Gríma - 15.03.1931, Síða 16

Gríma - 15.03.1931, Síða 16
14 FRÁ SÉRA ÞORLÁKI Á ÓSI fast, hvort hann hefði skilið það, sem hrafninn sagði. »Já«, svaraði prófastur, »hann var að segja, að ráðskonan okkar hjónanna hafi tekið stóran harðfisk úr grindahjallinum og farið eitthvað burt með hann«. Það var einhverntíma á fyrri árum séra Þorláks, að hann kom á bæ, þar sem hann var kunnugur, ut- arlega í Fnjóskadal. Hann var ofurlítið hreifur af víni og var því í góðu skapi og skemmtilegur. Heimamenn söfnuðust þá utan um hann og fréttu hann um forlög sín; hann gaf þeim öllum eitthvert svar um þau. Síðust allra var unglingsstúlka ein, Málmfríður að nafni; þegar hún kom til prófasts, sagði hann aðeins þetta við hana: »Guð hjálpi okkur nú, Málmfríður mín«,—og fékk hún eigi annað svar. Fám árum síðar drukknaði stúlka þessi. Þegar menn síðar hugsuðu um æfilok prófasts, hugðu margir, að hann mundi hafa rennt grun í, að þau myndu bæði hljóta sama dauðdaga. Eins gekk margt eftir, er hann hafði spáð hinu fólkinu. Sagt er, að prófastur hafi verið getspakur um dauða sinn og hafi löngu áður sagt, að hann mundi drukkna, og Hörgá mundi verða sér að grandi. Það var einhverntíma á seinni árum hans, að hann átti ferð um Svarfaðardal; var það snemma sumars og voru ár í vexti miklum. Hann kom að Grund og tafði þar nokkra stund, því að hann var þar í kynni. Þeg- ar hann fór af stað, fylgdi húsfreyja honum til dyra, en bóndi var eigi heima; stóðu þau á bæjar- hlaði og voru að hyggja að, hvað áin væri mikil. Bað húsfreyja prófast að leggja ekki í ána, því að hún væri ófær, bíða heldur til morguns og vita, hvort ekki drægi úr henni yfir nóttina. »Það er engin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.