Gríma - 15.03.1931, Qupperneq 8
6
ÞÁTTUR AF ÁRNA JÓNSSYNI
spyrjast, að þeir hefðu tveir veitzt að einum kven-
manni. Skildu þau því við svo búið.
3- Ein aflraun Arna.
Þegar Árni var aldraður orðinn, sat hann eitt
sinn á fiskasteininum á Æsustaðahlaði. Voru vinnu-
menn hans að reyna að handsama þar á túninu stóð-
hest einn mikinn og sterkann, er Árni átti. Gekk það
ilia og eltust þeir lengi við hestinn, en fengu ekki
tekið hánn. Sagði Árni þeim þá, að þeir skyldu reyna
að reka hestinn heim á hlaðið, ef vera mætti að þeir
gætu handsamað hann þar. Svo var gert, en þegar
hesturinn sá, að þrengja átti að honum á hlaðinu,
tók hann viðbragð mikið og ætlaði að stökkva út úr
mannhringnum. Hljóp hann fram hjá Árna, þar sem
hann sat á steininum, en þá þreif karl til hans og
náði í taglið. Brauzt hesturinn um ákaflega, en karl
sat kyrr sem ekkert væri. »Takið hann nú, piltar«,
kallaði hann til vinnumanna sinna, og gerðu þeir
svo. Þótti þetta rösklega gert af svo öldruðum
manni.
4■ Qamansemi Arna-
Árni var maður hversdagsgæfur og stilltur vel;
forðaðist hann jafnan þrætur og illindi og leitaði
aldrei á aðra að fyrra bragði. Gerðu fáir viljandi á
hluta hans, því að menn vissu afl hans og að hann
kunni að beita því, ef því var að skifta. Kátur gat
hann verið og stundum dálítið smáskrítinn í orðum.
— Einhverju sinni að vori til hafði kona Árna
hleypt út kálfi, er alinn hafði verið um veturinn.
Var galsi í kálfinum og hljóp hann víðsvegar um
túnið, svo að konan gat ekki náð honum aftur í hús.
Hét hún þá á heimamenn sér til hjálpar. Árni var