Gríma - 15.03.1931, Side 12

Gríma - 15.03.1931, Side 12
10 PRÁ BJARNA Á KIRKJUBÓLI að ríða húsum í gríð, en er minnst varði, fór að heyrast þrusk úti á þekjunni og ámátlegt vein. Hafði Bjarni þá sent loftanda til þess að sækja drauginn. Áttust þeir lengi við þar á þekjunni ; vein- aði draugurinn í sífellu, en svo lauk þeirra viðskift- um, að loftandinn varð draugnum yfirsterkari og hafði hann á braut með sér. Þetta kvöld heyrðust víða ógurleg hljóð í loftinu, þegar andinn flutti drauginn með sér heim til Bjarna. Ekki fór Bjarni úr fötum þetta kvöld; bannaði hann heimafólki sínu harðlega útgöngu, en sjálfur kvaðst hann mundu taka á móti gestum, sem að garði bæri. Eigi vita menn, hvað hann hafðist að eða á hvern hátt hann kom draugnum fyrir, en aldrei varð mein að Hol- lendingnum eftir þetta. Sagt er að Bjarni hafi um skeið átt heima í Baul- húsum við Arnarfjörð. Eitt vor, er hann var við sjóróðra úti í Dölum, varð hann tóbakslaus, því að siglingu seinkaði. Loksins kom kaupskip af hafi og brá þá Bjarni' og aðrir sjómenn skjótlega við til þess að sækja sér vörur, sérstaklega tóbak. Þegar þeir komu í búðina, bað Bjarni kaupmann fyrst af öllu að gefa sér í nefið; voru þeir, kaupmaður og hann, áður málkunnugir. Kaupmaður tók þegar upp tóbaksílát sitt og lagði það á búðarborðið; greip Bjarni til þess, en náði ekki, því að það var fast við borðið. Ekki brá Bjarna neitt við þetta, en hann tók þá upp tóbakspontu sína og lagði hana líka á borðið; brá þá svo við, að tóbaksílát kaupmanns varð laust, og Bjarni fékk sér duglega í nefið. Þegar kaupmað- ur sá þetta, kallaði hann Bjarna inn á skrifstofu sína og spurði hann um fjölkynngi hans, en Bjarni varðist allra frétta og kvaðst ekki vita meira en

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.