytt starfsemi íAðalstræti 12 HANDVERK OG HÖNNUN 1994-2004 Verkefnið Handverk og hönnun er 10 ára um þessar mundir. A þessum 10 árum hefur margt breyst. Handverk-reynslu- verkefni varð til í upphafi árs 1994 er forsætisráðuneytið ákvað að leggja fram 20 milljónir til eflingar handverki og listiðnaði. Skipuð var þriggja manna stjórn og ákveðið var að verkefnið væri tilraun til þriggja ára. Þegar forsætis- ráðherra afhenti stjórnarmönnum skip- unarbréf þeirra kvaðst hann líta svo á að fjárveitingin væri viðurkenning og umbun til grasrótarinnar. Fyrstu árin var skrifstofa verkefnisins í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins við Laufásveg 2. I ársbyrjun 1997 flutti skrifstofan að Amtmannsstíg 2 og fékk verkefnið þá rekstrarfjármagn til næstu Frostrós úr postulíni eftir Laufeyju Jensdóttur. tveggja ára. A Amtmannsstígnum var betra rými og möguleiki á sýningarhaldi í litlum sýningarsal. Þegar leið að lokum þessa starfstíma- bils, þ.e. seinni hluta árs 1998, skipaði forsætisráðherra affur nefnd sem skoða átti árangurinn af starfinu. Formaður nefndarinnar var Sigurður Guðmunds- son. Þessi nefnd komst að þeirri niður- stöðu að sjálfsagt væri að halda starf- seminni áfram og að hún ætti að þróast í samræmi við kröfur tímans. Þá bættust tveir nýir bakhjarlar til viðbótar við for- sætisráðuneytið, þ.e. félagsmálaráðuneyti og Framleiðnisjóður landbúnaðarins. Verkefnið fékk vilyrði íyrir rekstri til ársloka 2002. I ársbyrjun 2002 bað forsætisráðu- neytið stjórn Handverks og hönnunar að meta starfið undanfarin ár og gera tillög- ur um framhald. Stjórnin lagði fram skýrslu um starfsemina og lagði til að haldið yrði áfram til ársloka 2006 og að þá yrði verkefnið endurmetið á ný. Ríkisstjórnin ákvað að fara að tillögum stjórnarinnar og við bættist nýr bakhjarl, þ.e. iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Frá miðju ári 2000 hefur verkefnið verið til húsa í Aðalstræti 12. Þar er rekin skrifstofa og sýningarsalur. Aðstaða til sýninga í Aðalstræti 12 er frábær og hefur þetta húsnæði gjörbreytt aðstöð- unni. Heimasíða Heimasíða Handverks og hönnunar var opnuð formlega síðla árs 2000. Síðan hefur hún verið mikið endurbætt. Á heimasíðunni er gagnagrunnur, þar sem hægt er að skoða verk og feril fjölda handverks- og listiðnaðarmanna. Allir sem valdir hafa verið inn á sýningar hjá Handverki og hönnun öðlast rétt til að vera skráðir í gagnagrunninn. Oðrum er gefinn kostur á að sækja sérstaklega um að vera skráðir þar. I gagnagrunninum er Demantur, ragu-brennt leirbox efiir Höllu Asgeirsdóttur. fólk bæði flokkað eftir viðfangsefnum/- hráefnum og í stafrófsröð. Birtar eru 2-4 myndir af verkum og ítarlegar upplýs- ingar um viðkomandi einstakling. Svipmyndir af öllum sýningum Hand- verks og hönnunar birtast á heimasíðunni þegar þeim lýkur. Þannig lifa sýning- arnar áfram eftir að þeim lýkur formlega. Á heimasíðunni eru einnig tenglar við heimasíður sem við teljum áhugaverðar fyrir handverks- og listiðnaðarfólk. Einnig eru fjölmargar tengingar við skóla, bæði innanlands og utan. Dagatal er nýr liður á heimasíðunni. Þar eru birtar upplýsingar um áhugaverð námskeið, sýningar og fjölmargt annað sem við teljum að okkar umbjóðendur hafi áhuga á. Heimasíðan er að mestu leyti aðgengileg á ensku. Slóðin er: www.handverkoghonnun.is Bókasafn Lítið fagbókasafn er í eigu Handverks og hönnunar. Bækurnar eru mjög fjöl- breyttar og titlarnir eru um tvö hundruð. Listi yfir allar bækurnar er nú aðgengi- legur á heimasíðunni. Þar er hægt að 42 HUGUR0G HÖND 2004

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.