Gríma - 15.03.1931, Qupperneq 29
FRÁ VASK ÚTILEGUM. OG SKEGGJA í STÓRADAL 27
byggð hans þar; skyldi hann verða á brottu þaðan
hið skjótasta. Varð Vaskur hinn æfasti og greip
vopn sín; börðust þeir síðan og lauk svo þeirra við-
skiftum, að Skeggi gekk af honum dauðum. Eftir
það reið Skeggi heim og sagði frá tíðindum. Sendi
hann húskarla sína vestur í dalinn, gerði upptækt
allt bú Vasks, en lét rífa kofa hans til grunna. Er
mælt að enn sjáist rústirnar, þar sem bærinn stóð.
Flutti Skeggi allt búið heim að Stóradal og sló á það
eign sinni.
Spurðust nú þessi tíðindi um allar sveitir, og þótti
Skeggi hafa unnið hið þarfasta verk, að vega Vask.
Hólabiskup frétti og víg þetta og það með, að
Skeggi hefði slegið eign sinni á reitur Vasks. Fannst
biskupi að fé þetta hefði að réttu átt að renna til
biskupsstólsins, þar sem Vaskur var óbótamaður og
brotlegur orðinn við heilaga kirkju. Sendi hann því
mann á fund Skeggja og bað hann að láta rakna
féð; kvaðst að öðrum kosti leggja á reiði sína og
bann heilagrar kirkju. Skeggi tók illa erindinu og
skeytti engu boðum og hótunum biskups. Varð ó-
þokki mikill milli þeirra biskups og hans út af máli
þessu og að lokurn fullur fjandskapur. Þegar til
lengdar lét, sendi biskup ráðsmann sinn með marga
sveina til þess að taka Skeggja af lífi. Komu þeir að
Stóijdal um nótt og umkringdu bæinn. Skeggi hafði [ CU
fátt húskarla heima fyrir og áræddi því ekki að
leggja til bardaga. Tók hann það ráð, að hann faldi
sig á milli þils og veggjar í skála frammi í bænum,
en biskupsmönnum var leyfð innganga. Leituðu þeir
lengi í bænum, en fundu ekki. Námu þeir að lokum
staðar í skálanum, þar sem Skuggi var falinn og
ráðguðust um, hvað' gera skyldi. Mun einn af svein-