Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 54
á Akureyri komst Sigrún inn í mastersnám í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands. „Þá f lutti ég með börnin í bæinn og við fengum inni á Stúdentagörðunum. Þarna var Perla flutt út og Sóley leigði herbergi á Sel- fossi þar sem hún var í framhalds- skóla.“ Sigrún kom sér því fyrir á Stúdentagörðunum með átta börn. „Ég held ég hafi fengið stærstu íbúð- ina sem var í boði og mér þykir enn svo vænt um hana. Íbúðin var björt og há til lofts og einhvern veginn náðum við að koma okkur vel fyrir en ég svaf á svefnsófa í stofunni með yngstu börnin, Myrru og Bæron.“ Skilnaður í miðju mastersnámi Sigrún og börnin bjuggu á Stúdenta- görðunum í eitt og hálft ár, eldri börnin fóru í Melaskóla og þau tvö yngstu á leikskóla Félagsstofnunar stúdenta. „Þau eru einu börnin mín sem hafa farið á leikskóla. Ég man þegar ég skildi þau eftir í fyrsta sinn og þau fóru að gráta að ég hugsaði með mér hvað ég væri að gera þeim,“ segir Sigrún og hlær að upprifjuninni. „Þetta var auð- vitað mikið álag en ég held ég hafi hreinlega ekki haft tíma til að mikla þetta fyrir mér. Ég ætlaði, og þess vegna gekk þetta. Það kom aldrei til greina annað en að þetta myndi ganga upp.“ Sigrún nefnir þó að eðli málsins samkvæmt hafi hún ekki gert mikið annað en að sinna námi og börnum, háskólafélagslífið hafi setið á hakanum. „Minn djammtími fór í heimilið og börnin.“ Á meðan Sigrún dvaldi í Reykja- vík ákváðu hún og maður hennar að binda enda á sambandið svo hún sneri ekki aftur í sveitina heldur fór að leita að nýju framtíðarheimili fyrir sig og börnin. „Ég vildi eitthvað annað. Ég vildi skilnað. Ég hafði komið mér upp heimili í bænum þegar ég ákvað að skilja og fór ein- faldlega ekki til baka, það varð allt eftir og þegar börnin fara í sveitina þá er allt þeirra þar enn þá.“ Sig- rún fór að huga að næstu skrefum og skoða fasteignir sem kæmu til greina. Tvær dætur hennar og önnur stjúpdætra búa á Selfossi og fljótlega fóru fasteignir á því svæði að verða álitlegri. „Ég sendi svo ein- hver þrjú hús á Selfossi á dóttur mína og tengdason sem voru fljót að koma á skoðun með fasteignasala. Sjálf held ég að ég hafi ekki verið fær um að gera neitt af viti á þessum tíma.“ Sigrún skoðaði húsin þrjú en heillaðist mest af gistiheimili með aukaíbúð. „Þetta gerðist í raun allt ótrúlega hratt og ég var allt í einu búin að kaupa gistiheimili með níu svefnherbergjum á Selfossi. Lífið á gistiheimilinu Fjölskyldan f lutti inn þann 22. desember 2018, rétt fyrir jól. „Þegar við f luttum inn var í raun eins og við værum að stimpla okkur inn á hótel því fyrri eigendur höfðu skilið allt eftir sem notað var í reksturinn og því voru rúmin uppábúin og allt hreint og fínt. Stofan hafði áður verið eitt herbergjanna svo fyrstu jólin var vaskur við hlið jólatrésins, en það var allt í góðu,“ segir Sigrún og hlær. Sigrún segir marga brandara hafa sprottið út frá búsetu fjölskyldunn- ar á fyrrverandi gistiheimili. „Fyrst eftir að við f luttum inn gengu allir beint inn án þess að banka þar sem fólk bjóst við lobbýi eða svona inngangi eins og í blokk þar sem húsið mitt leit út eins og nokkrar íbúðir væru í því. Svo hef ég fengið nokkrar heimsóknir erlendra ferða- manna með bókunarnúmer í gist- ingu á gistiheimilinu og enn aðrir útlendingar hafa komið og beðið um vinnu,“ segir Sigrún og hlær, en enn talar heimilisfólk um að sækja eitthvað niður í lobbý og þar fram eftir götunum. Fjölskyldunni líður vel á nýjum stað og segir Sigrún miklu skipta að allt sé í göngufæri, skóli, leikskóli, sundlaug og verslanir. „Börnunum líður mjög vel og það er stutt að fara á milli staða. Sigrún starfaði upp- haflega sem sálfræðingur á heilsu- gæslunni en hefur nýverið opnað sína eigin sálfræðistofu sem heitir Tían, eftir barnafjöldanum. „Það gengur fínt og sinni ég bæði börn- um, ungmennum og fullorðnum.“ Það reynist mörgum erfitt að muna aldur barna sinna en Sigrún hikar ekki þegar hún er beðin að telja upp hópinn sinn með nöfnum og aldri: „Bæron Skuggi er fimm ára, Myrra Venus, sex ára, Eldon Dýri, átta ára, Jasmín Jökulrós er að verða 10 ára, Frosti Sólon er að verða 13 ára og Skjöldur Jökull að verða 15 ára, Sóley Mist er 18 ára, Máney Birta 20 ára, Fanney Sandra verður 22 ára og Perla Ruth verður 24 ára á árinu. Ég er svo skipulögð í þessu að ég hef hrúgað flestum í janúar og febrúar og svo er ein í maí, tvö í júní, eitt í júlí og eitt í september.“ Bílslys með átta börn Fjórði dagur júnímánaðar árið 2018 reyndist örlagaríkur í lífi fjöl- skyldunnar. Það sem upphaf lega var gleðidagur þegar Sigrún hélt með sjö barna sinna og systurson til Akraness að berja fyrsta barna- barnið nýfætt, augum, lauk í hræði- legu slysi. „Við vorum á leið í bæinn aftur frá Akranesi þegar ökumaður úr gagn- stæðri átt tekur fram úr og lendir beint framan á okkur.“ Sjálf man Sigrún ekkert eftir slysinu enda fékk hún alvarlegan heilahristing og rotaðist. Fjölmargir sjúkrabílar f luttu hópinn á sjúkrahús. „Mikill viðbúnaður var á sjúkrahúsinu enda óvenjumörg börn í bílnum.“ Meirihlutinn var útskrifaður f ljótt með minniháttar meiðsli en Sigrún og Myrra, næstyngsta barnið lágu áfram inni. Sigrún var á níu manna bíl þar sem tveir far- þegar geta setið við hlið bílstjóra. Myrra sat í miðjunni og þar sem enginn loftpúði er þar og sætið losnaði frá gólfi lenti hún harka- lega á mælaborðinu. „Henni var haldið sofandi á gjörgæslu í nokkra daga með kjálkabrot og samfallið lunga.“ Heilahristingur Sigrúnar var það alvarlegur að hún gat lengi ekki opnað augu fyrir hausverk og alls ekki setið upprétt. „Ég held mér hafi verið rúllað í hjólastól til hennar fyrsta daginn. Ég gat ekki verið hjá henni og það er ömurleg tilfinning að vera móðir sem er ekki hjá barninu sínu undir þessum kringumstæðum og ég var með mikið samviskubit,“ segir Sigrún en atburðarásin er enn fremur óljós og hún hefur ekki treyst sér í að fara í gegnum skýrslurnar. „Þegar ég sá Myrru fyrst var hún svo illa farin að ég þekkti hana ekki einu sinni.“ Henni var haldið sofandi þar til ástand hennar var orðið stöðugt og bólgan hafði hjaðnað til muna. „Ég held að svona lítið barn gæti ekki vaknað við þetta.“ Myrra hefur náð góðri heilsu í dag en Sigrún er enn að berjast við afleiðingar heilahristingsins. „Eftir slysið hef ég fengið margar lexíur í þolinmæði sem hefur aldrei verið mín sterkasta hlið. Ég get ekki allt sem ég gat. Ég rekst oft á veggi og þarf að byrja upp á nýtt og er að læra hvaða rytmi hentar mér núorðið. Ég er vön að vilja að allt gerist strax en þarf nú að læra hvar mín takmörk eru og æfa mig í þolinmæði. Allt breytt í lífinu Eins og heyra má hefur líf Sigrúnar tekið stakkaskiptum á nokkrum árum og hún er að fóta sig í nýjum veruleika. „Það er í raun allt breytt í mínu lífi,“ segir Sigrún sem lítur framtíðina björtum augum, þó hún sé að mestu óráðin. Sigrún sem eignaðist 10 börn á aðeins 18 ára tímabili er nú í raun í fyrsta sinn á fullorðinsárum, án þess að vera með ungbarn á heimilinu og segir það vera sérstaka tilfinningu. Yngsta barnið, Bæron Skuggi er nú fimm ára gamall og Sigrún segist aðspurð eiga nægan frítíma. Heim- ilislífið gengur smurt fyrir sig en ekki er um strangar reglur eða hlut- verkaskipti að ræða. Sjálf segist Sigrún ekki sérlega skipulögð og til að mynda hugsi hún oftast samdægurs um það hvað eigi að vera í kvöldmatinn. Á hennar heimili dugir þó ekki eitt lambalæri heldur verða þau að minnsta kosti að vera tvö. „Ég plana ekki matar- kaup fram í tímann enda leiðist mér að fara í matarbúð. Ég er svo heppin að húsinu fylgdi risastór kælir svo ég fer í búðina, kaupi 20 lítra af mjólk og þegar ég sé að það er farið að minnka í honum þá fer ég aftur og fylli á hann.“ Aðspurð segist Sigrún ekkert endilega segja fólki að hún eigi 10 börn. „Ég segi oftast bara að ég eigi slatta eða ég eigi nokkur,“ segir hún í léttum tón. En hvað með róman- tíkina? „Ég er alveg opin fyrir því að eignast mann í framtíðinni. Það væri gaman að eiga einhvern félaga en ég er búin að koma mér svo vel fyrir að ég veit ekki hvort að það væri skápapláss fyrir fatnað annars aðila,“ segir Sigrún og skellir upp úr. „Það verður örugglega einhvern tíma í framtíðinni.” MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ Í NÁM OG HEFÐI ÖRUGGLEGA FARIÐ Í ÞAÐ FYRR HEFÐI ÞAÐ VERIÐ Í BOÐI. ÞAÐ VAR ALLT ANNAR OG NÝR HEIMUR SEM OPNAÐ- IST ÞEGAR ÉG VAR KOMIN Í NÁM OG KYNNTIST ÖÐRU FÓLKI, ÞAÐ VAR ÆÐISLEGT. Sigrúnu dreymdi alltaf um að mennta sig en þar sem barneignir hófust snemma sat það á hakanum. Hún lauk því stúdentsprófi, háskólanámi og meistaragráðu með stórt heimili og flutti með átta börn á Stúdentagarðana. Það er fátt betra en að gæða sér saman á súkkulaðiköku og mjólkurglasi en þegar Sigrún fer í matarbúð kaupir hún 20 lítra af mjólk í hvert sinn. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25L A U G A R D A G U R 2 1 . M A R S 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.