Gríma - 15.03.1931, Page 13
PRÁ BJARNA Á KIRKJUBÓLI
11
aðrir menn. Þykktist kaupmaður við og kvaðst bráð-
lega mundu komast að raun um, hvort hann segði
satt eða ekki. Sagði Bjarni, að það mætti hann gera,
ef hann vildi, og skildu þeir við það ósáttir. —
Haustið eftir sigldi kaupmaður, því að vanur var
hann að vera ytra á vetrum. Þá bar svo við eitt
kvöld um veturinn, þegar Bjami var heim kominn
að Baulhúsum frá sjóróðrum, að eldhnöttur mikill
sást til hafs; leið hann í loftinu að landi, og er hann
nálgaðist, sáu menn að hann stefndi að Baulhúsum.
Þá skipaði Bjarni öllu heimilisfólki að fara inn í
bæinn, en sjálfur stóð hann við bæjardyr og beið
þar sendingarinnar. Stefndi eldhnötturinn á Bjarna,
og er hann var kominn fast að honum, sagði Bjarni
í skipunarróm: »Far þú í vegginn!« Þá hvarf hnött-
urinn inn í vegginn öðrumegin bæjardyra. Nokkru
síðar var grafið inn í vegginn, þar sem hnötturinn
fór inn, og fannst þar hnöttóttur steinn, sem virtist
vera eldbrunninn.
Þenna sama vetur var kaupmaður eitt sinn á
gangi á stræti í Hamborg. Varð hann þá bráðkvadd-
ur. Var dauði hans kenndur fjölkynngi Bjarna, enda
höfðu menn heyrt hann segja, að ekki vildi hann til
lengdar eiga kaupmann yfir höfði sér, ef hann
mætti því við koma.