Fréttablaðið - 21.03.2020, Side 64

Fréttablaðið - 21.03.2020, Side 64
LEIKHÚS Níu líf Tónlist og söngtextar: Bubbi Morthens Leiktexti og leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson Útsetningar og tónlistarstjórnun: Guðmundur Óskar Guðmunds- son Danshöfundur: Lee Proud Leikarar: Aron Már Ólafsson, Björn Stefánsson, Esther Talía Casey, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Rakel Björk Björns- dóttir, Valur Freyr Einarsson, Baldur Björn Arnarsson, Gabríel Máni Kristjánsson og Hlynur Atli Harðarson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Dramatúrg: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson og Þórður Gunnar Þorvaldsson Leikgervi: Elín Sigríður Gísladóttir Dansarar: Katrín Mist Haralds- dóttir, Sólbjört Sigurðardóttir og Sölvi Viggósson Dýrfjörð Hljómsveit: Aron Steinn Ásbjarnarson, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Þorvaldur Þorvaldsson og Örn Eldjárn Söngur: Kórar söngskólans Domus vox, Stúlknakór Reykja- víkur og Aurora Við lifum á skrýtnum óvissutím- um. Leikhúsið leitast stöðugt við að endurspegla samtímann eða gefa áhorfendum hvíldarpásu frá honum, stundum tekst bæði í einu. Glymskrattasöngleikurinn Níu líf byggður á lögum og lífi Bubba Morthens, einu heittelskaðasta söngvaskáldi þjóðarinnar, leitast einmitt við að slá tvær f lugur í einu höggi; rýna í þjóðarsálina og hugga með hörkutónlist sem snert hefur marga um áratugaskeið. Ólafur Egill Egilsson, skrifar handritið og leikstýrir, og sýningin var frum- sýnd rétt áður en leikhúsunum var skellt tímabundið í lás. Skreytt með tónlist Lífshlaup Bubba Morthens er stór- brotið, saga af manni sem hefur marga f jöruna sopið í takt við samfélag sem bæði elskar hann og elskar að hata. Ólafur Egill endur- varpar æviskeiði eins manns í fjöl- vídd, í f lókinni uppfærslu, sem tekst á við dæmisöguna um mann í leit að sjálfum sér. Verkefnið er ærið og erfitt, stundum heppnast gjörningurinn en stundum ekki. Sýningin virkar best þegar hún er abstrakt og fókusinn er á ástand aðalpersónunnar frekar en lífs- framvindu, þar má telja æsing Bubba á árum Utangarðsmanna og niðurbrot egósins eftir ára- langa neyslu. Sömuleiðis er opnun- aratriðið eftir hlé þegar Bubbi er á botninum í meðferð leyst afskap- lega vel. En einföldun æskuáranna, verbúðarómantíkin og valhoppið yfir f lóknu seinni árin skautar yfir efnið og skreytir með tónlist. Ólafur Egill er hæfileikaríkur leik- stjóri, en allt of oft leysist sýningin upp í tónleikauppfærslu sem fjar- lægist lífshlaupið og setur fókusinn frekar á tónleikaupplifunina. Fjölföldun Bubba Alls leika átta leikarar Bubba á mis- munandi tímabilum. Þrír ungir leikarar fara með hlutverk Litla- Bubba en á frumsýningu var Hlyn- ur Atli Harðarson í smáum skóm Bubba og stóð sig með prýði. Við honum tekur Rakel Björk Björns- dóttir sem Ungi-Bubbi, reiður ungur maður á f lótta og Aron Már Ólafsson leiðir leikinn inn í fullorð- insárin sem Gúanó-Bubbi, maður sem er í baráttu við tilveruna, í leit að festu. Frammistaða beggja er fín sem og söngraddir en gallinn á fjölföldun Bubba er að hver leikari situr uppi með einfaldaða útgáfu af margslungnum einstaklingi. Djöf larnir á baki Bubba, sem fylgja honum við hvert fótmál, eru Utangarðs-Bubbi og Egó-Bubbi, leiknir af Birni Stefánssyni og Hall- dóru Geirharðsdóttur. Samleikur þeirra er skemmtilegur og Björn er mergjaður í sínum tónlistarf lutn- ingi. Halldóra færir sýninguna á annað plan með túlkun sinni á niðurbroti Bubba. Hún er í senn Patti Smith, Andrea Jónsdóttir og Bubbi, táknmynd fyrir möguleik- ana sem efniviðurinn hefur upp á að bjóða og glötuðu tækifærin í sýningunni. Edrú-Bubbi, leikinn af Hirti Jóhanni Jónssyni, er til- finningalega f lóknasta útgáfan af söngvaranum. Meðferðaferðalag hans, brjálæðislegi tryllingurinn sem fylgir því að halda sér hrein- um og fallið er á við heilt leikrit. Hjörtur Jóhann er afskaplega fær og byrjar vel í túlkun sinni á varnar- leysi einstaklings á botninum en dettur síðan allt of f ljótt í f latneskju poppstereótýpunnar. Hlutverk kvenna Góðæris-Bubbi í leik Jóhanns Sigurðarsonar stoppar stutt við en Jóhann nýtur sín best í þeim fjölmörgu smáu hlutverkum sem honum eru falin. Hvort sem það eru þekktir einstaklingar á borð við Þórarin Tyrfingsson og Davíð Oddsson eða nafnlausi verkstjór- inn í frystihúsinu. Hann finnur hverjum karakter ólík blæbrigði, dettur ekki í eftirhermur og svo eru raddböndin auðvitað af dýrari gerðinni. Sátti-Bubbi sem Valur Freyr Einarsson leikur er sömuleið- is fremur einföld persóna á blaði, en Valur Freyr kveður áhorfendur í lok sýningar á ógleymanlegan máta. Ekki verður af Esther Talíu Casey tekið að hún leysir hlutverk Grethe og Hrafnhildar, kvennanna í lífi aðalpersónunnar, af hlýju og samúð. En svo virðist vera að hlut- verk kvennanna skipti einungis máli til að ýta sögu karlkynshetj- unnar áfram. Slíkar kvenmýtur og madonnuímyndir eru þreyttar, þar sem konur birtast sem heilandi, huggandi og heilar, hinar birtingar- myndirnar eru hóran og hjálpar- hellan. Heil herdeild af ungu og fram- bærilegu listafólki styður við sýninguna, þar má telja dansarana Katrínu Mist Haraldsdóttur, Sól- björtu Sigurðardóttur og Sölva Viggósson Dýrfjörð, einnig taka þrír ungkvennakórar þátt, en þeir eru ekki virkjaðir nægilega vel fyrir utan að skrúfað er upp í ellefu á hátölurunum. Danshönnun Lee Proud gerir því miður lítið til að dýpka söguna, fyrir utan stórglæsi- lega túlkun hans á Rómeó og Júlíu. Óreiðukennd hönnun Svipaða sögu má segja um útsetn- ingar og hljómsveitarstjórn Guð- mundar Óskars Guðmundssonar. Mikið er lagt upp úr stuðinu og auðvitað er tónlistin frábær en af hverju ekki að túlka lögin alveg upp á nýtt, taka hugmyndafræði sviðsetningarinnar lengra og taka meiri áhættu? Leikmyndahönnuðurinn Ilmur Stefánsdóttir kveður stóra svið Borgarleikhússins í bili en á síðustu árum hefur hún þróað með sér sér- fræðiþekkingu á víddum rýmisins, þó tekst ekki nægilega vel til að þessu sinni. Sviðið virðist kalt og hönnunin óreiðukennd. Óreiðan einkennir líka búningahönnun Fil- ippíu I. Elísdóttur en ljósi punktur- inn er klárlega appelsínugula úlpan sem allir þekkja. Níu líf verður vafalítið stór smellur f y rir Borgarleik húsið og af komumikill fyrir kassann. Maðurinn á bak við söguna er auð- vitað Bubbi sjálfur, en þrátt fyrir tilraunir Ólafs Egils til að tengja saman lífshlaup hans og samtíma- sögu þjóðarinnar, heppnast ætl- unarverkið allt of sjaldan. Hér er á ferðinni uppfærð útgáfa af glym- skrattasöngleiknum sem þjóðin þekkir mætavel eftir sigurgöngu Ellýjar. En nú tekst leikurinn ekki jafn vel, þó að umgjörðin sé tölu- vert íburðarmeiri. Leikarahópur- inn og tónlistin ráða hér ríkjum en sýningin dvelur meira í heimi tón- leikauppfærslu frekar en að kafa í kjarna söguhetjunnar og þjóðar- innar. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Yfirborðskennd nálgun skreytt með dúndrandi tónlistarflutn- ingi leikaranna sem lyfta sýningunni upp. Að vera eða ekki vera Bubbi Stundum heppnast gjörningurinn, stundum ekki, segir gagnrýnandi um Níu líf. Glæpasögur Ann Cleeves njóta vinsælda hér á landi og því kemur ekki á óvart að bók hennar Bláleiftur er í fyrsta sæti á metsölulista Eymundsson. Ný bók eftir hana kom út í Bretlandi á dög- unum, The Long Call, og þar kynnir hún til leiks nýja rannsóknar- lögreglu. Bókin, sem mun vera sú fyrsta í seríu, fór rakleiðis í fyrsta sæti metsölulista Sunday Times og hefur fengið mjög góða dóma. Aðal- persónan í Bláleiftri er lögreglufor- inginn Jimmy Perez sem heldur með unnustu sína á uppvaxtarslóðir á Friðarey. Þar ríkir hins vegar ekki friður því morð er framið og annað fylgir í kjölfarið. Hvítt haf eftir Roy Jacobsen er í öðru sæti metsölulistans. Í þriðja sæti er hin skemmtilega, en um leið magnaða minningabók Trevor Noah, Glæpur við fæðingu. Bók sem allir bókaunnendur ættu að lesa, það er ómögulegt að ímynda sér að þeir verði fyrir vonbrigðum. Fimmta bók Jónínu Leósdóttur um hina forvitnu og rannsókna- glöðu Eddu, sem komin er af létt- asta skeiði, er í fjórða sæti. Jónína á traustan lesendahóp sem sækir í bækurnar um Eddu. Athygli vekur að í sjötta sæti list- ans er endurútgáfa á Litlum konum eftir Louisu May Alcott, bók sem hefur verið í stöðugri endurprent- un í Bandaríkjunum og víðar  frá útkomu, 1868. Sagan um March systurnar hefur sannarlega heillað lesendur, líka hér á landi. Sagan hefur margoft verið kvikmynduð og það hefur átt sinn þátt í að við- halda vinsældum bókarinnar. Kvik- mynd Gretu Gerwig er sú nýjasta og útkoman var heillandi, enda mynd- in tilnefnd til Óskarsverðlauna. Cleeves á toppnum Ann Cleeves situr á toppi metsölu- lista með bók sína Bláleiftur. Hinar klassísku Litlu konur. 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.