Fréttablaðið - 21.03.2020, Page 65
VIÐ EGGERT FÓRUM
SUÐUR Í HERDÍSAR-
VÍK, VIÐ GENGUM UM SVÆÐIÐ
OFAN VIÐ SUMARBÚSTAÐINN
HANS Í BLÁSKÓGABYGGÐ, VIÐ
FÓRUM Í SKAFTAFELL OG
VORUM LÍKA UNDIR EYJAFJÖLL-
UNUM.
VIÐ VONUMST TIL
ÞESS AÐ VIÐBURÐ-
IRNIR STYTTI ÞEIM FJÖLMÖRGU
STUNDIR, SEM SITJA HEIMA Í
SÓTTKVÍ EÐA ERU HEIMA VIÐ
AF ÖÐRUM ÁSTÆÐUM.
Fjölbreytni íslensku flór-unnar birtist glöggt í málverkum Eggerts Pét-urssonar. Við tökurnar á hinni 74 mínútna löngu heimildarmynd um Egg-
ert og list hans, ferðaðist Þóra Ellen
Þórhallsdóttir grasafræðingur með
honum víða.
„Við Eggert fórum suður í Her-
dísarvík, við gengum um svæðið
ofan við sumarbústaðinn hans í
Bláskógabyggð, við fórum í Skafta-
fell og vorum líka undir Eyjafjöll-
unum. Svo fórum við í Þjórsárver
og norður á Tröllaskaga,“ lýsir
Þóra Ellen ferðalögunum í stuttu
máli. „Einnig fórum við til Finn-
lands. Eggert var með stóra sýn-
ingu þar fyrir nokkrum árum og
myndirnar seldust eiginlega allar,
meðal annars stór og mikil verk
sem eru á söfnum. Eitt þeirra heitir
Tröllaskagi og er með eitthvað um
80 jurtategundum. Tröllaskagi er
tegundaauðugt svæði og Eggert
fylgir f lórunni frá láglendi og upp
í hæstu fjöll. Þetta verk er komið á
frímerki núna. Annað stórt málverk
var gert á sama hátt í Eyjafjöllunum,
við skoðuðum það líka.“
Þóra Ellen segir frá viðtal í mynd-
inni við finnskan listfræðing sem
Eggert sé búinn að þekkja síðan
hann var í námi í Bretlandi. Sá telji
að í verkum Eggerts birtist útópía,
náttúruleg auðæfi sem séu horfin
annars staðar. Hún kveðst ekki
hafa þá tilfinningu sjálf. „Maður
veit svo sem ekkert hvað hnattræn
hlýnun gerir en ég tel okkar f lóru
ekki ógnað eins og er, nema þá af
lúpínunni. Ég get varla farið inn
í Bæjarstaðarskóg og Morsárdal
lengur. Nú er lúpínan á fullri ferð
niður eftir gamla farvegi Skeiðarár,
þá er bara allur Skeiðarársandur
opinn fyrir henni, síðan æðir hún
yfir landið fyrir framan Skaftafells-
jökul, ofboðslega fallegt land, það er
einmitt í myndinni.“
Þóra Ellen segist fyrst hafa hitt
Eggert Pétursson árið 2002. „Við
pöntuðum hjá honum málverk
sem ég fékk í fimmtugsafmælis-
gjöf tveimur árum síðar. Mig lang-
aði í mynd af gullbrá sem er ein-
kennistegund hálendisvinjanna í
Þjórsárverum. Fleiri tegundir eru á
myndinni sem er ofsalega falleg, fal-
legasta málverkið mitt. Síðar leiddi
Hilmar Bragi Janusson verkfræð-
ingur okkur Eggert saman. Hann
var þá sviðsstjóri verkfræði-og
raunvísindasviðs Háskóla Íslands,
hafði áhuga á að efla snertif lötinn
milli lista og vísinda og hélt mál-
þingið Blómstrandi list um Eggert
Pétursson og grasafræðina í verkum
hans. Þar var ég með innlegg ásamt
Andra Snæ og svo sat Eggert sjálfur
fyrir svörum. Málþingið var haldið
í Öskju 2012 og stóri salurinn var
fullur af fólki.“
Eins og málverk eftir Eggert
Pétursson er á dagskrá Stockfish
hátíðarinnar í Bíói Paradís, tvær
sýningar eru á dagskrá um helgina
og bíóið tryggir að tveir metrar geti
verið á milli gesta.
Flóran frá láglendi
upp í hæstu fjöll
Heimildarmyndin Eins og málverk eftir
Eggert Pétursson í leikstjórn Gunnlaugs
Þórs Pálssonar hefur nýlega verið frum-
sýnd í Bíói Paradís. Hún gefur innsýn í ís-
lenskt plöntulíf, gegnum myndir Eggerts
og fyrirmyndir, og þróunina í verkunum.
Eggert og Þóra Ellen við eina af myndum Eggerts sem gæti verið af eyrarrós, er að minnsta kosti gott dæmi um hans blómstrandi list. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Boðið verður upp á vefútsend-ingu frá Menningarhúsunum í Kópavogi klukkan 13.00
mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga út apríl, frá og með mánudeg-
inum 23. mars. Viðburðaröðin hefur
fengið heitið Kúltúr klukkan 13 og
meðal þeirra sem koma fram eru
Sævar Helgi Bragason, Andri Snær
Magnason, Gerður Kristný, Jógvan,
Matti Matt, Vignir Snær, Sigurbjörn
Bernharðsson, Halla Oddný, Ragna
Fróðadóttir, Þorgrímur Þráinsson
og f leiri. Fimm menningarhús eru
í Kópavogi; Bókasafnið, Gerðar-
safn, Salurinn, Náttúrufræðistofa
og Héraðsskjalasafn.
„Við st ar fsfólk menningar-
húsanna höfum oft rætt þá hug-
mynd að streyma viðburðum, en
kringumstæður hreinlega hrintu
okkur af stað og við erum öll mjög
spennt að sjá hvert þessi nýjung
leiðir okkur í framtíðinni. Við von-
umst til þess að viðburðirnir stytti
þeim fjölmörgu stundir, sem sitja
heima í sóttkví eða eru heima við af
öðrum ástæðum. Þá er einnig mikil-
vægt að mæta listamönnum, en við
erum ekkert án þeirra og viljum svo
sannarlega styðja við bakið á þeim,
á þessum óvissutímum.“ segir Soffía
Karlsdóttir. forstöðumaður menn-
ingarmála í Kópavogi.
Kúltúr klukkan 13
Gerður Kristný. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
BÆKUR
Glæpur við fæðingu
Trevor Noah
Þýðing: Helga Soffía Einarsdóttir
Útgefandi: Angústúra
Fjöldi síðna: 367
Trevor Noah, höfundur bókarinnar
Glæpur við fæðingu, er 36 ára af
suðurafrískum uppruna. Hann
hefur þrátt fyrir fremur lágan aldur
fengist við sitthvað. Hann er uppi-
standari, rithöfundur, leikari og
stýrir um þessar mundir hinum
vinsæla þætti ,,The Daily Show“
á bandarísku sjónvarpsstöðinni
,,Comedy Central“ og er margverð-
launaður sem slíkur.
Tímar it ið , ,Time“ út nef nd i
hann einn af 100 áhrifamestu ein-
staklingum í heiminum árið 2018.
Þegar svo víðþekktur maður tekur
sig til og skrifar bók, á hún greið-
ari aðgang en annars inn á f lesta
markaði. Það var árið 2016 sem
bókin ,,Born A Crime“ kom fyrst
út vestra og hlaut góðar viðtökur.
Nú hefur hún verið íslenskuð og
gefin út hérlendis í kilju undir
nafninu Glæpur við fæðingu á
vegum útgáfunnar Angústúru.
Nafn bókarinnar er vísun til upp-
runa Noah. Rætur föður hans eru
þýskar og svissneskar. Móðir hans
Patricia, sem kemur víða við sögu í
bókinni, var á tímum aðskilnaðar-
stefnunnar í Suður-Afríku, skil-
greind sem svört. Samband þeirra
og samlíf var á þeim tímum í trássi
við lög um samband fólks af ólíkum
litarhætti.
Húmor sameinar
Þannig var tilvist Noah glæpur og
það hafði margvísleg áhrif á hann í
æsku, ekki síst félagsleg. Hann var
hvorki skilgreindur sem hvítur né
svartur, heldur það sem þar var
nefnt ,,litaður“. Þess vegna finnst
honum hann vera utangarðs undir
aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku
og leitar á milli stétta- og kyn-
þáttahópa til að finna samhljóm.
Hann kemst að því að auðveld-
asta leiðin til að brúa bilið er með
tungumálum. Noah talar því átta
tungumál af þeim ellefu opinberu
tungumálum sem finnast í Suður-
Afríku. Auk tungumálanna fann
hann f ljótt að húmor getur sam-
einað. ,,Ég komst að því að jafn-
vel þótt ég tilheyrði ekki neinum
ákveðnum hópi, gat ég alltaf verið
hluti af hvaða hópi sem hló.“
Að elta hið ómögulega
Þroskasaga Noah er ótrúleg og vitn-
ar um eyðileggjandi stjórnarhætti
og hugarfar hvítra í Suður-Afríku
þessa tíma. Auk þess er bókin
bráðskemmtileg svo sem við var að
búast og leiftrar víða af frásagnar-
gleði. Noah nýtir sér uppistandið í
frásagnarstílnum sem einkennist
af talmáli og gamansemi. Þetta er
bók sem lesin er í einum rykk, ef
aðstæður til þess eru fyrir hendi.
Sérstakan sess í bókinni skipar
móðir höfundar. Hún elur upp
í honum gagnrýna hugsun með
rökræðum og jafnvel gagnkvæm-
um bréfaskriftum, leggur honum
línurnar varðandi sambönd og
virðingu við konur og sýnir honum
með eigin fordæmi hvernig sífellt sé
hægt að elta hið ómögulega, þrátt
fyrir þann þrönga ramma sem
svartir bjuggu við á tímum aðskiln-
aðarstefnunnar. Enda tileinkar
Noah henni bókina þar sem hann
þakkar henni fyrir að hafa komið
sér til manns.
Jón Þórisson
NIÐURSTAÐA: Leiftrandi skemmtileg
bók sem eykur skilning á mannlegu
eðli við sérstæðar aðstæður.
Ótrúleg þroskasaga Noah
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 35L A U G A R D A G U R 2 1 . M A R S 2 0 2 0