Gríma - 15.03.1931, Page 11

Gríma - 15.03.1931, Page 11
FRA BJARNA Á KIRKJUBÖLI 9 2. Frá Bjarna á Kirkjiiböli. (Eftir handriti Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði. Sögn Jóns Jónssonar Strandfjelds). Bjarni er maður nefndur. Hann bjó lengi á Kirkjubóli í Mosdal við Arnarfjörð. Bjarni var tal- inn mestur galdramaður á Vestfjörðum um langt skeið; eru margar sögur sagðar um kunnáttu hans. Einhverju sinni komu Hollendingar á duggu þar við land og reru til lands með einn félaga sinn, sem andazt hafði. Dysjuðu þeir hann á nesi einu utan við Keldudal. Lagðist það orð á, að dysjað hefðu þeir hann í stígvélum og góðum klæðum. Þá bjuggu bræður tveir á koti utan við Haukadal í Dýrafirði; voru þeir menn fégjarnir og ófyrirleitnir. Fóru þeir til og grófu Hollendinginn upp í þeim tilgangi að ná fötum hans og stígvélum, en þegar til kom, var líkið sveipað í strigalepp og þar utan yfir vafið nýju og góðu færi. Tóku þeir bræður færið og höfðu heim nieð sér. Eftir þetta lá Hollendingurinn ekki kyrr og fór að bera á reimleikum heima hjá þeim bræðrum; var húsum riðið ákaflega um nætur, svo að mikið mein var að. Var þá leitað til Bjarna á Kirkjubóli og hann beðinn að firra heimilið þessum ófögnuði. Lofaði hann því, en sagði svo fyrir, að inn skyldi láta allar skepnur við Amarfjörð tiltekið kvöld. Var þvi hlýtt, nema á einum bæ við fjörðinn. Þetta kvöld rak á óveður svo mikið, að undrum sætti. Fé það, er úti var, hrakti í sjóinn og fórst það allt. Um kvöldið Lom draugurinn að vanda á bæ þeirra bræðra og tók

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.