Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 49
Klúbbsamloka er fínasti hádegis- verður og upplagt að prófa núna. Hvernig væri að skella í eina klúbbsamloku um helgina. Hún er matarmikil og góð. Hér er uppskrift fyrir tvo. 200 g kalkúnaálegg, eldaður kjúklingur eða kjúklingaálegg Salt og pipar 6 brauðsneiðar 6 sneiðar beikon 2 msk. majónes 2 msk. Dijon sinnep ½ poki salat 2 tómatar í sneiðum Sultaðar agúrkusneiðar Ostsneiðar ½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar Ristið brauðsneiðarnar. Steikið beikonið þannig að það verði stökkt. Smyrjið brauðið með majónesi og sinnepi. Það eru þrjár sneiðar af brauði í klúbbsamloku. Leggið kjúkling eða álegg á brauðið, beikon, ost, salat og annað sem upp er talið. Hvernig áleggið fer á milli þessara þriggja sneiða fer bara eftir smekk hvers og eins. Skerið brauðið í þríhyrninga og berið fram með frönskum kartöf lum og tómatsósu. Það má alveg bæta eggjasneið- um við ef fólk vill eða hverju öðru sem mann langar í. Klúbbsamloka á laugardegi Brynja með dönsurunum Carinu, Brynjari, Hrafnhildi og Beotu. Í samkomubanninu er heimilum landsins breytt í dansgólf sem smita af gleði og brosum. Kannski þarf að færa húsgögnin aðeins til fyrir meira pláss, pepp og góða skapið. Þetta segir dansarinn Brynja í Dans Brynju Péturs, sem er einn margra dansskóla sem fært hefur dansinn á netið. Brynja byrjaði á þriðjudag að halda úti danstímum fyrir alla fjölskylduna heima í stofu og segir hollt fyrir geðheilsu allra að skipta um gír, eða vera þrykkt á vegg án viðvörunar. Dansinn komi með glænýja orku sem allir geti notað til að anda léttar, brosa og vera jákvæðir. Það tilheyrir auðvitað að dansa um helgar og næsti fjölskyldu- danstími er í dag klukkan 12, annar danstími fyrir 10 til 12 ára klukkan 13, báðir með Twice as Nice, og choreo fyrir 13 ára og eldri með Cyborgs (Brynjari og Luis) klukkan 18. Á morgun, sunnudag, verður fjölskyldudanstími klukkan 12 og danstími fyrir 10 til 12 ára klukkan 13, báðir með Twice as Nice. Öllum er velkomið að stilla sig inn á Instagram: dansbrynjupet- urs, og dansa með! Hollt fyrir alla að skipta um gír Það er tilvalið að narta í hnetur og fræ heima fyrir. MYND/GETTY Það hefur sjaldan verið jafn brýnt að huga að heilsunni eins og um þessar mundir. Þar spila svefn, næring og hreyfing lykilatriði og haldast jafnframt í hendur. Í stað þess að leita í sykur og annað óhollt er því tilvalið að birgja sig upp af næringarríku nasli sem endist vel. Hér eru hugmyndir að nasli sem gefur orku og hjálpar okkur að slaka á á þessum undarlegu tímum. 1) Hnetur (og fræ) eru afskaplega hentugar en þær eru bæði hollar, seðjandi og geymast vel. Brasilíu- hnetur eru til dæmis auðugar af seleni og E-vítamíni og telja ýmsir að það geti haft jákvæð áhrif á kvíða. Þá er líka bæði þægilegt og sniðugt að eiga hnetusmjör til að grípa í. 2) Hafrar eru ekki aðeins næringar- ríkir heldur geymast einstaklega vel og bólgna umtalsvert þegar þeir eru eldaðir. Það má útbúa þá á marga vegu og trefjarnar gera það að verk- um að þeir eru afar mettandi. 3) Dökkt súkkulaði er stútfullt af andoxunarefnum og magnesíumi ásamt fleiri efnum sem hreinlega létta lundina. Það gefur orku en er jafnframt meinhollt. Ef það er einhvern tíma ástæða til að borða súkkulaði, þá er það núna.  Næringarríkt nasl Astaxanthin Eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar Astaxanthin frá Algalíf er 100% náttúrulegt hágæða bætiefni, framleitt á sjálfbæran hátt við kjöraðstæður sem tryggja að innhaldið skili sér til neytenda. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir, Costco og flestum stórmörkuðum. n Rannsóknir sýna að Astaxanthin er allt að 6000 sinnum sterkara andoxunarefni en C vítamín. n Náttúrulegasta og hreinasta uppspretta astaxanthins finnst í smáþörungum sem kallast Haematococcus pluvialis, en þeir framleiða þetta sem varnarefni gegn erfiðum aðstæðum í umhverfinu? Styrktu ónæmiskerfið með Astaxanthin!* * Park JS et al. Nutr Metab. 2010;7:18. Astaxanthin a-4.indd 1 19/03/2020 15:44:11 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.