Gríma - 15.03.1931, Side 10

Gríma - 15.03.1931, Side 10
8 ÞÁTTUR AP ÁRNA JÓNSSYNI 6- Ófreskistáfa Arna- Það var einhverntíma skömmu eftir fráfærur, að vantaði margar kvíær á Æsustöðum; leitaði smala- maður þeirra lengi og vandlega, en fann ekki. Einn mcrgun kallar Árni á hann og segir honum, að nú skuli hann í dag leita vestur á Strjúgsárdal á þeim stað, er Sigríðarhjalli heitir; muni ærnar líklega vera þar. Tekur smalamaður þessum tilmælum dauf- lega og telur lítil líkindi til að ærnar hafi farið að rása yfir Eyjafjarðará og fjallið þar á móti. Árni segir, að hann skuli nú samt reyna þetta, áður en hann fari annað. Verður það úr að smalamaður fer, svo sem fyrir hann var lagt, og finnur hann ærnar, þar sem Árni hafði sagt til þeirra. Eitt vor var bjargarskortur almennur vegna sigl- ingaleysis; var þröngt í búi hjá Árna, sem öðrum. Einn morgun reis hann snemma úr rekkju og skip- aði að leggja reiðing á marga hesta. Reið hann síðan af stað áleiðis til Akureyrar og einn vinnumanna hans með honum. Undruðust þetta allir, því að enga matvöru var að fá í kaupstaðnum. Árni hélt leiðar sinnar til Akureyrar, og stóð þá svo á, að þar hafði aflazt töluvert af síld; tók hann klyfjar á alla hesta sína og sneri við heimleiðis. Fréttist þetta víða, brugðu margir skjótt við og riðu til Akureyrar; hugðu þeir gott til síldarkaupa, en þegar þangað kom, var öll síld uppseld, svo að þeir urðu að fara heim aftur svo búnir. Til eru ýmsar fleiri sögur af Árna þessum líkar, og sýna þær að hann vissi ýmislegt, sem öðrum var hulið. Ámi lézt á Æsustöðum 28. dag júlímánaðar 1843 og var hann þá fjörgamall orðinn.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.