Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 31

Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 31
FEÁ BIRNINGI, GEIRM., HLAÐG. OG STÍGANDA 29 vetri, að hann gekk til beitarhúsa og brá mjög í brún, er hann kom að húsunum opnum og allir sauð- irnir voru horfnir. Ekki var Birningur í vafa um að hvarf sauðanna hlaut að vera af mannavöldum, enda hafði hann byrgt húsin vandlega kvöldið áður, eins og hann var vanur. Föl hafði gert um nóttina og rennt í allar slóðir, svo að ekki gat hann rakið för sauðanna; samt leitaði hann þeirra þann dag allan, en varð að fara heim svo búinn um kvöldið og var í illu skapi. Sagði hann föður sínum og bróður frá hvarfi sauðanna og kvaðst gruna nágranna þeirra um stuldinn; væri því sjálfsagt að bregða skjótt við og leita hjá þeim. Ekki leizt Geirmundi það ráðlegt, »því að svo dreymdi mig í nótt«, mælti hann. Þeir spurðu þá að draum hans. »Það dreymdi mig«, mælti hann, »að eg þóttist staddur suður hjá Rauðu- melum. Sá eg þá tvo menn koma frá beitarhúsum okkar með stóran fjárhóp. Þekkti eg þar sauði okk- ar og ráku mennirnir þá hart á undan sér; stefndu þeir til fjalla. Forustusauðurinn vildi hvergi láta rekast og áttu þeir því erfitt með að koma hópnum áfram, en að lokum greip annar maðurinn stein hnefastóran og kastaði honum í sauðinn; kom steinninn utan á kjammann og féll sauðurinn við höggið; lá hann þar eftir spriklandi og jarmaði hátt, en við það vaknaði eg. Er mér grunur á, að útilegu- menn hafi stolið sauðunum, og ekki finnst mér á- stæða til að kenna nágrönnum okkar svo stórfelld- an stuld«. Faðir þeirra bræðra sat hugsi um stund og mælti síðan: »Líklegt þykir mér, að draumur Geirmundar sé ekki hégómi einn, og væri reynandi að leita sauðanna í þá átt, sem hann sá mennina stefna«. Birningur kvaðst vera þess albúinn, ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.