Gríma - 15.03.1931, Page 31

Gríma - 15.03.1931, Page 31
FEÁ BIRNINGI, GEIRM., HLAÐG. OG STÍGANDA 29 vetri, að hann gekk til beitarhúsa og brá mjög í brún, er hann kom að húsunum opnum og allir sauð- irnir voru horfnir. Ekki var Birningur í vafa um að hvarf sauðanna hlaut að vera af mannavöldum, enda hafði hann byrgt húsin vandlega kvöldið áður, eins og hann var vanur. Föl hafði gert um nóttina og rennt í allar slóðir, svo að ekki gat hann rakið för sauðanna; samt leitaði hann þeirra þann dag allan, en varð að fara heim svo búinn um kvöldið og var í illu skapi. Sagði hann föður sínum og bróður frá hvarfi sauðanna og kvaðst gruna nágranna þeirra um stuldinn; væri því sjálfsagt að bregða skjótt við og leita hjá þeim. Ekki leizt Geirmundi það ráðlegt, »því að svo dreymdi mig í nótt«, mælti hann. Þeir spurðu þá að draum hans. »Það dreymdi mig«, mælti hann, »að eg þóttist staddur suður hjá Rauðu- melum. Sá eg þá tvo menn koma frá beitarhúsum okkar með stóran fjárhóp. Þekkti eg þar sauði okk- ar og ráku mennirnir þá hart á undan sér; stefndu þeir til fjalla. Forustusauðurinn vildi hvergi láta rekast og áttu þeir því erfitt með að koma hópnum áfram, en að lokum greip annar maðurinn stein hnefastóran og kastaði honum í sauðinn; kom steinninn utan á kjammann og féll sauðurinn við höggið; lá hann þar eftir spriklandi og jarmaði hátt, en við það vaknaði eg. Er mér grunur á, að útilegu- menn hafi stolið sauðunum, og ekki finnst mér á- stæða til að kenna nágrönnum okkar svo stórfelld- an stuld«. Faðir þeirra bræðra sat hugsi um stund og mælti síðan: »Líklegt þykir mér, að draumur Geirmundar sé ekki hégómi einn, og væri reynandi að leita sauðanna í þá átt, sem hann sá mennina stefna«. Birningur kvaðst vera þess albúinn, ef

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.