Gríma - 15.03.1931, Side 20
Í8 FRÁ SÉRA MAGNÚSI JÓNSSYNI I SAURBÆ
5.
Frá séra Magnúsi Jónssyni í Saurhæ.
(Handrit Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði. Sögn Ólafs
Guðmundssonar og annara Eyfirðinga).
Magnús prestur Jónsson þjónaði Saurbæjar-
prestakalli 1786—1801, og þar dó hann 1807. Hann
var kraftamaður hinn mesti; sagt var, að hann hefði
leikið sér að því að snara hundrað punda klyfjum til
klakks með annari hendi. Fáir urðu til þess að
bekkjast til við prest, sakir krafta hans, en margir
leituðu trausts hjá honum, þegar eitthvað lá við.
Einhverju sinni fyrirfór sér maður á Skáldstöð-
um. Það voru lög í þá daga, að fé sjálfsmorðingja
félli undir konung og óttuðust erfingjar manns
þessa, að svo mundi fara í þetta skifti. Leituðu
þeir til séra Magnúsar og báðu hann hjálpar til þess
að þeir fengju haldið fénu. Prestur tók því dræmt,
kvaðst litlu mundu geta ráðið í því efni, en skyldi
þó gera, hvað hann gæti. Um þessar mundir var Jón
Jakobsson sýslumaður í Eyjafirði; bjó hann á Espi-
hóli. Hann var annálaður kraftamaður, svo sem
kunnugt er. Sýslumaður frétti lát mannsins á Skáld-
stöðum og með hverjum hætti það hefði að borið.
Tók hann sér ferð á hendur fram eftir til þess að
ráðstafa eignunum. Segir ekki af ferðum sýslu-
manns fyr en hann kom á Melgerðismela, sem kall-
aðir eru; þeir eru á milli Melgerðis og Djúpadalsár,
nokkru norðan við Saurbæ. Þar mætti sýslumaður
Magnúsi presti, sem þá var á leið til Espihóls til
fundar við hann, í þeim erindum að fá því afstýrt,