Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 25
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Guðmundur Jóhann segir að hann hafi fyrst fengið áhuga á súrdeigsbakstri fyrir sex árum. Vinnan við súrdeigið er þolinmæðisverk og það tekur tíma að fá rétta súrinn til að hægt sé að baka úr honum. Fyrir þá sem hafa nægan tíma heima þessa dagana væri súrdeigsgerð ákjósanlegt verkefni. Í verðlaun fást síðan þessi æðislegu mjúku brauð með stökkri skorpu eða fínustu föstu- dagspitsur. „Ég er mikill brauðmaður og mig langaði til að gera betra brauð. Ég sá umfjöllun um súrdeigs- gerð á netinu og fór að prófa mig áfram. Þetta klúðraðist í upphafi margsinnis en fyrir svona fjórum eða fimm árum fór þetta að takast hjá mér. Síðan hef ég bakað brauð um hverja helgi. Ríf mig upp á laugardagsmorgnum klukkan átta til að hita ofninn og gera allt klárt,“ segir Guðmundur sem er sjálf lærður, fór aldrei á námskeið eða neitt slíkt til að nema sig í fræðunum. „Ég horfði á Youtube myndbönd, skoðaði greinar og las allt sem ég komst yfir á netinu. Þetta er tæknileg vinna en með æfingunni tókst mér að ná utan um hana.“ Gott skipulag nauðsynlegt Guðmundur byrjaði ferlið með sjö daga vinnu. „Ég nota sterkt prótín- ríkt fínt hveiti á móti heilhveiti, set 40 grömm af því á móti 40 g af volgu vatni. Hræri þetta saman en þetta þarf að gera á hverjum degi í sjö daga með því að bæta alltaf sama magni við upphaflega súrinn. Ég geymi súrinn í rými með jafnt hitastig, hjá mér inni í búri. Á sjöunda degi ætti að vera komið líf í súrinn í krukkunni en þá set ég hann í kæliskáp þar sem hann geymist í a.m.k. viku. Þegar ég tek af honum í bakstur gef ég honum annað eins í staðinn. Ef súrinn væri á borðinu við stofu- hita yrði að gefa honum á hverjum degi en það er sjaldnar þegar hann er í ísskáp. Ég þarf að taka súrinn út á miðvikudegi ef ég ætla að nota hann á laugardegi í brauðbakstur til að koma honum í gang. Þá er hann settur í deig á föstudegi,“ segir Guðmundur en þá er bætt í hann hveiti, salti og vatni fyrir baksturinn áður en hefun hefst. „Þetta er svolítil skipulagning á tíma,“ útskýrir hann. Guðmundur lýsir vel ferlinu á bloggsíðu sinni: gudmundurjo- hann.wixsite.com/gummabakari en þar er einnig hægt að skoða uppskriftir sem hann hefur sett inn. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Pabbapitsa er í miklu uppáhaldi hjá syninum, Aroni Ingva, sem er ellefu ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Framhald af forsíðu ➛ Hvít trufflu-sveppa súrdeigspitsa Hálft box kastaníusveppir 5 hvítlauksrif Tæplega hnefafylli af ferskri steinselju Salt Pipar Hvítlaukssalt Smjör Hvít truffluolía (fæst í Hagkaup) Hálf mozzarella kúla Pizzuostur Setjið ofninn í botn (250 gráður, blástur með undir og yfir). Setjið pitsustein eða bökunarplötu í ofninn og leyfið þessu að hitna í a.m.k. 40 mínútur. Blandið saman 50 ml af olíu, söxuðum hvítlauk, tveim mat- skeiðum af saxaðri steinselju í krukku. Saltið og piprið. Hitið 40 g af smjöri á pönnu. Skerið sveppi í sneiðar og setjið á pönnuna. Stráið hvítlaukssalti og pipar yfir. Steikið í 10 mín. eða þar til sveppirnir eru farnir að brúnast. Leggið til hliðar. Útbúið botninn og dreifið hvít- lauksolíunni yfir allan botninn, sérstaklega á kantinn. Næst aðeins af pitsuosti og síðast rifinn mozz- arella. Dreifið því næst svepp- unum yfir og setjið inn í funheitan ofn. Um leið og pitsan er klár – takið hana út og drussið vel af trufflu- olíunni yfir hana, sérstaklega yfir kantinn til að fá extra djúsí enda. Pabbapitsa á föstudögum Guðmundur segir að þetta sé mjög skemmtilegt áhugamál og hann mælir með því. „Fyrir mig er þetta eins og hugleiðsla. Ég geri alltaf sérstakt pitsudeig á fimmtudagskvöldum og það er orðinn fastur liður á heimilinu að ég búi til föstudags-súrdeigspitsu og hún er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Þannig hefur það verið nánast undantekningarlaust í fjögur ár,“ segir Guðmundur og svarar því játandi þegar hann er spurður hvort hann sé ekki enda- laust vinsæll heima fyrir. „Sonur minn, Aron Ingvi, sem er ellefu ára vill ekkert annað er pabbapitsu. Sömu sögu er að segja um dóttur mína, Hafdísi Björk, sem er 17 ára. Þau hafa alist upp við pabba- pitsu og við búum alltaf til fjórar pitsur með áleggi eins og hver vill. Sonurinn vill nautahakk en dótt- irin vill eingöngu ananas sem ég skil ekki en við hjónin erum alltaf að prófa eitthvað nýtt,“ segir hann. Guðmundur er kvæntur Sædísi Sigurbjörnsdóttur, skjalastjóra hjá ÁTVR. „Þetta er ákveðin fjölskyldu- stund sem er mjög skemmtileg. Pitsan er bökuð á pitsusteini sem er mikilvægt, þar sem deigið er frekar blautt og mjúkt. Um leið og mikill hiti fer á deigið sprettur það upp og verður loftmikið og stökkt. Það er ýmislegt hægt að nota súrdeigið í fyrir utan brauð og pitsur. Ég hef bakað beyglur með mjög góðum árangri, kanilsnúða og foccacia, ítalskt brauð. Einnig hef ég prófað að gera glútenlausa pitsubotna. Það er ýmislegt hægt að gera með þetta deig og um að gera að prófa sig áfram. Margir segja að súrdeigsdeig fari mun betur í meltinguna en venjulegt gerdeig. Þess vegna velja margir frekar súrdeigsbrauð. Guðmundur bakar brauðin í sérstökum pottum á 230°C hita. Ofninn þarf að hitna í klukku- stund áður en brauðin eru sett inn. Brauðið setur hann í ofninn kl. 9 á laugardagsmorgni, þau eru bökuð í 40 mínútur en þurfa svo að hvíla á borði í a.m.k. hálftíma. Þau eru því orðin fullkomin í bröns í hádeg- inu. Pitsuna bakar hann á 250°C.“ Fjallabróðir og matgæðingur Guðmundur er annálaður mat- gæðingur og hefur sérstaklega gaman af ítalskri matargerð. Hann býr til pasta frá grunni, býður upp á heimagert ravioli og ricotta ost. Svo segja má að hann sé með sér- staka ástríðu fyrir öllu sem þarf að leggja ást og alúð í. „Við eldum allt- af heima og ég hef gaman að Sous Vide aðferðinni, einnig að kola- grilla, eða bara þessar hefðbundnu aðferðir. „Mér finnst ekkert betra en að fá mér rauðvín í glas upp úr sex, setja góða tónlist á fóninn og dunda mér síðan í matargerðinni í eldhúsinu. Þannig get ég kúplað mig út úr hraða dagsins. Mér finnst gaman að bjóða fólki í mat og bæði konan mín og vinir hafa á mér mikla matarást,“ segir Guðmundur en hann er duglegur að gefa vinum sínum súrdeig. Síðan á hann annað áhugamál sem er að syngja með Fjallabræðrum. Hann hefur sungið með kórnum í sex ár og segir það mikil forréttindi að vera hluti af þeim hópi. Guðmundur er í fjarvinnu þessa dagana vegna COVID-19. Hann er þó ekki í sóttkví og getur auðveld- lega unnið heima. „Ég er heppinn að geta unnið allt heima, þar sem gögn sem ég vinn með eru flest raf- ræn. Það er ágætt að vinna heima tímabundið, en ég sakna þess að hitta ekki fólk eða komast á kaffi- stofuna. Það er þó heppilegt vegna skerðingar á skólastarfi hjá syni mínum. Konan mín hefur ekki tök á að vinna heima,“ segir Guð- mundur ,sem gefur hér lesendum uppskrift að æðislegri súrdeigs- pitsu. Fyrir þá sem vilja spreyta sig á súrdeiginu þá endilega kíkið á síðuna hans Guðmundar en slóðin er hér að framan. Mest selda liðbætiefni á Íslandi LIÐVERKIR, STIRÐLEIKI EÐA BRAK Í LIÐUM? 2-3ja mánaða skammtur í hverju glasi 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . M A R S 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.