Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 22
Brag i Valdimar Skúlason, Baggalútur og bjartsýnismað-ur, segist litlu þurfa að breyta í sínum plönum næstu daga en hvetur fólk til að streyma íslenskri tónlist og standa saman. Hvað á að gera um helgina? „Um helgina verð ég auðvitað bara í neðanjarðarbyrginu mínu að stærða raða niðursuðuvörum og sótthreinsa klósettpappír. Eða svo- leiðis. Maður heldur sig auðvitað að mestu heima, reynir að forðast helstu útihátíðir, barnaafmæli og baðsvæði. Ætli maður dragi svo ekki bara fram Útvegsspilið, hám- horfi á gamlar veðurfréttir og kenni sjálfum sér síðan eitthvert gott tungumál.“ Þurftirðu að breyta einhverjum plönum? „Ég þarf litlu að breyta af mínum plönum, öðru en því að auðvitað fara í tilhæfulausan sleik við ókunn- uga, en draumaferðin til Havaí um páskana þarf að bíða betri áratugar.“ Hvernig leggst samkomubannið í þig? „Samkomubannið passar auð- vitað ágætlega við mína innbyggðu félagsforðun, en áhrifin eru vissu- lega svakaleg. Það er nærtækt fyrir mig að nefna tónlistarfólk, sem sér fram á algert tekjutap næstu mánuði. Það er búið að aflýsa öllu. Hvort sem það eru stórtónleikar eða kristilegt brauðtertuát. Ég hvet því sem flesta til að streyma íslenskri tónlist og styðja eftir föngum við íslenska menningu og listafólk, sem stöðugt hefur gefið okkur af sér – en situr nú bara heima og gefur upp vonina. Sjálfur er ég búinn að raða upp öllum mínum ljúfustu lögum á spilunarlista á öllum tiltækum snjalltækjum heimilisins og læt þau rúlla daglangt – og vonast þannig til að eiga mögulega fyrir næsta raf- magnsreikningi.“ Hvað gerirðu til að halda andanum uppi þessa dagana? „Að því sögðu er mikill samhugur í fólki. Allir vilja gera sitt besta og komast í gegnum þetta. Nú streymir til dæmis list frá öllum heimilum, tónleikastöðum og samkomu- húsum, því auðvitað er ekkert hægt að slökkva á sköpunarkraft- inum eða setja loftferðabann á hugarf lugið. Það er auðvitað viss fegurð í því hvernig sundrungin sameinar okkur og leiðir hugann á óvænta staði. Það er alltaf hollt að hugsa hlutina aðeins upp á nýtt, finna nýjar leiðir og lausnir. Von- andi tekur þetta samt f ljótt af svo við þurfum ekki að of hugsa hlut- ina og fara að éta helvítis klósett- pappírinn.“ Ekki ferðabann á hugarflugið Bragi Valdimar býst við því að eyða helginni í neðanjarðarbyrginu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Steinunn Gestsdóttir aðstoðar-rektor kennslumála- og þróun-ar við Háskóla Íslands, ætlar að nota helgina til að ná áttum eftir annasamar vikur. Hvað á að gera um helgina? „Ná áttum! Það hefur mikið gengið á í vinnunni síðustu tvær vikur, þar sem Háskóli Íslands hefur umbylt starfsemi sinni. Nú er búið að loka skólum hjá börnunum svo við foreldrarnir þurfum að setjast yfir hvernig við getum betur stutt við námið hjá þeim og komið smá rútínu á lífið.“ Hvernig leggst samkomubannið í þig? „Það leggst ekki illa í mig. Við fjöl- skyldan erum búin að koma okkur í ýmiss konar verkefni saman – sam- eiginlegt skyldu-Netflix áhorf og ég ætla í þrek með miðdótturinni. Og það eina sem ég hef hamstrað eru púsluspil. En auðvitað hefur maður áhyggjur líka. Af fólki sem missir tekjur, foreldrum fatlaðra barna sem fá ekki þjónustu og gamla fólk- inu sem fær ekki heimsóknir.“ Hvað gerirðu til að halda andanum uppi þessa dagana? „Það er upplífgandi að sjá Íslendinga sýna sínar bestu hliðar í þessari krísu, eins og að syngja fyrir gamla fólkið og taka þátt í sjálf boðaliða- starfi. Maður kemst langt á því! Svo eru Alma, Víðir og Þórólfur náttúru- lega ein síns liðs að halda þjóðinni réttu megin við línuna varðandi geðheilsu. Stjórnvöld fá verðskuld- aðar þakkir fyrir trausta innviði og að hafa þetta fagfólk við stjórnvöl- inn. Svo finnst mér samvera, hreyf- ing og útivera vera augljós bjargráð.“ Hamstraði bara púsluspil Steinunn er þakklát stjörnvöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Útboð á byggingu sex orlofshúsa BHM í Brekkuskógi Orlofssjóður BHM óskar eftir tilboðum í verkið: Orlofshús BHM í Brekkuskógi 2020-2022 Verklok eru 30. júní 2022. Verkið felst í smíði, uppsetningu og hluta hönnunar á sex fullbúnum orlofshúsum, með verönd og heitum potti, á orlofshúsasvæði BHM í Brekkuskógi. Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með mánudeginum 23. mars 2020. Senda skal beiðni um útboðsgögn á netfangið gudmundur.hjaltason@efla.is og gefa upp nafn bjóðanda, kennitölu, heimilisfang, síma og netfang. Tilboðum skal skila til skrifstofu BHM að Borgartúni 6, Reykjavík, fyrir kl. 14:00, miðvikudaginn 22. apríl 2020. Þá verða þau tilboð sem borist hafa opnuð. Bjóðendum býðst að fylgjast með opnun þeirra í beinu streymi á netinu en eru vinsamlega beðnir um að mæta ekki á staðinn í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Ert þú byggingaverktaki? C M Y CM MY CY CMY K OBHM_a4.pdf 3 16/03/2020 11:18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21L A U G A R D A G U R 2 1 . M A R S 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.