Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 18
16 SKYGGNI SÉItA JÓNS Á ÁLFTAMÝRI
mann sinn nema fáar vikur. — Nóttina eftir það er
séra Þorlákur drukknaði, dreymdi Sigríði á Ósi,
dóttur hans, að hann kæmi á glugga yfir hvílu henn-
ar og mælti fram vers þetta:
Dauðinn fór djarft að mér,
dauðanum enginn ver;
dauðinn er súr og sætur,
samt er hann víst ágætur
þeim, sem í Drottni deyja
og dóminum eftir þreyja.
Sigríður var gáfuð kona og hagorð. Hennar fékk
maður sá, er Hallgrímur hét og var Einarsson, —
sagður kominn af Axlar-Birni. Þau bjuggu á Ósi, og
var hann hreppstjóri. Þau áttu þrjú börn, Þorlák,
Rósu og Guðrúnu. Þorlákur var prestur á Skinna-
stöðum (1819—26) og víðar; hann var mikilmenni,
en stundum nokkuð svaðalegur við öl. Hann dó fjör-
gamall árið 1862. Kona hans var Guðrún Ásmunds-
dóttir frá Silfrastöðum. — Rósu Hallgrímsdóttur
átti Sveinn Rögnvaldsson á Ásláksstöðum. — Guð-
rún giftist Jóni nokkrum Jónssyni.
4.
Skyggni séra Jöns a' Álftamýri.
(Eftir handr. Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði. Sögn Jóns
Jónssonar Strandfjelds).
Séra Jón Ásgeirsson, sem var prestur á Álftamýri
1839—1862, var talinn fjölkunnugur nokkuð, og það
vissu menn fyrir víst, að hann var skyggn. Síðar