Fréttablaðið - 21.03.2020, Side 23
NÆRMYND
„Maður sér hana alvarlega og yfirvegaða á þessum blaðamannafundum og svo kemur hún heim og er bara eitthvað að fíflast í manni. Hún er alger negla
sko,“ segir Jónas Már, sonur Ölmu, um landlækninn móður sína. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Helga Kristín,
dóttir Ölmu,
er ekki síður
stolt af mömmu
sinni sem fyrstu
konunni sem
starfaði sem
þyrlulæknir
Landhelgisgæsl-
unnar, en því að
hún hafi fyrst
kvenna tekið
við embætti
landlæknis.
Kristján, bróðir Ölmu, og Helena, móðir þeirra, telja að á myndinni sé land-
læknirinn tilvonandi fjögurra og hálfs árs og ráðherrann fv. þá tólf og hálfs.
Alma Dagbjört Möller tók við embætti land-læknis 1. apríl 2018 og varð þá fyrsta konan sem var ráðin í þetta „elsta djobb
landsins“, eins og bróðir hennar,
þingmaðurinn og ráðherrann fyrr-
verandi Kristján L. Möller, orðar það.
„Hún er bara hreint og beint ein-
stök enda er hún nú þriðji land-
læknirinn sem við höfum haft. Það
var bara Bjarni Pálsson 1760, svo
kom Ólafur landlæknir og svo kom
Alma,“ segir eftirherman Jóhannes
Kristjánsson og skellir upp úr.
Þótt hann fari full hratt yfir
íslenskt landlæknatal er þó engum
blöðum um það að fletta að Alma er
á rétt sléttum tveimur árum orðinn
einn nafntogaðasti landlæknir sög-
unnar.
Alma, Víðir Reynisson yfirlög-
regluþjónn og Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir, þykja sýna fádæma
lagni við að miðla alvarlegum upp-
lýsingum til almennings án þess
að kynda undir ótta eða vekja tor-
tryggni.
Ákveðin og flippuð
„Ég held að ekki hafi verið hægt að
skipa betri manneskju í að tækla
nákvæmlega þetta verkefni,“ segir
eldfjallafræðingurinn Helga Kristín
Torfadóttir um landlækninn móður
sína.
„Ég held að það sé alveg rétt,“ tekur
litli bróðir hennar, Jónas Már Torfa-
son lögfræðingur, undir. „Hún er
bara svo hreinskilin, örugg, alltaf í
jafnvægi og segir bara það sem þarf
að segja á þessum blaðamannafund-
um og er nógu staðföst til að vera
ekkert að blása það út að óþörfu.“
Þegar Helga og Jónas eru í fram-
haldinu einfaldlega spurð hvernig
mamma Alma landlæknir sé, ber
þeim saman í veigamiklum atrið-
um. „Hún er náttúrlega mjög dugleg
og ákveðin en samt mjög flippuð,“
segir Helga. „Það er mikill húmor á
heimilinu og mikið hlegið en hún er
samt ákveðin inn á milli.“
Jónas tekur heils hugar undir með
stóru systur: „Hún hefur alltaf verið
ákveðin og haft vit fyrir mér og pass-
aði upp á að maður væri ekki að gera
einhverja vitleysu. Í seinni tíð hef ég
kunnað mjög að meta þetta og kann
henni miklar þakkir fyrir það í dag.“
Jónas bætir við að eftir að hann
komst til vits og ára hafi lengst í
taumnum og „í dag erum við miklu
meira vinir heldur en bara mæðgin.
Hún er mikill húmoristi og rosalega
flippuð og þannig sér maður hana
alvarlega og yfirvegaða á þessum
blaðamannafundum en svo kemur
hún heim og er bara eitthvað að fífl-
ast í manni. Hún er alger negla sko,“
segir Jónas og stoltið leynir sér ekki.
Heimilið er öruggasta vígið
Alma fæddist á Siglufirði og er lang
yngst í hópi sex barna hjónanna
Jóhanns Georgs Möller og Helenu
Sigtryggsdóttur. Jóhann var verk-
stjóri og bæjarfulltrúi Alþýðuflokks-
ins á Siglufirði, en hann lést 1997.
„Það er svo gaman þegar ég horfi
á þessa mynd,“ segir Kristján Möller
um meðfylgjandi æskumynd af
þeim Ölmu og hillu í bakgrunn-
inum sem enn prýðir heimili 96 ára
gamallar móður þeirra.
Á henni stendur: Heimilið er besta
og öruggasta vígi hvers manns.
Faðir okkar skar þetta út fyrir langa
löngu og núna eru heimilin besta og
öruggasta vígi hvers manns meðan
þessi faraldur gengur.
Víðsýnn stjórnandi
„Til að lýsa manneskju eins og Ölmu
væri auðvelt fyrir mig að rita langan
lista af fallegum lýsingarorðum
en sá listi yrði að líkindum lengri
en plássið hér leyfir,“ segir Kjartan
Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður
landlæknis.
„En „víðsýni“ er fyrsta orðið sem
kemur upp í huga minn þegar ég
hugsa um Ölmu. Í þessum eigin-
leika hennar felst ekki aðeins að hún
á með eindæmum auðvelt með að
setja sig í spor annarra, heldur einn-
ig sú staðreynd að hún er merkilega
lagin við að sjá stóru myndina, sam-
hengi hlutanna.“
Nýtur augnabliksins
„Ég hef ekki unnið lengi fyrir Ölmu
og er því svo lukkulegur að eiga eftir
að kynnast henni enn betur, en víð-
sýni er ekki aðeins vitnisburður um
hæfan stjórnanda. Víðsýni er nefni-
lega einnig merki um manneskju
sem hefur tamið sér gagnrýna hugs-
un, manneskju sem kann að njóta
augnabliksins og slá á létta strengi.
Víðsýni Ölmu birtist einnig í
mikilli baráttu hennar við helsta
óvin þeirra sem starfa í krísuástandi;
rörsýn og þeirri mikilvægu vitn-
eskju um að stundum veit maður
ekki hvað maður veit ekki. Í stjórn-
andanum Ölmu sé ég manneskjuna,
mömmuna, lækninn og vininn
Ölmu og ég er afar þakklátur að hafa
fengið tækifæri til að kynnast þess-
ari öflugu konu.“
Vísindaleg blíða
„Hún er alveg rosalega örugg, ákveð-
in og klár,“ segir Jóhannes grínari.
„Þetta segja mér allir sem hafa þekkt
hana í gegnum tíðina,“ segir hann og
segist helst kannast við hana frá því
hann vaknaði eftir að hafa fengið
nýtt hjarta.
„Þótt ég hafi ekki vitað það þá
bjóst ég við því að hún tæki á þessu af
þessari festu, og vísindalegu blíðu,“
segir Jóhannes um framgöngu Ölmu
í COVID-fárinu.
„Alma er nú þannig að hún getur
farið gegnum ellefu metra steinvegg
án þess að hika. Hún eiginlega getur
allt og er alltaf í jafnvægi en þegar
ég opnaði augun á gjörgæslunni, þá
var hún beint fyrir ofan mig og þá
hugsaði ég með mér að þetta hefði
mistekist. Ég hélt að ég væri kominn
Ákveðinn og flippaður múrbrjótur
Börn Ölmu Möller efast ekki um að hún er hárrétt kona á réttum tíma í embætti landlæknis en segja má að hún
hafi óvænt fengið þjóðina í fangið þar sem hún stendur ákveðin en mild í fylkingarbrjósti almannavarnaliðsins.
til himnaríkis. Hún er svo falleg
hugsaði ég, en svo velti ég hausnum
til vinstri og þá sá ég Felix svæfinga-
lækni og þá vissi ég að það gat ekki
verið að ég væri í himnaríki.“
Náin kjarnafjölskylda
Alma er gift Torfa Fjalari Jónassyni
hjartalækni og Helga Kristín segir
fjölskylduna mynda þéttan kjarna.
„Við erum mjög mikið saman fjögur
og hundurinn Móberg. Við höfum
ferðast og ferðumst mikið og erum
mjög þéttur kjarni.“
Þegar talið berst að því hvort land-
lækni sé hætt við að ofvernda upp-
komin börnin sín á samgöngubanns-
dögunum kemur Helga með óvænta
uppljóstrun.
„Það er eiginlega ég sem er ströng-
ust með sprittið og geng milli allra
hurðarhúna og spritta og þá sér-
staklega til þess að það sé ekkert
að berast í hana. Ég spritta allt sem
hún kemst í tæri við. Þannig að það
er frekar ég sem garga á hana að
spritta sig þegar hún kemur heim.“
toti@frettabladid.is
ÉG SPRITTA ALLT SEM
HÚN KEMST Í TÆRI VIÐ.
ÞANNIG AÐ ÞAÐ ER FREKAR
ÉG SEM GARGA Á HANA
AÐ SPRITTA SIG ÞEGAR
HÚN KEMUR HEIM.
Helga Kristín, dóttir
Alma Dagbjört Möller
Fædd: 24. júní 1961
Menntun: Stúdentspróf frá
Menntaskólanum á Akureyri,
læknapróf frá Háskóla Íslands,
sérfræðiviðurkenning og doktors-
gráða í svæfinga- og gjörgæslu-
lækningum frá Háskólanum í
Lundi í Svíþjóð, meistarapróf í
stjórnun heilbrigðisþjónustu og
lýðheilsu og sérfræðiviðurkenn-
ing í heilbrigðisstjórnun.
Starf: Landlæknir
2 1 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð