Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 25
GEITABRÚ
23
lengi dags árangurslaust, en sá þær að lokum á
klettaeyju úti í Skjálfandafljóti nokkru neðan við
Goðafoss. Hafði lagt mjóa ísspöng frá fljótsbakk-
anum út í eyna og geiturnar hlaupið yfi'r á henni.
Ekki þótti bónda árennilegt að ná geitunum úr
eynni, því að bæði voru klettar háir niður að fara
að ísspönginni og svo virtist hún sjálf vera miður
tryggileg. Hvarf hann þá heim við svo búið og sagði
Jóni bróður sínum frá, hvernig komið væri. Af því
að Jón var maður djarfur, vildi feginn gera bróður
sínum greiða, en var hinsvegar ósárt um líf sitt, úr
því sem komið var, bauðst hann til að ná geitunum
úr eynni. Varð það úr, að þeir bræður lögðu af stað
morguninn eftir; seig Jón í reipi ofan fyrir klettinn,
komst klaklaust yfir á ísspönginni og fékk borgið
geitunum; voru þær svo dregnar á reipinu upp
klettinn. Fór Jón þá að litast um í eynni og sá, að
þar var gott til skjóls og nokkrir djúpir hellisskútar,
þar sem góð voru fylgsni. Sagði hann við bróður
sinn, að réttast væri að setjast að í eynni og leynast
þar, því að þar væri sízt hætta á að leitað væri.
Féllst bóndi á þá ráðagerð, því að það vissi hann,
að grunaður var hann um bjargráð við Jón og að
búast mátti við húsleit á Rauðá hvenær sem væri.
Nóttina eftir var Jón fluttur í eyna; fékk hann með
sér vistir nógar og var búið um hann vandlega í
einum hellisskútanum. Á meðan þeir bræður voru
við þennan starfa, rann á hláka og komst bóndi
nauðulega til lands aftur, enda féll ísbrúin rétt á
hæla honum. Þá mælti bóndi: »Það sé ég, að ísbrú
þessi hæfir ekki öðrum skepnum en geitum og má
hún því Geitabrú kallast«. — Daginn eftir komu
leitarmenn margir að Rauðá; rannsökuðu þeir bæ-