Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 19
Ég var bara að reyna að sparka í boltann. Ég held að ég hafi líka sparkað í boltann en ekki strákinn. Ég biðst afsökunar. Eden Hazard 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Hver man ekki eftir þegar Belginn Eden Hazard var eitthvað illa fyrirkallaður í leik gegn Swan- sea og þrumaði í boltastrák þegar hann var að tefja? Guttinn hefur þó jafnað sig og er að gera það gott í viðskiptaheiminum með Au Vodka, sem fæst ekki í Ríkinu en hægt er að panta það á netinu og fá það sent heim að dyrum – eins furðulegt og það kann að hljóma. Það var kalt í Suður-Wales þann 23. janúar þegar Chelsea mætti Swansea í seinni leik liðanna í deildarbikarnum þar sem Charlie Morgan gekk að sínum stað til að vera boltastrákur. Swansea hafði unnið fyrri leikinn nokkuð óvænt 0-2 á Stanford Bridge og allt var í rauninni að ganga eftir áætlun hjá Michael Laudrup og hans mönnum. Daninn stórkostlegi stýrði Swan- sea á þessum tíma og það kann að koma lítið á óvart að Spánverjinn Michu skoraði í fyrri leiknum. Sá átti eitt eftirminnilegasta tímabil í sögu enska boltans. Michu hafði verið keyptur til að fylla skarð Gylfa nokkurs Sigurðssonar og átti Spánverjinn að verða tía í liðinu en breyttist f ljótt í níu og aðalmarka- skorara liðsins. Hann var keyptur á tvær milljónir punda og varð einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um tíma. Hann meiddist þó alvarlega og náði sér aldrei almennilega á strik í kjölfarið. Chelsea stillti upp sterku liði en Rafa Benitez stýrði liðinu á þessum tíma. Hann byrjaði með Cech í markinu og þá Azpilicueta, Gary Cahill, Ivanovic og Ashley Cole í vörninni. Ramires, Oscar og Frank Lampard á miðjunni og frammi voru þeir Hazard, Juan Mata og Demba Ba. Það átti heldur betur að sverfa til stáls eftir slæmt tap í fyrri leiknum. En menn Laudrup vörðust vel, sem fór í taugarnar á stórstjörn- um Lundúnaliðsins. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum fór boltinn út af og skokk- aði boltastrákurinn Morgan á eftir boltanum til að koma honum í hendur markvarðarins. Hann var kominn með boltann í hendurnar þegar Hazard birtist. Morgan var eðlilega ekkert að drífa sig og ákvað að halda bolt- anum aðeins, leggjast aðeins á hann og pirra Lundúnapiltana aðeins meira. Það fór illa í Hazard sem var mættur á staðinn til að gera hlut- ina aðeins hraðar. Græða nokkrar sekúndur. Þegar hann sá að guttinn lagðist á boltann, tók hann sig til og lét hreinlega vaða. Sparkaði í gutt- ann. Morgan greip um rif beinin og áhorfendur trúðu vart sínum eigin augum. Eðlilega sauð upp úr í kjöl- farið í örlitla stund og var Hazard vikið af velli eftir skammvinn fundahöld Chris Foy og annarra dómara. Skömmu síðar f lautaði Foy leik- inn af og Swansea var komið í úrslitaleikinn gegn Bradford, en það var lítið fjallað um það eftir leik. Allra augu voru á Hazard og boltastráknum sem hafði verið leiddur sárþjáður inn í búningsklefa eftir atvikið. „Ég held að Hazard, sem er frábær leikmaður, komi til með að sjá eftir þessu þegar hann sér þetta. Bolta- strákurinn átti að sleppa boltanum, en honum var ýtt fyrst og svo var sparkað í hann. Sem leikmaður þá er púlsinn mjög hár og þegar maður er undir í mikilvægum leik er hætta á að Boltastrákur sem Hazard þrumaði í Fyrir um sjö árum komst Belginn Eden Hazard í heimsfréttirnar fyrir að þruma í boltastrák í deildarbikarleik gegn Swansea. Boltastrákurinn hefur verið að gera það gott í vodkabransanum. Hann átti söluhæsta vodkann fyrir síðustu jól í Costco. Hazard fékk eðlilega rautt spjald frá Chris Foy en þó málið hafi verið rann- sakað af lög- reglu var ekki lögð fram kæra. MYNDIR/GETTY Charlie Morgan gekk sárþjáður inn í búningsklefa eftir atvikið. Hann hitti Eden Hazard og liðsmenn Chelsea eftir leikinn og baðst afsökunar á framferði sínu, eins og Hazard við hann. Allir skildu sáttir á endanum. maður geri eitthvað heimskulegt. En sumt gerir maður bara alls ekki,“ sagði Laudrup eftir leikinn. Benitez sagði að boltastrákurinn hefði alveg vitað hvað hann var að gera. „Hazard er búinn að kíkja á strákinn og þeir hafa beðið vorn annan afsökunar á framferði sínu. Boltastrákurinn vissi hvað hann var að gera.“ Ashley Williams, sem þá var fyrirliði Swansea, sagði að fram- ferðið hefði verið óafsakanlegt. „Ég sá Hazard sparka í hann og þú gerir það ekki við ungan dreng,“ sagði fyrirliðinn hneykslaður. Hazard birtist heldur lúpulegur fyrir framan blaðamenn sem saum- uðu að honum. Hazard hitti Morgan í búningsklefa Chelsea eftir leik og þeir báðu hvor annan afsökunar á atvikinu. „Ég var bara að reyna að sparka í boltann. Ég held að ég hafi líka sparkað í boltann en ekki strákinn. Ég biðst afsökunar,“ sagði Hazard með augun á gólfinu. „Strákurinn kom í búnings- klefann og við ræddum stuttlega saman þar sem ég baðst afsökunar og strákurinn líka. Þetta er búið. Afsakið.“ Hazard fékk þriggja leikja bann fyrir atvikið en ekki var gert neitt frekar og málinu lauk í raun þarna á vellinum. Þess má geta að Swansea vann úrslitaleikinn gegn Bradford og var það téður Michu sem skoraði sigur- markið. Rikki ríki Morgan, sem þá var 17 ára, varð á einni nóttu stórstjarna í unglinga- heiminum og fylgjendum hans á samfélagsmiðlum fjölgaði gífurlega. Hann er sonur Martin Morgan sem átti stærsta hlutinn í Swansea félag- inu og hafði alltaf átt sér draum um að fara út í viðskipti, en ekki reima á sig takkaskóna. Hann kláraði skólann og kynnt- ist þar Jackson Quinn og saman átt- uðu þeir sig á að það vantaði lúxus- vodka á markaðinn. Hvernig þeir komust að því skal ósagt látið, en þeir stofnuðu fyrirtækið Au Vodka sem sló í gegn í Bretlandi. Selfridges búðirnar, Harvey Nichols og Costco tóku vodkanum fagnandi og hófu sölu. Áður en það varð hallærislegt að fá áhrifavalda til að sýna merkið sitt, fengu þeir nokkra slíka til að skála og smakka þennan dýrindis- vökva. Vodkinn þykir fínn sem slíkur og er í raun ótrúlegt að hann sé ekki borinn fram á öllum flöskuborðum landsins. Hann reyndar fæst ekki hér á landi en eins og með annað vín, þá er hægt að panta það á netinu og fá það sent heim að dyrum – sem er fínt á þessum síðustu og verstu. Í byrjun mars komu svo sölutölurnar fyrir Costco í Bretlandi. Og viti menn. Söluhæsti vodkinn fyrir þessi jól var Au Vodka frá boltastráknum sem Hazard þrumaði í. Ekki er vitað til að Hazard sjálfur hafi smakkað. benediktboas@frettabladid.is Aðrir frægir boltastrákar Hrós frá Móra Callum Hynes, boltastrákur hjá Tottenham, átti þátt í marki liðsins í sigri á Olympiakos í Meistaradeildinni í fyrra, þegar hann var fljótur að koma bolt- anum í leik sem endaði með marki hjá Harry Kane. Jose Mour- inho, stjóri Tottenham, hrósaði Hynes eftir leikinn og helgina eftir fékk Hynes að borða með leikmönnum liðsins fyrir leik gegn Bournemouth. Ógleymanlegt á Anfield Oakley Cannonier er trúlega þekktur hjá öllum stuðnings- mönnum Liverpool, en ekkert endilega hjá öðrum. Cannonier var fljótur að láta Trent Alex- ander-Arnold fá boltann fyrir hornspyrnu í 4-0 sigri Liverpool á Barcelona. Arnold gat þá tekið hornspyrnuna fljótt og sendi beint á Divock Origi sem skoraði á meðan leikmenn Barcelona sváfu á verðinum. Hynes með Harry Kane og Toby Alderweireld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.