Gríma - 15.03.1931, Page 33

Gríma - 15.03.1931, Page 33
FRÁ BIRNINGI, GEIRM., HLAÐG. OG STÍGANDA 31 þeim í ferðum til rána eða þjófnaðar, og er það nokkur bót í máli. Nú langar mig til að forða ykkur frá bráðum bana, því að ekki er neinna griða að vænta; en það þætti mér hörmulegt, ef þið, svo ung- ir og efnilegir menn, yrðuð að láta lífið hér á fjöll- um uppi fyrir illvirkja höndum. Er það mitt ráð, að eg reyni að leyna ykkur í bráð, en leiti lags síðar meir að skjóta ykkur undan, þegar gott færi gefst«. Geirmundur féllst þegar á þessa ráðagerð, en Birn- ingi þótti lítilmannlegt að dyljast; kvaðst heldur vilja hreinlega ganga að illvirkjunum og vinna þá, ef þess væri kostur, — »enda eru þá tveir á móti tveimur og þá jafnt á komið með okkur«. Ekki fannst Geirmundi það samt hyggilegt. »Vil eg«, mælti hann, »ógjarna flekka hendur mínar í manns- blóði, ef annars er kostur, jafnvel þótt útilegumenn eigi hlut að máli; má og vera að okkur takist að ná þeim með brögðum«. Varð það úr, að þeir létu úti- legumanninn ráða; lét hann þá fara inn í afhelli einn lítinn, áfastan við helli þann, er sauðirnir voru hýstir í; lagði hann stóra hraunhellu fyrir munnann og kvað þeim óhætt þar að vera, ef þeir hefðu lágt um sig. Síðan kvaddi útilegumaðurinn og fór, en þeir bræður tóku upp nesti sitt og fóru að snæða, því að ekki höfðu þeir neytt matar síðan um morg- uninn. Daufleg þótti þeim vistin í hellinum, en þeir hvíldust vel um nóttina, því að nokkurn yl lagði til þeirra frá sauðunum og svo höfðu þeir þurran mosabing að liggja á. Árla morguns daginn eftir kom hinn sami útilegumaður aftur til þeirra. Var hann þá sýnu glaðari í bragði en daginn áður. »Vil eg nú segja ykkur«, mælti hann, »hver eg er, og með hverjum hætti eg komst í hendur þessara útilegu-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.