Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 27

Hugur og hönd - 01.06.2004, Blaðsíða 27
Alexandersbekkur. Skrautbekkur á samfellu frá skautbúningi. Ljósmynd: Gunnar Þór Jóhannesson. saumaði. Á bakinu er ísaumað munstur sem tekið var upp úr munsturbók eftir Halldóru Bjarnadóttur. Ymsar fleiri gjafir hafa borist til safns- ins á síðastliðnu ári sem of langt mál er upp að telja og er því látið staðar numið. Ný sýn Með nýju húsnæði skapast tækifæri til að opna safnið meira, taka á móti hópum og veita námsfólki á sviði lista og vísinda starfsaðstöðu og aðgang að munum safnsins. Hingað til hafa helstu markhóparnir verið hinn almenni ferðamaður og skóla- börn. Það hefur verið venja til margra ára að bjóða öllum tíu ára skólabörnum héraðsins í safnið á hverju ári. Sýnd hafa verið gömul vinnubrögð í meðferð ullar og börnin hafa síðan fengið að spreyta sig á að kemba ull og sjá spunnið á rokk og halasnældu. Það hefur færst í vöxt að börn úr næstu héruðum komi líka. Með stærra húsnæði er ekkert því til fýrirstöðu að stækka þennan markhóp, allt frá grunnskólabörnum til nemenda sem eru í listnámi, ekki aðeins héðan frá Islandi heldur víðs vegar að úr heimin- um. Söfn eru fróðleiksnáma sem okkur er skylt að koma á framfæri við nýjar kyn- slóðir. Þannig brúum við að hluta kyn- slóðabilið og ræktum vitundina um eigin þjóðarímynd. Munir safnsins eru og geta verið frjó uppspretta hugmynda við hönnun og framleiðslu á textílvörum. Þegar hefur Hrönn Vilhelmsdóttir textílhönnuður, sem opnaði vinnustofu í gamla Kvenna- skólahúsinu síðastliðið sumar, sótt hug- myndir að nýjum mynstrum í safnið. Þetta sýnir hvað safn sem þetta getur opnað hugann til listrænnar sköpunar á allt öðru sviði og í allt öðrum tilgangi en munirnir sjálfir voru notaðir til. Mikilvægt er að hægt sé að stunda rannsóknir í söfnum og að vinna þar að ákveðnum verkefnum. Við horfum til þess að Heimilisiðnaðarsafnið verði vett- vangur rannsókna á ýmsum sviðum þjóðlífsins og uppspretta hugmynda í sköpun, iðnhönnun og handverksvinnu. Þar skiptir miklu máli samstarf við önn- ur söfn, skóla, stofnanir og einstaklinga. Lokaorð Nú hin síðari ár höfum við uppgötvað í æ ríkari mæli hve margt við Islendingar höfum upp á að bjóða sem hægt er að tengja við menningartengda ferðaþjón- ustu. Eitt af því eru söfnin á Islandi, þau eru margvísleg og gefa gestum oft nýja sýn á lífið og tilveruna. Stundum er það svo að okkur finnst að söfn séu fyrst og fremst fyrir útlendinga og álítum okkur sjálf svo vel að okkur um eigin menningu að óþarft sé að skoða þau. Staðreyndin er hins vegar sú að breyt- ingarnar eru svo hraðar í nútímasam- félagi að við höfum vart undan að með- taka það nýja og neyslan er svo mikil og hröð að margt fer forgörðum. Það er gjarnan þannig að safngestir okkar virðast ekki aðeins njóta þess að sjá gamla muni, heldur ekki síður muni frá eigin uppvexti. En spurningin er, hvenær Eikarblaðamunstur. Skatteraður útsaumur á samfellu frá skautbúningi. Ljósmynd: Gunnar Þór Jóhannesson. HUGUR OG HÖND 2004 27

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.