Gríma - 15.03.1931, Side 32

Gríma - 15.03.1931, Side 32
30 PKÁ BIRNINGI, GEIRM, HLAÐG. OG STÍGANDA bróðir hans vildi fara með honum. Síðan var það afráðið, að þeir bræður legðu þegar af stað morgun- inn eftir, og sá Þórleif systir þeirra þeim fyrir nægilegu nesti og nýjum skóm. Lögðu þeir nú af stað snemma morguns og gengu fyrst upp á Rauðumela; brá þeim í brún, er þeir funndu þar forustusauðinn liggjandi kjálkabrotinn og illa til reika; var hann enn með lífsmarki og styttu þeir eymdarstundir skepnunnar með hnífs- bragði. Þaðan tóku þeir stefnu suður á öræfin og gengu þann dag allan og tvo hina næstu, án þess að verða nokkurs vísari. Að kvöldi hins þriðja dags sáu þeir fyrir sér dal einn fagran; lágu að honum allhá fjöll, sem þakin voru snjó niður í miðjar hlíð- ar, en hið neðra var snjólaust, skógivaxið land. Þeir komu niður í dalinn norðanverðan og gengu svo um stund. Allt í einu sáu þeir fjölda fjár á beit og tóku stefnu þangað; en er þeir nálguðust féð, sáu þeir að maður stóð yfir því og fór að hóa því saman. Gengu þeir bræður til manns þessa og heilsuðu honum, en hann tók kveðju þeirra dauflega og mælti: »Þið munuð vera hingað komnir til þess að leita sauða ykkar, sem hingað hafa verið reknir; en eg hygg að þeir verði ykkur ekki auðsóttir, því að þeir, sem nú hafa náð þeim, eru ekki vanir að láta það laust, sem þeir hafa. Þess vegna vil eg ráðleggja ykkur að flýja hið skjótasta aftur til byggða, áður en þeir verða ykkar varir. Hér búa tveir grimmir útilegu- menn, sem eru bræður; stálu þeir mér úr sveit fyr- ir liðugu ári, og hef eg síðan verið ánauðugur þræll þeirra. En eg hef svarið þeim trúnaðareið, að svíkja þá aldrei eða strjúka frá þeim, svo að eg er þeim að því leyti vandabundinn. Þó hef eg aldrei verið með

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.