Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 5
Aðkallandi efnahagstillögur 1. Þau fyrirtæki sem verða fyrir verulegum áhrifum af ástandinu eigi kost á lánveitingum frá ríkinu á lágum vöxtum í hlutfalli við veltu síðasta árs. Með því fá fyrirtækin stuðning í samræmi við tekjur og þá skatta sem þau hafa greitt. Þannig eru aðgerðirnar almennar og stuðningur nýtist þeim best sem hafa verið að byggja sig upp og greiða til samfélagsins. 2. Tryggingagjald verði fellt niður til áramóta. 3. Ríkið veiti beinan fjárhagslegan stuðning við fyrirtæki, í hlutfalli við þann fjölda starfsmanna sem halda vinnu. Tekið verði tillit til tekna þannig að fólki með meðallaun og hærri verði ekki sagt upp í meira mæli en öðrum. 4. Einyrkjar eigi rétt á greiðslum úr ríkissjóði til samræmis við stuðning við starfsfólk fyrirtækja. 5. Sérstaklega verði stutt við íslenska matvælaframleiðslu með greiðslum til bænda og starfsumhverfi greinarinnar endurskoðað, nú þegar ríkjum leyfist að gera ráðstafanir til að verja eigin framleiðslu. 6. Bankar undir forystu ríkisbankanna veiti fyrirtækjum og heimilum greiðsluskjól í að minnsta kosti 3 mánuði og það verði endurmetið ásamt vaxtastigi með tilliti til stöðunnar að tveimur mánuðum liðnum. Stjórnvöld setji reglur til að tryggja að greiðsluskjól nái einnig til leigjenda 7. Reglur um endurfjármögnun húsnæðislána verði einfaldaðar, m.a. varðandi greiðslumat, heimildir til að flytja lán og lánsform til að gefa fólki kost á að nýta sér lækkandi vexti og draga úr greiðslubyrði. 8. Ríkið geri ráðstafanir til að geta tekið vísitölu neysluverðs úr sambandi reynist það nauðsynlegt vegna verðbólguskots. 9. Ljóst er að ríkið mun þurfa að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir til að bregðast við ástandinu á næstu misserum m.a. með flýtingu samgönguverkefna, byggingu hjúkrunarheimila og uppbyggingu annarra innviða. Við höfum þegar lagt fram tillögur um það og munum kynna nýjar tillögur um næstu skref í þeim efnum. Úrræði og spurningar vegna viðbragða við heimsfaraldrinum 1. Hefur komið til skoðunar að líta í auknum mæli til þeirra aðferða sem best hafa gefist í þeim Asíulöndum sem náð hafa mestum árangri við að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar? 2. Frá því um síðast liðna helgi hefur verið talið að um 1% landsmanna kunni að vera smitaðir af veirunni. Sé sú raunin er ljóst að nánast er öruggt að einhver sé smitaður í öllum stærri skólum og öðrum stórum vinnustöðum. Gera stjórnvöld ráð fyrir því að skólum verði lokað eins og í nágrannalöndunum? Hafa verið gerðar ráðstafanir til að gera fólki kleift að vera heima til að gæta barna sinna og til að gæta barna heilbrigðisstarfsfólks? 3. Hefur verið gerð áætlun til að mæta stórauknu álagi á heilbrigðiskerfið hvað varðar mönnun og aðstöðu ef álagið eykst eins mikið og það hefur gert í Evrópulöndum þar sem smit eru orðin útbreiddari en á Íslandi? 4. Kemur til greina að nýta hótel sem neyðarsjúkrahús á meðan faraldurinn gengur yfir og hafa verið gerðar og hafa slíkar neyðaraðgerðir verið undirbúnar? 5. Hefur komið til skoðunar að bjóða framhalds- og háskólanemum að taka þátt í samfélagsverkefnum til að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu auk aðstoðar við eldri borgara. Mætti meta slíka vinnu til náms og eininga til að viðhalda námslánum og tekjum sem margir nemar sjá fram á að missa eins og staðan er núna? 6. Hafa verið gerðar aðrar ráðstafanir en að ráðast í útboð til að kaupa fleiri öndunarvélar en það útboð sem nefnt hefur verið? Bresk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni borga uppsett verð fyrir öndunarvélar, ekkert verð sé of hátt. Þau hafa jafnframt hvatt fyrirtæki með tækniþekkingu (m.a. JCB, Rolls Royce og Dyson) til að framleiða öndunarvélar. Tillögur og spurningar Miðflokksins vegna núverandi stöðu heilbrigðis- og efnahagsmála Í neyðarástandi er mikilvægt að stjórnvöldum sé veitt svigrúm til að bregðast við án þess að þurfa að verjast óhóflegri gagnrýni. Við slíkar aðstæður er þó ekki síður mikilvægt að hægt sé að koma á framfæri ábendingum og spyrja spurninga. Miðflokkurinn telur að vandinn sem þjóðir heims standa nú frammi fyrir og sú þróun sem virðist vera fram undan kalli á umfangsmeiri aðgerðir ríkisins en nokkur dæmi eru um í seinni tíma sögu. Því fyrr sem gripið er til aðgerða þeim mun meiri áhrif hafa þær. Það á bæði við um heilbrigðismálin og efnahagsmálin. Við kynnum því tillögur Miðflokksins að viðbrögðum sem við teljum aðkallandi og spyrjum spurninga um álitamál sem mikilvægt er að taka afstöðu til nú þegar. Við munum styðja stjórnvöld í öllum þeim aðgerðum sem eru til þess fallnar að ná stjórn á ástandinu sem nú ríkir og bregðast við með það að markmiði að verja íslenskt samfélag, fyrirtæki og heimili. Þingflokkur Miðflokksins miðflokkurinn_staða_heilbrigðis_5x38_NR_20200320_END.indd 1 20.3.2020 15:30:59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.