Fréttablaðið - 21.03.2020, Síða 12
Með aðgerðum stjórn-
valda víða um heim til að
styrkja atvinnulífið og bæta
upp framleiðslutap mun
losun og loftmengun vænt-
anlega verða sem aldrei fyrr.
Þrátt fyrir að kóróna-veiran hafi mikil áhrif á daglegt líf okkar og sé mörgum alvarleg ógn, þá hefur faraldurinn einnig haft merkilegar
aukaverkanir. Mikill samdráttur í
atvinnustarfsemi og samgöngum
vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu
veirunnar, svo sem sóttkví og marg-
víslegar lokanir samfélaga, sést
meðal annars í verulega minni loft-
mengun í heiminum. Mjög hefur
dregið úr losun köfnunarefnis-
tvíoxíðs (NO2) út í andrúmsloftið,
sem kemur að miklu leyti frá öku-
tækjum, raforkuverum og iðnaði.
Mengun í Kína minnkar verulega
Í Kína hefur áhrifa veirunnar gætt
hvað mest, enda er hún talin eiga
upptök þar. Meira en 80 þúsund
manns hafa greinst með veiruna
í Kína og meira en þrjú þúsund
látist. Stjórnvöld gripu til harka-
legra lokunaraðgerða í borginni
Wuhan í Hubei-héraði, þar sem
fyrstu smit veirunnar greindust.
Gervihnattamyndir bandarísku
geimferðastofnunarinnar NASA
sýna hvað mengun hefur minnkað
gríðarlega í Kína frá því veirunnar
varð vart. Á fyrstu vikum ársins
hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs
(NO2) í andrúmsloftinu minnkað
um tíu til þrjátíu prósent á þétt-
býlum svæðum mið- og austur-
hluta Kína, þar sem þungamiðju
kínversks iðnaðar er að finna.
Sérfræðingar NASA segja að
stærsta skýringin liggi í miklum
samdrætti atvinnustarfsemi vegna
faraldursins. Fjölmörgum verk-
smiðjum var lokað og mjög dró úr
umferð, enda strangar ferðatak-
markanir í gildi og íbúar hvattir til
að halda sig heima.
Það er þekkt að loftmengun er
mikil í Kína. Flestum er ljóst að
mikil loftmengun getur drepið fólk.
Samkvæmt athugunum rannsókna-
setursins „Our World in Data“ og
Oxford háskóla er loftmengun eitt
stærsta heilsufars- og umhverfis-
vandamál í heiminum. Áætlað
hefur verið að 3,4 milljónir ótíma-
bærra dauðsfalla hafi verið rakin til
loftmengunar árið 2017.
Marshall Burke, aðstoðarpró-
fessor við Stanford háskóla, hefur
reiknað út að samdráttur í loft-
mengun í Kína á þessu tímabili
muni líklega bjarga 20 sinnum
fleiri lífum en þeim sem glatast hafa
vegna veirusýkingarinnar.
Norður-Ítalía og New York
Ítalía er annað svæði sem hefur
orðið afar illa út í veirufaraldrinum.
Þar reyna yfirvöld að hefta farald-
urinn með víðtækum lokunum og
skipa milljónum manna í sóttkví.
Þetta hefur valdið því að mjög hefur
dregið úr loftmengun á Ítalíu.
Evrópska geimvísindastofn-
unin (ESA) sendi nýlega frá sér
gervihnattamyndir þar sem sést
greinilega mikill og skyndilegur
samdráttur í magni köfnunarefnis-
díoxíðs yfir Norður-Ítalíu frá janúar
til miðs febrúar. Vísindamenn ESA
telja það vera tímabundinn sam-
drátt vegna minni virkni atvinnu-
starfsemi og samgangna.
Sömu sögu er að segja frá New
Faraldurinn dregur úr loftmengun
Davíð
Stefánsson
david@frettabladid.is
Loftmengun er eitt stærsta heilsufars- og umhverfisvandamál í heiminum og veldur milljónum ótímabærra dauðsfalla á hverju ári. MYND/GETTY
Evrópska geimvísindastofnunin (ESA) sendi nýlega frá sér gervihnattamyndir teknar úr Copernicus Sentinel-5P sem
fylgist með loftmengun. Þær sýna breytingarnar frá 1. janúar til 11. mars á Norður-Ítalíu í magni köfnunarefnis-
tvíoxíðs (NO2) í andrúmslofti. Mengunin kemur að mestu frá ökutækjum, raforkuverum og iðnaði. MYND: ESA
Ein afleiðing
kórónaveiru-
faraldursins
er gríðarlegur
samdráttur í
losun köfnunar-
efnisdíoxíðs
(NO2) í Kína.
Rauðu og
gulu svæðin
sýna þéttleika
losunarinnar
20. janúar og
25. febrúar á
þessu ári. MYND:
NASA/JOSHUA
STEVENS
York borg þar sem faraldurinn
geisar. Vísindamenn við Columbia
háskólann segja að loftmengun hafi
snarminnkað í borginni síðustu
daga í kjölfar veirufaraldursins.
Fólk heldur sig heima og dregið
hefur úr umferð um þriðjung. Kol-
sýringsmagn vegna útblásturs bíla
hefur lækkað um 50 prósent og
magn koltvísýrings hefur dregist
saman um 10 prósent.
Gegn loftslagsbreytingum
En mun kórónaveiran stuðla að því
sem stjórnmálaleiðtogar hafa hing-
að til ekki getað, að draga verulega
úr losun gróðurhúsalofttegunda?
Varla. Ef fyrri alþjóðlegar krepp-
ur, eins og fjárhagskreppur, gefa ein-
hverjar vísbendingar er þetta aðeins
tímabundið. Í umfjöllun dagblaðs-
ins Washington Post um faraldur-
inn og gróðurhúsalofttegundir,
segir að losun á heimsvísu hafi
minnkað merkjanlega í kjölfar fjár-
málakreppunnar á árunum 2008
til 2009. Þá féll landsframleiðsla
Bandaríkjanna niður um 4,3 pró-
sent, atvinnuleysi tvöfaldaðist, hús-
næðisverð og hlutabréfamarkaður
hrundi. Þá dróst losun gróðurhúsa-
lofttegunda á heimsvísu saman um
1,4 prósent en byrjaði f ljótt aftur
að aukast. Á árunum 2009 til 2018
jókst losun um 16 prósent.
Samdráttur í losun gróðurhúsa-
lofttegunda var einnig greinilegur í
kreppunni miklu árið 1929, þar sem
atvinnuleysi í Bandaríkjunum fór í
25 prósent og þúsundir banka og
fyrirtækja féllu. Losun á heimsvísu,
sem þá var mun minni, minnkaði
um 25 prósent á árunum frá 1929
til 1932. En hún jókst fljótt eftir það.
Þannig sýnir sagan að langtíma-
áhrif af kreppum eru lítil. Þær leiða
almennt ekki til kerfisbundinna
breytinga. Mengandi losun eykst
áfram ár frá ári. Skýringin liggur
í ríkum hagsmunum og gnægð af
ódýru jarðefnaeldsneyti.
Nú þegar hafa stjórnvöld víða um
heim sett fram áætlanir og aðgerðir
um hvernig megi hrista atvinnulífið
af stað og bæta upp framleiðslutap.
Því mun losun og loftmengun vænt-
anlega verða sem aldrei fyrr.
En veirufaraldurinn kann mögu-
lega að leiða til þess að milljónir
manna læri nýtt mynstur. Hvatt er
til sveigjanlegri vinnustaða. Í stað
samgangna er hvatt til fjarfunda
og vinnu heima. Hugmyndin um
að þurfa að ferðast á hverjum degi
til vinnu á miðlægum stað kann að
breytast og ferðalög verða þá með
farsímum og músum í stað bíla.
Afleiðingin yrði minni loftmengun
og loftslagsbreytingar. Það er mögu-
legt en ekki endilega líklegt.
Útbreiðsla kórónaveir-
unnar dregur verulega
úr loftmengun og losun
gróðurhúsalofttegunda.
Atvinnulífið hægir á sér
og fólk flýgur minna.
Skammgóður vermir,
nema samfélög heims
verði endurskipulögð.
50%
minna kolsýringsmagn er í
andrúmslofti vegna útblást-
urs bíla í New York.
2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð