Fréttablaðið - 21.03.2020, Side 60
Spilið Skrýtlur
„Almáttugur,“ hrópaði
Róbert upp y r sig.
„Við erum föst hérna
inni og munum aldrei
komast út,“ bætti hann
við skel ngu lostinn.
„Enginn mun nokkurn
tímann nna okkur
og við munum svelta í
hel.“ „Svona nú Róbert
minn,“ sagði Kata
höstug. „Þetta er nú bara
völundarhús og það er
alltaf einhver leið út úr
völundarhúsum,“ bætti
hún við og leit í kringum
sig. „Eða er það ekki?“
spurði hún og glotti
þegar hún sá að
Róbert hvítnaði.
Konráð
á ferð og ugi
og félagar
396
Getur
þú hjálpað Róberti og Kötu að komast út úr völundar-húsinu?
?
?
?
Gunnar Helgason er vel þekktur
sem leikari og barnabókahöfundur.
Gunnar, hvernig krakki varstu?
Ég man ekki til að mér leiddist
nokkurn tíma. Ég á líka tvíbura-
bróður og var því aldrei einmana.
Við vorum mikið úti. En einhvern
tíma á rigningardegi lékum við vin-
sæla innhringingarþætti sem voru
nýjung þá í útvarpi, lékum þáttar-
stjórnandann, þann sem hringdi
og sungum lögin sem beðið var um.
Varstu alltaf glaður? Já, það eru
bara einhver efnaskipti í hausnum
sem valda því. En við gerðum líka
hluti sem fólk færi í fangelsi fyrir í
dag. Einu sinni stjórnuðum við árás
krakkanna í hverfinu á strætisvagn
því okkur þótti bílstjórinn leiðin-
legur. Dúndruðum snjóboltum í
vagninn og stíf luðum alla götuna.
Tókum svo líka þátt í að kveikja í
drasli við blokkina en neituðum
öllum ásökunum þar til mamma
bað okkur að líta í spegil – við
vorum kolsvartir.
Manstu hvað þig dreymdi um að
verða? Mig langaði að verða Laddi.
Varstu óþægastur í bekknum?
Tveimur kennurum fannst það, þeir
lömdu mig báðir. Einu sinni lenti
ég í skammarkróknum hjá Ásdísi,
besta kennara í heimi, henni blöskr-
aði svo lætin í stelpunum því ég lék
allt sem þær voru að gera meðan
hún skrapp á kennarastofuna.
Hvaða matur þótti þér bestur Ætli
það hafi ekki verið kjúklingur?
hann var svo sjaldgæfur þá. Ég man
líka enn þegar við vorum í pössun
hjá fólkinu á móti og húsbóndinn
fór á Ask og keypti hamborgara og
franskar. Maður hafði aldrei upp-
lifað annað eins – átta eða níu ára.
Skrifaðir þú sögur þegar þú varst
lítill? Ég byrjaði að skrifa bók þegar
ég var tólf ára. Það var ekki til nein
stílabók heima en mér var rétt pínu-
lítil minnisblokk. Ég kláraði hana,
þá var fyrsti kaflinn búinn.
Þegar ég var í 8. eða 9. bekk átti
ég að skrifa ritgerð upp á tvær blað-
síður. Þá fór ég í Glæsibæ og keypti
mér stílabók, fyllti hana og skilaði
til kennarans. Hann las þetta fyrir
allan bekkinn í drekkutímanum og
sagan entist vikuna.
Áttu heilræði handa krökkum
sem eru í sóttkví heima núna?
Lesa bækur, alls konar bækur, spila
og leika sér. Ekki bara sitja og horfa,
kíkja samt á KrakkaRúv. Skrifa og
teikna og búa til leikrit. Krakkar
verða að vera duglegir að hafa ofan
af fyrir sér því foreldrarnir verða
að vinna, þó að þeir séu heima. Ég
sá einn strák áðan út um gluggann
sem var í einhvers konar stöðva-
þjálfun, að hlaupa og gera æfingar.
Kannski væri sniðugt að búa til
hreyfingaplan – og auðvitað að
fara út með hundinn ef hann er á
heimilinu.
Langaði að
verða Laddi
„Krakkar verða að vera duglegir að hafa ofan af fyrir sér því foreldrarnir
verða að vinna, þó þeir séu heima,“ bendir Gunni á. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
EINU SINNI LENTI ÉG Í
SKAMMARKRÓKNUM
HJÁ ÁSDÍSI, BESTA KENNARA Í
HEIMI.
Spil fyrir tvo
Markmið Lönguvitleysu er að enda
með öll spilin.
Spilarar hafa hvor sinn bunkann
fyrir framan sig, á hvolfi, og passa
að sjá ekki spilin. Ekki má heldur
stokka bunkann.
Sá sem ekki gaf byrjar.
Hann leggur efsta spilið úr bunkan-
um sínum á borðið milli spilaranna,
upp í loft. Þá leggur hinn spilarinn
sitt efsta spil þar ofan á, líka upp
í loft. Þannig gengur þetta koll af
kolli þar til tromp kemur upp. Sá
sem ekki átti trompið setur þá út
fimm spil ef trompið var ás, fjögur
ef það var kóngur, þrjú ef það var
drottning, tvö ef það var gosi og
eitt ef það var lægra spil.
Sá sem lagði út trompið í upp-
hafi tekur nú öll spilin í kastbunk-
anum og stingur þeim á grúfu
undir sinn eigin bunka. Svona
gengur Langavitleysan þar til annar
spilarinn er búinn með öll spilin
sín, þá hefur hann tapað og hinn
stendur uppi sem sigurvegari.
Langavitleysa
Sögukennarinn: Í hvaða orrustu
féll Gústaf Adolf?
Lalli: Ég held það hafi verið í
síðustu orrustunni hans.
Spurning: Hvernig dó Super Mario?
Svar: Hann Nintendó.
Tveir asnar voru hvor á sínum
árbakkanum. „Hvernig kemst ég
hinum megin?“ hrópaði annar yfir
ána. „Þú ert hinum megin,“ galaði
hinn.
Kennarinn: Hvað er það sem er
kallað miðbaugur, Óli?
Óli: Það er svart strik á kortinu.
„Af hverju ertu að skæla, gúrka?
þetta er gamanmynd.“
„Ég veit,“ svaraði gúrkan, „ég er
bara að skæla vegna þess að það
er laukur við hliðina á mér.“
2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
KRAKKAR