Gríma - 15.03.1931, Side 24

Gríma - 15.03.1931, Side 24
22 GEITABRÚ 6. Geitabrú. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar). Eftir það er stóridómur var í lög leiddur hér á landi, á ofanverðri 16. öld, urðu margir menn sekir fyrir Jitil afbrot. Flýðu sumir til óbyggða og gerð- ust útilegumenn og ránsmenn, en aðrir náðust og voru af lífi teknir. Þá varð ungum bónda í Bárðar- dal, Jóni að nafni, sú yfirsjón á, að hann féll með mágkonu sinni og gerði henni barn. Var hann tek- inn og dæmdur af lífi fyrir þessar sakir, en tókst að strjúka úr haldi áður en dóminum yrði fullnægt. Flýði hann til fjalla og hafðist þar við um hríð, en af því að hann vildi hvorki stela né ræna sér til lífsvið- urhalds, svarf að honum sultur og sá hann sér eng- in önnur bjargráð en að leita á náðir bróður síns, er bjó á Rauðá, yzta bæ í Bárðardal austanverðum, upp af Goðafossi. Hafði Rauðárbóndinn áður reynzt bróður sínum vel, tekið að sér konu hans og börn, er hann var handtekinn og alið önn fyrir þeim. Það var að haustlagi, er Jón kom að Rauðá og var vel tekið; kvaðst bóndi raunar ekki geta haldið hann lengi á laun, því að bráðlega mundi verða leitað hjá sér og mundi þá verða erfitt að fá honum skotið undan; lét hann Jón hafast við í jarðhúsi nokkru og leið svo fram um hríð. Rauðárbóndinn átti geitfé margt, sem gekk að mestu sjálfala árlangt, en þó var þess vitjað við og við. Eitt sinn gekk bóndi til geita sinna á þorranum og vantaði þá margar þeirra; leitaði hann þeirra

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.