Fréttablaðið - 21.03.2020, Side 10

Fréttablaðið - 21.03.2020, Side 10
Á tímum sem þessum þurfum við sem manneskjur að standa saman. Tilraunir hafa verið gerðar til að bjarga svarta nashyrningnum og virðast þær vera að bera árangur. Ársfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem halda átti þriðjudaginn 24. mars, er frestað um óákveðinn tíma. Þetta er gert í ljósi gildandi samkomubanns stjórnvalda vegna COVID-19. Nánari upplýsingar á vef sjóðsins live.is Ársfundi frestað Lífeyrissjóður verzlunarmanna — live.is Öryggisíbúðir Eirar til langtíma leigu Grafarvogi Reykjavík Eir öryggisíbúðir ehf. Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.  522 5700 milli 8:00 og 16:00 virka daga. Nánari upplýsingar í síma 522 5700 virka daga milli kl. 8 og 16 eða sendið fyrirspurn á netfangið sveinn@eir.is Nokkrar tveggja og þriggja herbergja vandaðar öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi, Reykjavík. Eirborgir, Fróðengi 1—11, 112 Reykjavík. Eirarhús, Hlíðarhúsum 3—5, 112 Reykjavík. • Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn geti búið lengur heima. • Öryggisvöktun allan sólarhringinn. • Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð. • Góðar gönguleiðir í nágrenninu. AFRÍKA Svörtum nashyrningum í Afríku hefur fjölgað um tæplega átta hundruð á undanförnum árum, en tegundin er í bráðri útrýmingar- hættu, einna helst vegna veiðiþjófa. Á árunum 2012 til 2018 stækkaði stofninn um 785 dýr. Tilraunir hafa verið gerðar til að bjarga svarta nas- hyrningnum og virðast þær vera að bera árangur. Meðal aðgerða til að fjölga dýrum af þessari tegund er tilfærsla ein- stakra dýra á ný svæði og svæði þar sem tegundin hélt sig áður, en hefur dáið út. Þá hefur vöktun gegn veiði- þjófum í þjóðgörðum einnig verið aukin. – atv Svörtum nashyrningum fjölgar með aðgerðum Með markvissum aðgerðum fjölgar nú svörtum nashyrningum MYND/GETTY TÖLVULEIKIR Stjórnendur banda- rísku tölvuleikjaverslunarinnar GameStop hafa ákveðið að þjónusta fyrirtækisins f lokkist sem nauð- synleg þjónusta. Verslunum þeirra muni því ekki verða lokað vegna COVID-19 faraldursins. Stjórnvöld í mörgum ríkjum Bandaríkjanna hafa hvatt fyrirtæki til að loka fyrir, eða takmarka, alla þjónustu sem ekki er talin nauð- synleg á meðan faraldurinn stendur yfir. Dæmi um nauðsynlega þjón- ustu séu meðal annars matvöru- og lyfjaverslanir. „Vegna þess að þær vörur sem við bjóðum upp á auka ánægju viðskiptavina okkar sem þurfa að vinna heima, teljum við að Game- Stop f lokkist sem nauðsynleg þjónusta og verði því áfram opin á þessum tíma,“ segir í tilkynningu sem fyrirtækið sendi starfsmönn- um sínum. Þá kemur einnig fram hjá fyrir- tækinu að  þrátt fyrir f lokkunina hafi yfirvöld reynt að loka nokkrum af verslunum þeirra. GameStop hefur átt undir högg að sækja og hefur gengi hlutabréfa þess fallið að undanförnu. Illa hefur gengið að fá fjárfesta að fyrirtækinu en neytendur kaupa í vaxandi mæli tölvuleiki á stafrænu formi. – atv Segja að sala tölvuleikja sé nauðsynleg þjónusta Stjórnendur GameStop segja að vörur sem auka ánægju þeirra sem þurfa að vinna heima hjá sér geri þjónustu þeirra nauðsynlega. MYND/GETTY BANDARÍKIN Fyrirtæki þau sem standa að bandarískri fjölbragða- glímu hafa haldið áfram vikulegri dagskrá þrátt fyrir COVID-19 far- aldurinn. Til þess að draga úr smithættu eru salirnir sem viðburðirnir eru haldnir í áhorfendalausir, en þeim verður áfram sjónvarpað í línulegri dagskrá. „Á tímum sem þessum þurfum við sem manneskjur að standa saman, og fyrir sum okkar þýðir það að standa í f jarlægð,“ sagði Cody R hodes, glímukappi og varaformaður All Elite Wrest- ling (AEW), í ræðu sem hann hélt í upphafi nýjasta þáttar af AEW Dynamite. Áhorfstölur þáttarins hækkuðu um 22 prósent frá vik- unni áður. World Wrestling Entertain- ment (WWE) hefur einnig haldið áfram línulegri dagskrá. Áhorfs- tölur þeirra lækkuðu þó eftir var- úðarráðstafanirnar, þrátt fyrir endurkomu goðsagnarinnar Steve Austin í síðasta þætti WWE. – atv Glíma fyrir tómu húsi 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.