Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2020, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 21.03.2020, Qupperneq 17
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Sem betur fer höfum við flest sem byggjum þetta land enga reynslu af stríðs- rekstri. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Það er varla ofsögum sagt að tilvera margra er á öðrum endanum um þessar mundir, enda varla nokkur maður sem kemst undan áhrifum sóttvarnaaðgerða sem til hefur verið gripið til varnar árans veirunni. Skólahald úr lagi, talið inn og út úr verslunum og skorður settar við fjölda á samkom- um. Strætisvagnar aka um nær tómir og bíll og bíll á stangli á götunum. Sögusagnir á sveimi um skelfingu og hörmungar, eins og frjór jarðvegur virðist því miður fyrir. Það sér það hver maður að áhrifin eru mikil, enda eru landsmenn yfirleitt vanir að fylgja því sem fyrir þá er lagt. Það fer ekki hjá því að hin efnahagslega hlið þessa alls verði dökk þegar tölum verður raðað á blað. Rekstur fjölda fyrirtækja mun verða fyrir þungu höggi og viðbúið að sum lifi ekki af. Á meðan þessir atburðir gerast, er beðið ákaft eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar til mótvægis þessu öllu. Þau hafa látið á sér standa, en koma vonandi fram í dag. Ríkisstjórnir annarra landa í nágrenninu hafa látið myndarlega til sín taka, þó mörg þeirra búi við lakari stöðu ríkisfjármála en við. Á margan hátt er Ísland fyrirmyndarríki, þó benda megi á ýmislegt sem við gætum fært til betri vegar. Í ljósi þessarar stöðu hefur Ísland möguleika til að vera í algerum fararbroddi í aðgerðum til að styðja atvinnulíf og tryggja rekstur lífvænlegra fyrirtækja. Viðbrögð Seðlabanka hafa verið eftirtektarverð. Á einni viku hefur hann tvívegis lækkað vexti og stigið myndarlegt skref til að minnka eiginfjárkröfur á banka, til að auðvelda þeim það erfiða verkefni sem þeirra bíður, að greiða úr vandræðum viðskiptavina sinna. Miklu skiptir að innan bankanna verði snör handtök við þessi verkefni og að jafnræðis og sann- girni verði gætt og eitt gangi yfir alla í sambærilegri stöðu. „Þetta er auð vitað stríð og nú er inn rás hafin“, sagði landlæknir nýlega. Þetta er ágæt samlíking. Landið og reyndar heimurinn allur er undir innrás veirunnar. Sem betur fer höfum við flest sem byggjum þetta land enga reynslu af stríðsrekstri. En við höfum lesið um hörmungar stríðshrjáðra landa þar sem mannslíf er lítils metið. Þetta er ekki þannig stríð. Enda miða öll sóttvarnaviðbrögð við að vernda mannslíf. Fleiri hafa líkt kórónabaráttunni við stríð. Í frétta- þætti í Ríkissjónvarpinu nýlega lýsti ítalskur læknir því að á tímum heimsstyrjaldanna tveggja hefðu forfeður Ítala verið kvaddir í herinn til að berjast fyrir land og þjóð. Nú snerist baráttan um að halda sig heima og virða útgöngubann og aðrar takmarkanir á samskiptum fólks, til að varna útbreiðslu veirunnar. Það væri í samanburðinum ekki mikil fórn að færa. Fæstum okkar hér dettur annað í hug en að gegna því sem fyrir okkur er lagt. Það sést best á áhrifum samkomubannsins og nálægðarreglunnar. Þess vegna er enn sem komið er ekki þörf á að takmarka samskipti fólks meira en orðið er. Þessu stríði mun ljúka bráðlega. Ólíkt þeim flestum vitum við hvernig fer – með fullnaðarsigri manns yfir veiru. Og þá verður indæll friður. Stríð og friður Bresku heilsuhæli, sem vinsælt er meðal fræga fólksins, hefur verið stefnt fyrir rétt fyrir að halda því fram að eplabaka hælisins komi í veg fyrir krabbamein. Champneys keðjunni sem státar af gestum á borð við Beckham hjónin, Brad Pitt og Naomi Campbell, er gefið að sök að hafa haldið fram villandi fullyrðingum á matseðli sínum. Við fyrstu sýn virðist málið léttvægt. En þegar betur er að gáð má sjá að fullyrðingar um eplabökur með lækningamátt eru dauðans alvara. Árið 2010 lést hin 48 ára tónlistarkona, Arianna Foster, úr brjóstakrabbameini. Arianna var söngkona pönk- hljómsveitarinnar The Slits. Hún var einnig stjúpdóttir John Lydon, söngvara The Sex Pistols. „Hún þurfti ekki að deyja," sagði Lydon í viðtali stuttu eftir and- látið, er hann greindi frá því að Arianna hefði hafnað hefðbundnum læknismeðferðum og kosið í staðinn óhefðbundnar lækningar. „Ef þú vilt lifa af eitthvað sem er læknanlegt eins og brjóstakrabbamein, ekki leita til rugludalla." Lydon sagði fjölskylduna þeirrar skoðunar að ákvörðun Ariönnu „jaðraði við sjálfsmorð“. Guð og jólasveinninn Virðing fyrir vísindum hefur víða virst takmörkuð síðustu misseri. Niðurstöður rannsókna á sviði lofts- lagsbreytinga eru gjarnan úthrópaðar sem óbreyttar skoðanir, engu upplýstari en Tweet frá Trump að næturlagi. Mislingatilfellum fer fjölgandi í heiminum í kjölfar þess að foreldrar taka í auknum mæli að líta á eitt helsta afrek læknavísindanna, bólusetningar, sömu augum og guð og jólasveininn; maður ræður hvort maður trúir á þær eða ekki. En skjótt skipast veður í lofti. Ekki er langt síðan bresk stjórnvöld gáfu frat í fagfólk. „Fólkið í landinu hefur fengið nóg af sérfræðingum," sagði Michael Gove, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í aðdraganda þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusam- bandinu þegar honum gekk illa að finna hagfræðinga sem voru reiðubúnir að fullyrða að Brexit yrði Bretum til gagns en ekki tjóns. Nú keppist hins vegar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og samherji Gove í Brexit baráttunni, við að styðja athafnir sínar áliti sérfræðinga. Johnson segir „vísindin vísa sér leið“ þegar kemur að viðbrögðum ríkisstjórnar hans við kóróna- veirufaraldrinum. Á daglegum blaðamannafundum gætir hann þess ávallt að umkringja sig fríðu föruneyti virts vísindafólks. Á viðsjárverðum tímum kórónaveirunnar erum við öll undir vísindunum komin. Við treystum á að þróuð verði læknismeðferð við veirunni, próf sem sýni hraðar en nú er hægt hvort fólk sé smitað eða ekki, próf sem sýni hvort fólk sé búið að fá vírusinn og læknast af honum – og að endingu bóluefni. En faraldurinn sem nú geisar sýnir ekki aðeins fram á mikilvægi vísinda heldur einnig hættur af hvers konar húmbúkki. Sá orðrómur komst á kreik í Íran að áfengi veitti vörn gegn kórónaveirunni. Hundrað manns hafa nú látist af völdum metanóleitrunar, eftir að hafa drukkið eitrað heimabrugg, en neysla áfengis er bönnuð í Íran. Annað dæmi um hættur af bábiljum á tímum kórónaveirunnar er sértrúarsöfnuður í Suður- Kóreu sem sakaður er um að bera ábyrgð á skjótri útbreiðslu vírussins þar í landi. Þegar smit tók að breiðast ógnarhratt um söfnuðinn hvöttu leiðtogarnir meðlimi hans til að leyfa ekki að láta prófa sig fyrir vírusnum og vitnuðu í rétt safnaðarins til friðhelgi trúarlífs. „And-vitsmunahyggja er óslitinn þráður sem fléttast inn í pólitískan og menningarlegan veruleika okkar og nærist á þeirri ranghugmynd að lýðræði þýði að vanþekking mín sé jafnrétthá þekkingu þinni.“ Svo skrifaði rithöfundurinn Isaac Asimov í grein sem birtist í Newsweek fyrir þrjátíu árum. Þegar yfirstand- andi faraldri linnir er óskandi að það verði ekki aðeins kórónaveiran sem hörfar, heldur einnig tískusveifla sú sem upphefur fáviskuna. Banvæn eplabaka Summit® E-470 Verð: 406.500 kr. 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.