Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 12

Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 12
10 PRÁ BJARNA Á KIRKJUBÓLI að ríða húsum í gríð, en er minnst varði, fór að heyrast þrusk úti á þekjunni og ámátlegt vein. Hafði Bjarni þá sent loftanda til þess að sækja drauginn. Áttust þeir lengi við þar á þekjunni ; vein- aði draugurinn í sífellu, en svo lauk þeirra viðskift- um, að loftandinn varð draugnum yfirsterkari og hafði hann á braut með sér. Þetta kvöld heyrðust víða ógurleg hljóð í loftinu, þegar andinn flutti drauginn með sér heim til Bjarna. Ekki fór Bjarni úr fötum þetta kvöld; bannaði hann heimafólki sínu harðlega útgöngu, en sjálfur kvaðst hann mundu taka á móti gestum, sem að garði bæri. Eigi vita menn, hvað hann hafðist að eða á hvern hátt hann kom draugnum fyrir, en aldrei varð mein að Hol- lendingnum eftir þetta. Sagt er að Bjarni hafi um skeið átt heima í Baul- húsum við Arnarfjörð. Eitt vor, er hann var við sjóróðra úti í Dölum, varð hann tóbakslaus, því að siglingu seinkaði. Loksins kom kaupskip af hafi og brá þá Bjarni' og aðrir sjómenn skjótlega við til þess að sækja sér vörur, sérstaklega tóbak. Þegar þeir komu í búðina, bað Bjarni kaupmann fyrst af öllu að gefa sér í nefið; voru þeir, kaupmaður og hann, áður málkunnugir. Kaupmaður tók þegar upp tóbaksílát sitt og lagði það á búðarborðið; greip Bjarni til þess, en náði ekki, því að það var fast við borðið. Ekki brá Bjarna neitt við þetta, en hann tók þá upp tóbakspontu sína og lagði hana líka á borðið; brá þá svo við, að tóbaksílát kaupmanns varð laust, og Bjarni fékk sér duglega í nefið. Þegar kaupmað- ur sá þetta, kallaði hann Bjarna inn á skrifstofu sína og spurði hann um fjölkynngi hans, en Bjarni varðist allra frétta og kvaðst ekki vita meira en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.