Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 27
Við erum kannski
ekki mesta tækni-
fólkið við ballettdans-
arar. Balletttímar eru
venjulega mjög hefð-
bundnir svo við erum
bara að læra á þetta
jafnóðum.
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Sigrún Ósk Stefánsdóttir kennari við Listdansskólann hefur ásamt f leiri kennurum
skólans streymt danstímum í
gegnum Facebook og Instagram
svo nemendurnir geti viðhaldið
færni sinni meðan á samkomu-
banninu stendur.
„Við völdum að streyma beint
frekar en að nota upptökur.
Þannig sjáum við hverjir eru að
fylgjast með og nemendurnir geta
spurt okkur spurninga á meðan
á kennslunni stendur,“ útskýrir
Sigrún.
„Það er þó galli á þessu að við
getum ekki séð þau þó að þau sjái
okkur. En þar sem við sjáum fram
á fjögurra vikna samkomubann
þar sem við getum ekki kennt þá
er þetta bara málamyndalausn.
Danskennsla fer yfirleitt fram í
hópum og fólk er að hreyfa sig
svo það er ekki hægt að tryggja
tveggja metra millibil milli fólks
í danstíma,“ segir Sigrún og
útskýrir að með fjarkennslunni
sé aðallega verið að hugsa um að
nemendur haldi sér í formi svo
hægt sé að taka upp þráðinn þar
sem frá var horfið eftir að sam-
komubanni lýkur.
„Það er í raun mjög erfitt að
framkvæma danskennslu vel í
fjarkennslu. Námið er svo gagn-
virkt, það er svo mikil tenging
milli kennara og nemenda. En
með þessu móti þurfum við ekki
að byrja aftur á að vinna upp
líkamlega styrkinn og þrekið eftir
samkomubannið. Við getum bara
nokkurn veginn byrjað aftur á
námsefninu. Svo er þetta líka gott
fyrir sjálfsmyndina. Það að vera
dansnemandi og dansari er svo
stór hluti af sjálfsmyndinni og það
er mikilvægt fyrir sálina að missa
ekki þá tengingu.“
Ekki mesta tæknifólkið
Fjarkennsla Listdansskólans
byrjaði síðasta laugardag og hefur
ekki gengið alveg snurðulaust
fyrir sig frá upphafi. „Við erum
kannski ekki mesta tæknifólkið
við ballettdansarar,“ segir Sigrún
hlæjandi.
„Balletttímar eru venjulega
mjög hefðbundnir svo við erum
bara að læra á þetta jafnóðum.
Við vonum bara að við verðum
búin að ná tökum á þessu þegar
samkomubanninu lýkur.“
Sigrún segir að það gangi þó
betur og betur á hverjum degi að
streyma danstímunum. „Við erum
alveg búnar að reka okkur á að
við vitum ekki hvernig Facebook
streymi virkar og við kunnum
ekki að streyma frá báðum
miðlum á sama tíma. Þetta eru
svona praktísk vandamál sem við
höfum bara þurft að leysa. En það
er partur af þessu. Maður lærir
helling. Nemendurnir sýna þessu
líka alveg skilning.“
Upptökubúnaðurinn er mjög
einfaldur og heimagerður bragur
á öllu myndefninu. „Við fjárfest-
um í einni selfie-stöng sem er líka
þrífótur. Það er eina tæknin sem
við höfum fjárfest í fyrir þetta.
Svo erum við bara með síma og
tölvur og af því nemendurnir eru
oftast heima hjá sér, þá erum við
ekki að nota nein líkamsræktar-
tæki eða annað sem fólk hefur
ekki aðgang að heima.“
Það er frábært að geta kynnt
dansinn fyrir fleira fólki
Streymið frá danskennslunni er
opið öllum og Sigrún segist vita
af að minnsta kosti einum ein-
staklingi sem kom í sinn fyrsta
balletttíma í gegnum streymið.
„Það er alveg yndislegt að fólk sé
að kynnast þessu listformi, bara
af því við neyddumst til að fara út
í eitthvað svona. Það er frábært að
geta kynnt dansinn fyrir f leirum.
Þetta er ótrúlega góð hreyfing og
falleg listgrein og það er yndis-
legt að vita að fólk sé að taka þátt
í þessu með okkur. Ég veit að
mamma er líka búin að vera að
reyna að sprikla eitthvað inni í
stofu hjá sér,“ segir Sigrún og hlær.
Á döfinni er að útvíkka net-
danskennsluna eitthvað og Sigrún
segir að þær langi til að fá gesti til
að koma til þeirra til að gera dans-
tímana enn þá stærri og skemmti-
legri. „Það gæti alveg verið gaman
að halda úti einhvers konar kynn-
ingarefni á netinu áfram eftir
samkomubannið,“ segir hún.
„Svona út því við erum byrjuð
og þetta er komið á smá skrið.“
Balletttímar í opnu streymi
Listgreinakennsla getur verið erfið á tímum samkomubanns þar sem hún krefst oft mikillar
nándar. Kennarar Listdansskóla Íslands dóu þó ekki ráðalausir og fundu lausn á vandanum.
Sigrún hefur verið að prófa sig áfram í fjarkennslu í dansi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir
Arnar Magnússon markaðsfulltrúi Fréttablaðsins
Sími: 550-5652 / arnarm@frettabladid.is
RAFRÆNAR
LAUSNIR
Sérblað Fréttablaðsins, Rafrænar lausnir,
kemur út þriðjudaginn 31. mars.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R