Gríma - 15.03.1931, Side 14

Gríma - 15.03.1931, Side 14
12 FRÁ SÉRA ÞORLÁKI Á ÓSI 3. ( Frá séra Þorláki á ðsi. (Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar á Hvarfi). Séra Þorlákur Þórarinsson var fæddur árið 1711. Hann fékk Möðruvallaklaustur 1745 og bjó á ósl. Tvö ár var hann prófastur í Eyjafjarðarsýslu. Kunnastur hefur hann verið alþýðu manna fyrir ljóðmæli sín, er vanalega hafa verið kölluð »Þorláks- kver« og hafa þrívegis verið prentuð; eru þau mest andlegs efnis og hafa öðlast miklar vinsældir. Séra Þorlákur var mikill gáfumaður, trúrækinn og and- ríkur, mjög nærfærinn til lækninga og atgervismað- ur um fleira. Hann var gefinn fyrir dulspeki og kom ekki allt á óvart; má einnig finna þess vott í kveðl- ingum hans, að hann hafi tekið mark á lófalestri. Sumir höfðu það fyrir satt, að hann skildi fuglamál. — Hann var mjög stilltur maður og siðprúður í öllu dagfari. Ásláksstaðir heitir bær, skammt fyrir ofan ós. Prófastur var hræddur um að á bæ þessum væri ekki æfinlega hafður sem fallegastur munnsöfnuður um hönd, heldur væri bæði sér og fólki sínu talað þar oft illt til, eigi síður en öðrum. Þá var það al- mennur siður á bæjum að sofa stundarkorn í rökkr- inu, áður en kveikt var. Á Ásláksstöðum var það venja að ræða ýmislegt, áður en menn festu rökkur- svefn; bar þá oft ýmislegt misjafnt á góma um ná- ungann, og héldust viðræðurnar stundum svo lengi, að ekki varð neitt af rökkursvefni, því að tími þótti þá til kominn að kveikja og byrja á vinnu. Það var

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.