Gríma - 15.03.1931, Síða 33

Gríma - 15.03.1931, Síða 33
FRÁ BIRNINGI, GEIRM., HLAÐG. OG STÍGANDA 31 þeim í ferðum til rána eða þjófnaðar, og er það nokkur bót í máli. Nú langar mig til að forða ykkur frá bráðum bana, því að ekki er neinna griða að vænta; en það þætti mér hörmulegt, ef þið, svo ung- ir og efnilegir menn, yrðuð að láta lífið hér á fjöll- um uppi fyrir illvirkja höndum. Er það mitt ráð, að eg reyni að leyna ykkur í bráð, en leiti lags síðar meir að skjóta ykkur undan, þegar gott færi gefst«. Geirmundur féllst þegar á þessa ráðagerð, en Birn- ingi þótti lítilmannlegt að dyljast; kvaðst heldur vilja hreinlega ganga að illvirkjunum og vinna þá, ef þess væri kostur, — »enda eru þá tveir á móti tveimur og þá jafnt á komið með okkur«. Ekki fannst Geirmundi það samt hyggilegt. »Vil eg«, mælti hann, »ógjarna flekka hendur mínar í manns- blóði, ef annars er kostur, jafnvel þótt útilegumenn eigi hlut að máli; má og vera að okkur takist að ná þeim með brögðum«. Varð það úr, að þeir létu úti- legumanninn ráða; lét hann þá fara inn í afhelli einn lítinn, áfastan við helli þann, er sauðirnir voru hýstir í; lagði hann stóra hraunhellu fyrir munnann og kvað þeim óhætt þar að vera, ef þeir hefðu lágt um sig. Síðan kvaddi útilegumaðurinn og fór, en þeir bræður tóku upp nesti sitt og fóru að snæða, því að ekki höfðu þeir neytt matar síðan um morg- uninn. Daufleg þótti þeim vistin í hellinum, en þeir hvíldust vel um nóttina, því að nokkurn yl lagði til þeirra frá sauðunum og svo höfðu þeir þurran mosabing að liggja á. Árla morguns daginn eftir kom hinn sami útilegumaður aftur til þeirra. Var hann þá sýnu glaðari í bragði en daginn áður. »Vil eg nú segja ykkur«, mælti hann, »hver eg er, og með hverjum hætti eg komst í hendur þessara útilegu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.