Fréttablaðið - 21.03.2020, Qupperneq 21
Fjögurra vikna verkefni Heiðrúnar Lindar
Svefn
Ná hið minnsta sjö tíma sam-
felldum svefni hverja nótt. Þetta
verður svo sem ekki flókið – ég
hrýt í bíó. En langir vinnudagar og
barnauppeldi setja alltaf eitthvað
strik í reikninginn, það er eins og
það er.
Andleg líðan
Að skjátími verði innan við 45
mínútur á dag, að meðaltali á
viku. Þetta verður erfitt. Mjög
erfitt.
Mataræði
Borða fisk hið minnsta fjórum
sinnum í viku sem kvöldmáltíð.
Íslenskur fiskur er bara svo geggj-
aður! Og svo vinn ég reyndar fyrir
þá sem veiða fiskinn. Minna má
það því varla vera!
Hreyfing
Hlaupa alls 100 km á næstu
fjórum vikum. Ég svitna við það
eitt að segja þetta upphátt!
Hleypur eiginlega aldrei
„Það er engin sérstök regla í
þessu, engar refsingar, engin
keppni. Ef þetta tekst, þá væri
það geggjað og ef ekki, þá verður
ekki heimsendir, held ég,“ segir
Heiðrún Lind.
Eins og glöggir hafa tekið
eftir þá er eitt markmiðanna að
hlaupa 100 kílómetra á fjórum
vikum en Heiðrún Lind segist ekki
vera vanur hlaupari. „Nei, maður
lifandi, ég hleyp eiginlega aldrei,
nema þá helst til að hita upp
og taka stöku spretti á hlaupa-
brettinu í Laugum. Eftir að veiran
fór að dreifa sér, hef ég hins
vegar minnkað verulega ferð-
irnar í Laugar, því miður, og þar
af leiðandi hreyft mig minna. Og
þá er ekki annað í stöðunni en að
reima á sig hlaupaskóna og njóta
þess að hlaupa í brakandi fersku
og veirulausu lofti. Ég veit ekkert
hvernig ég ætla að gera þetta,
öðruvísi en að brjóta þessa 100
km upp í vikumarkmið. Verkefnið
er ekki flókið – stærsta áskorunin
felst í því að koma sér upp úr
sófanum og út! Ef það tekst, þá
spæni ég upp þessa 100 km.“
Diljá Ámundadóttir Zoëga, borgarfulltrúi Viðreisnar og móðir Lunu Zoëga, ungrar
stúlku með Downs, átti að fara í
brúðkaup en ætlar að dansa í ósam-
stæðum sokkum á laugardaginn.
Hvað á að gera um helgina?
„Á laugardaginn er Alþjóðlegi
Downs dagurinn og þá ætlum við
að vera í sitthvorum og litríkum
sokkum. Það er hægt að gera það
hvar sem er, líka í samkomubanni.
Það væri jafnvel gaman að taka smá
dans í stofunni og heima karókí.
Syngja nokkur vel valin lög í fjar-
stýringuna og muna að spritta hana
svo vel.
Á sunnudaginn stefni ég á að setja
upp svuntuna og elda lambahrygg
með tilbehör. Helst væri ég til í að
bjóða Ölmu, Víði og Þórólfi. Þau
eiga skilið smá dekur og staðgóða
máltíð í magann.
Alla jafna stefni ég líka á að fara
í göngutúr daglega og valhoppa
smá, það er ein besta æfingin til að
koma blóðinu á góða hreyfingu. Og
standa á haus líka.“
Þurftirðu að breyta
einhverjum plönum?
„Já, ég átti að vera að fara í Ástar-
veislu eða brúðkaup á laugardag.
En sú veisla verður í haust líkt og
margar aðrar veislur og viðburðir
sem áttu að vera nú um þessar
mundir. Mikið verður haustið
okkar skemmtilegt.“
Hvernig leggst
samkomubannið í þig?
„Ég er á því að við eigum að halda
áfram að hitta góða og hrausta
vini okkar og f jölskyldu þrátt
fyrir samkomubann. Þetta er svo-
lítið eins og í hruninu blessaða. Við
förum að sjá fegurðina í litlu hlut-
unum. Hið ómerkilega hversdags-
lega verður merkilegt og jafnvel
rómantískt. Sköpunarkraftur eykst
og við verðum lausnamiðuð – ef við
viljum.“
Hvað gerirðu til að halda
andanum uppi þessa dagana?
„Ég reyni að leyfa sjálfskipuðu
veirusérfræðingunum að fá sem
minnsta hlustun í mínum eyrum.
Ég treysti framlínufólkinu okkar,
elsku þríeykinu okkar. Ég treysti
líka eigin innsæi mjög vel.
Ég reyni líka að leggja áherslu
á það góða sem skapast í svona
ástandi. Kórónaveiran er ákveðið
sameiningartákn. Við erum f lest
í grunninn svo gott fólk sem sýnir
öðrum náungakærleik þegar á
reynir.“
Litríkir sokkar
á laugardaginn
Diljá ætlar að syngja í fjarstýringu
um helgina, en spritta hana svo.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI He i ð r ú n s e g i s t ha fa komið að tveggja ára syni sínum síðastliðinn laugardag, ef t ir að tilk y nnt var
um samkomubann en áður en það
skall á, þar sem hann hafði tússað
líkama sinn, andlit og var byrjaður
á veggjum. „Akkúrat þarna rann
það upp fyrir mér, að fram undan
gætu legið nokkrar erfiðar hraða-
hindranir með aukinni inniveru
okkar fjölskyldunnar. Það gæti
stefnt í glundroða. Í kringum mig
eru f lestir að hugsa nákvæmlega
það sama.
Samfélagslegt hobbí
Ég fékk því þessa f lugu í höfuðið,
að koma upp einhvers konar síðu,
þar sem hægt væri að kúpla sig frá
panikkinni og einbeita sér að því
jákvæða og skemmtilega, þó ekki
væri nema í smástund. Ég fékk þessa
pælingu eiginlega á heilann þarna
um helgina og ræddi við nokkra í
kringum mig um hugmyndir. Úr
varð að ég náði að plata Þórlind
Kjartansson með mér. Við kýldum
þessa Facebook-síðu því í gang og
ætlum svo að sjá hvort hægt sé að
gera eitthvað meira úr þessu – svona
sem samfélagslegt hobbí og kannski
eitthvað smá gagn fyrir sálartetur
okkar og annarra,“ útskýrir Heið-
rún Lind.
Hún segir viðbrögðin hafa farið
fram úr sínum björtustu vonum. „Ég
setti markið á mömmu og kannski
einhverja fleiri ættingja sem myndu
tengjast fyrir tæknilega slysni. Með-
limir eru að nálgast 1.900 núna og
lífið á síðunni er eins og í sumar-
búðum – ekkert nema stuð.“
Aðspurð hvaða áhrif aðgerðir
undanfarinna daga og vikna hafi
haft á hana, segist Heiðrún finna
mest fyrir þeim í starfi sínu. „Ég
reyni þar, ásamt 15 manna teymi
SFS, að gera sem mest gagn fyrir
íslenskan sjávarútveg í mjög krefj-
andi aðstæðum. Það er erfitt að selja
ferskan íslenskan fisk erlendis þegar
fólk má ekki fara út úr húsi, veitinga-
staðir eru lokaðir, hótel eru lokuð og
fiskborð stórverslana loka. Svo hefur
maður því miður þurft að draga úr
samskiptum við foreldra og tengda-
foreldra, þannig að maður beri ekki
einhverja óværu í þau. Annars geng-
ur ágætlega að þvo á sér hendurnar
og láta lífið ganga sinn vanagang.“
Markmiðið að koma betri út
Heiðrún Lind segist fylgja fyrir-
mælum sérfræðinga í einu og öllu.
„En það má ekki gleyma þeim
hluta tilmælanna, að lífið heldur
jú áfram. Öll él styttir upp um síðir.
En á meðan élið gengur yfir ætla ég
að einbeita mér að því jákvæða. Ég
ákvað að setja mér fjögur verkefni,
sem öll miða að því að ég komi betur
út úr þessu ástandi sem manneskja,
móðir, maki, dóttir og sem hluti af
samfélaginu. Ég sá í viðtali við sér-
fræðing í ónæmislækningum, að
þetta er kallað ónæmisdekur. Ég læt
það liggja milli hluta og tel raunar
að þetta hafi víðtækari áhrif en svo.
Ákvað að kúpla sig og
sína frá panikkástandinu
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi,
stofnaði síðuna Björtu hliðarnar á Facebook í síðustu viku sem smá gagn fyrir sálartetrið
á viðsjárverðum tímum. Síðan átti að vera fyrir nánustu en meðlimir nálgast nú 2.000.
Heiðrún Lind fékk hugmyndina að Facebook síðunni Björtu hliðarnar þegar hún sá fram á að heimilislífið gæti
stefnt í ákveðinn glundroða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON
„
2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN