Fréttablaðið - 21.03.2020, Síða 4
ATVINNUMÁL Vinnumálastofnun
býst við skarpri aukningu atvinnu-
leysis næstu mánuði, og tölur gætu
líkst því sem gerðist eftir banka-
hrunið en þá fór atvinnuleysi upp
í um níu prósent. Árið 2009 voru
að jafnaði um 15 þúsund manns á
atvinnuleysisskrá. Mikil eftirspurn
hefur verið eftir að fá að minnka
starfshlutfall og gæti sú aðgerð
dregið úr högginu.
Nákvæmar atvinnuleysistölur
fyrir marsmánuð liggja ekki fyrir
en samkvæmt Karli Sigurðssyni,
sérfræðingi hjá Vinnumálastofnun,
hefur verið töluvert um uppsagnir
og uppsagnaráform. Þá megi búast
við einhverjum hópuppsögnum er
nær líður mánaðamótum. Einnig
þarf að taka uppsagnarfrest fólks
inn í jöfnuna, en hann er mislangur
hjá fólki.
„Atvinnuleysi mun rjúka upp í
aprílmánuði. Í fyrra, þegar WOW
Air fór á hausinn, fór það upp um 0,4
prósent og við gætum séð svipaðar
tölur núna,“ segir Karl. En í venju-
legu árferði minnkar atvinnuleysi
milli mars og apríl.
Í bankahruninu varð algjört frost
í byggingageiranum en nú eru upp-
sagnir mest áberandi í ferðaþjónust-
unni, þjónustustarfsemi og verslun.
„Þetta er að snerta ansi marga geira
samfélagsins,“ segir Karl.
Fyrir aðeins tæpum mánuði var
gert ráð fyrir að heildaratvinnuleysi
ársins yrði 4,5 prósent, sem hefði
verið það hæsta síðan árið 2011. Nú
eru hins vegar þau spálíkön fokin
út í veður og vind, vegna áhrifa
COVID-19. „Fyrir viku reiknuðum
með 5,1 prósenti en mér sýnist að
þetta gæti orðið allmikið meira en
það,“ segir Karl. „Við gætum verið
að sjá tölur svipaðar og eftir banka-
hrunið, þegar hlutfallið fór upp um
1-1,5 prósentustig í hverjum mánuði
nokkra mánuði í röð.“
Karl segir að þennan snarpa skell
mætti milda með frumvarpi félags-
málaráðherra um skert starfshlut-
fall. Nú þegar hefur komið inn
mikið af fyrirspurnum til Vinnu-
málastofnunar en frumvarpið
er á lokametrunum í meðförum
þingsins. „Fólk er að sjá fyrir sér
að missa ekki alveg vinnuna og
að ferðaþjónustan glæðist aftur í
sumar. Í hruninu lagðist hins vegar
byggingariðnaðurinn eins og hann
lagði sig á hliðina.“
Aðspurður um ráðningar segir
Karl að algert frost sé í þeim enda
eins og er „okkar hugmyndir um
aukinn kraft í starfsþjálfun og
ráðningarstyrk falla svolítið um
sjálfar sig“. Þó séu atvinnugreinar
þar sem ástandið hafi ekki jafn-
mikil áhrif. Í ljósi þess höggs sem
atvinnulífið í heild sé að verða fyrir
megi þó gera ráð fyrir undirliggj-
andi atvinnuleysi fram á haustið
og næsta vetur. Er þá horft til þess
að setja í gang stærri námsúrræði,
en í mars getur fólk ekki komist inn
í háskólana eins og oft vill verða í
atvinnuhallæri.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Þetta er að snerta
ansi marga geira
samfélagsins.
Karl Sigurðsson
sérfræðingur
hjá Vinnumála-
stofnun
jeep.is
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
JEEP® RENEGADE LIMITED
2.0 DÍSEL, 140 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING, ALVÖRU
FJÓRHJÓLADRIF MEÐ 5 DRIFSTILLINGUM, HÁTT OG LÁGT DRIF,
HLAÐINN AUKABÚNAÐI.
JEEP® CHEROKEE LONGITUDE LUXURY
2.2 LÍTRA DÍSEL, 195 HÖ., 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING, ALVÖRU
FJÓRHJÓLADRIF MEÐ 4 DRIFSTILLINGUM, HLAÐINN AUKABÚNAÐI.
ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
eigu
m ti
l or
faa
bila
a g
aml
a
gen
ginu
TÖLUR VIKUNNAR 15.03.2020 TIL 21.03.2020
409
voru smitaðir af COVID-19
á Íslandi við vikulok.
4.166
Íslendingar eru í sóttkví.
180
sjálfboðaliðar eru nú í vina-
verkefnum Rauða krossins.
350
metra löng eyja fannst við
Suðurskautslandið.
11,7
milljónir voru greiddar af
bílaleigu vegna stöðumæla-
sekta á síðasta ári.
Víðir Reynisson
yfirlögregluþjónn hjá
Ríkislögreglustjóra
sagði fram-
kvæmd
sóttkvíar
almennt hafa
gengið vel, þótt
aðstæður geti í
sumum tilvikum
verið snúnar. Lang-
flestir fylgi reglum sóttvarnayfir-
valda þótt sóttkví valdi miklu
raski í daglegu lífi. Víðir f lutti
sjálfur á hótel eftir að eiginkona
hans og dóttir urðu útsettar fyrir
smiti á COVID-19.
Selma Björnsdóttir
söngkona
tók, ásamt
fleirum, upp á
að skemmta
eldri borgurum
á Hrafnistu
Ísafold með úti-
tónleikum. Selma
opnaði Facebook
hóp sem vatt upp á sig og héldu
um tuttugu manns til dvalar-
heimilisins. Íbúar fylgdust með
frá svölum sínum, en þar ríkir nú
heimsóknarbann vegna COVID-
19. Á sama tíma var einnig sungið
fyrir utan dvalarheimilið Hlíð á
Akureyri.
Lóan
farfugl og vor-
boði
er komin
til landsins
en starfsmaður
á vegum Fugla-
athugunarstöðv-
ar Suðausturlands sá
til hennar í vikunni. Það má ætla
að landsmenn taki fagnandi á
móti lóunni eftir langan, kaldan
og erfiðan vetur með tilheyrandi
náttúruhamförum og faraldri.
Þrjú í fréttum
Sóttkví,
tónleikar og
vorboðinn
Atvinnuleysi rjúki upp í apríl
Vinnumálastofnun býst við skarpri aukningu atvinnuleysis í apríl og næstu mánuði. Tölurnar gætu
orðið svipaðar og á árunum eftir bankahrun og undirliggjandi atvinnuleysi varað fram á haust og vetur.
Frost ríkir í ráðningum vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19 og aðgerðir taka mið af því. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð