Gríma - 15.03.1931, Síða 8

Gríma - 15.03.1931, Síða 8
6 ÞÁTTUR AF ÁRNA JÓNSSYNI spyrjast, að þeir hefðu tveir veitzt að einum kven- manni. Skildu þau því við svo búið. 3- Ein aflraun Arna. Þegar Árni var aldraður orðinn, sat hann eitt sinn á fiskasteininum á Æsustaðahlaði. Voru vinnu- menn hans að reyna að handsama þar á túninu stóð- hest einn mikinn og sterkann, er Árni átti. Gekk það ilia og eltust þeir lengi við hestinn, en fengu ekki tekið hánn. Sagði Árni þeim þá, að þeir skyldu reyna að reka hestinn heim á hlaðið, ef vera mætti að þeir gætu handsamað hann þar. Svo var gert, en þegar hesturinn sá, að þrengja átti að honum á hlaðinu, tók hann viðbragð mikið og ætlaði að stökkva út úr mannhringnum. Hljóp hann fram hjá Árna, þar sem hann sat á steininum, en þá þreif karl til hans og náði í taglið. Brauzt hesturinn um ákaflega, en karl sat kyrr sem ekkert væri. »Takið hann nú, piltar«, kallaði hann til vinnumanna sinna, og gerðu þeir svo. Þótti þetta rösklega gert af svo öldruðum manni. 4■ Qamansemi Arna- Árni var maður hversdagsgæfur og stilltur vel; forðaðist hann jafnan þrætur og illindi og leitaði aldrei á aðra að fyrra bragði. Gerðu fáir viljandi á hluta hans, því að menn vissu afl hans og að hann kunni að beita því, ef því var að skifta. Kátur gat hann verið og stundum dálítið smáskrítinn í orðum. — Einhverju sinni að vori til hafði kona Árna hleypt út kálfi, er alinn hafði verið um veturinn. Var galsi í kálfinum og hljóp hann víðsvegar um túnið, svo að konan gat ekki náð honum aftur í hús. Hét hún þá á heimamenn sér til hjálpar. Árni var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.